Fleiri fréttir

Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra.

Fjögur af fimm smitum ótengd

Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi.

Reyndi að ræna gangandi vegfaranda í miðbænum

Maður var handtekinn í miðbænum í nótt eftir að hann ógnaði gangandi vegfarenda og reyndi að ná peningum af honum og hafði lögreglan þar að auki í nógu að snúast vegna skemmtanahalds íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Björguðu manni úr Hvítá

Á fimmta tímanum í dag brugðust björgunarsveitir á Suðurlandi snögglega við þegar tilkynning barst um mann sem var í sjálfheldu í Hvíta á rétt neðan við Brúarhlöð.

450.000 króna fegrunarstyrkir til bænda í Ásahreppi

Ásahreppur í Rangárvallasýslu veitir bændum á lögbýlum 450.000 króna styrk á bú til að fegra umhverfi bæjanna. Um 70 lögbýli fá styrk, sem þýðir rúmlega 30 milljóna króna framlag frá hreppnum.

Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust

Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári.

Megn brenni­steins­fnykur við Múla­kvísl

Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki búist við því.

Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu

Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

150 ára afmælisfagnaður í Múlakoti í Fljótshlíð

150 ára afmælishátíð verður haldin í Múlakoti í Fljótshlíð sunnudaginn 26. júlí þar sem fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur verður fagnað en hún var brauðryðjandi í Múlakoti og mikil garðyrkjukona.

Ellefu í einangrun

Ellefu er nú í einangrun á Íslandi en ekkert nýtt innanlandssmit greindist í gær. Einn greindist þó smitaður við landamærin en tíu voru í einangrun í gær.

Katrín segir síst verra að kjósa að hausti en vori

Forsætisráðherra hefur ákveðið að boðað verði til alþingiskosninga hinn 25. september á næsta ári. Það yrðu þriðju kosningarnar í röð þar sem kosið yrði að hausti en ekki vori eins og lengst af hefur verið venjan á Íslandi.

Gular viðvaranir vegna hvassviðris

Veðurstofa Íslands hefur gefið út tvær gular viðvaranir vegna hvassviðris í kvöld og í nótt. Þær ná til Faxaflóa og Suðausturlands þar sem búist er við að vindkviður verði sterkar og að varasamt geti verið að keyra um svæðin.

Hávaði í heimahúsum í nótt

Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu bárust hávaðakvartanir vegna ellefu samkvæma í heimahúsum í nótt en að öðru leyti þótti nóttin tiltölulega róleg.

Sæstrengur það eina sem gæti leyst álver af hólmi

Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það.

Smitrakningu að mestu lokið

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera.

Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME

Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu.

Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá

Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu.

Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er

Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 

Vegurinn hrundi undan hesti og knapa

Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís.

Sjá næstu 50 fréttir