Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Stefnt er að því að létta frekar á samkomubanninu 25. maí en þá verða líkamsræktarstöðvar meðal annars opnaðar. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Segja sýni úr konunni á hjúkrunarheimilinu Eir hafa sýnt fram á veiklaðar veirur

Konan sem greindist með Covid-19 og var á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eir var líklega komin yfir veikindin við komuna á Eir og því ekki smitandi. Í tilkynningu til aðstandenda kemur fram að sýni úr konunni hefði leitt í ljós veiklaðar veirur eða veirubrot þótt sýnið hafi sannarlega verið jákvætt.

„Ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt“

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir fyrirtækið Össur harðlega fyrir að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda skömmu eftir að eigendur fyrirtækisins fengu greiddan 1,2 milljarða króna í arð vegna hagnaðar síðasta árs.

Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur

Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí.

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju „fyrirmyndarríki“ í Gufunesi

Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag.

Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á nýlegum útlendingalögum á Alþingi í gær. Þingflokkur vinstri grænna setur fyrirvara við frumvarpið og styður ekki aukna sjálfvirkni í afgreiðslu mála.

Lilja og Svandís mættu á fjallahjólum

Verkefnið Hjólað í vinnuna var sett við Þróttaraheimilið í Laugardal í morgun og voru ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á meðal þeirra sem mættu á hjólum sínum.

Hæg vestan­átt og smá­skúrir

Veðurstofan spáir fremur hægri vestanátt í dag og smáskúrir en að skýjað verði með köflum um austanvert landið. Hitinn verður á bilinu 4 til 14 stig að deginum, hlýjast á Suðausturlandi.

Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku

Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári.

Búið að slökkva í sinunni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk slökkvistarfi vegna sinuelds suðaustan við Saltvík á Kjalarnesi nú síðdegis.

Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld

Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar.

Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir

Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni.

Eliza og Vigdís skrifuðu leyniskilaboð

Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum.

Sinubruni á Kjalarnesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva sinueld sem kviknaði á suðaustur við Saltvík á Kjalarnesi á þriðja tímanum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir