Fleiri fréttir

Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins

Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins.

Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar

Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi.

Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum

Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum.

Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag

Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga.

Víðfeðmasta sveitarfélag landsins í burðarliðnum

Fimm sveitarfélög með þéttbýliskjarnana Hellu, Hvolfsvöll, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustur og Laugaland skoða sameiningu. Ef að henni verður yrði til víðfemasta sveitarfélag landsins sem næði yfir 16 prósent landsvæðis Íslands.

Lentu eins hreyfils flugvél á hæsta fjalli Norðurlands

Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær.

Fólkið sem má ekki hitta neinn

Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni.

Ekið á 12 ára dreng

Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjörutíu prósent kvenna sem leita á landspítalann með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis, samkvæmt nýrri rannsókn.

Skimanir hefjast að nýju 4. maí

Skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum munu hefjast að nýju hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins 4. maí næstkomandi.

Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi.

Flestar tölur á pari við það sem búast mátti við

Sóttvarnalæknir segir að miðað við tölfræði frá Hubei-héraði í Kína, þar sem talið er að faraldur kórónuveirunnar eigi upptök sín, séu tölur hér á landi að mestu á pari við það sem búist var við áður en að faraldurinn hófst.

Fjölda­upp­sagnir hjá Icelandair eftir helgi

Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

„Við verðum að fara í slökkvi­starf núna“

Hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var efnahagsástandið rætt umbúðalaust. Hagfræðingarnir tveir voru sammála um að ríkið þurfi að gera meira fyrir fyrirtækin í landinu.

Tveir greindust með smit

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.792 hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir