Fleiri fréttir

Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi

Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin.

Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum

Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor.

Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum

Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega sexhundruð börn fá ekki að fara í skólann á morgun vegna kórónuveirusmita starfsmanna skólanna. Við ræðum við Helga Grímsson sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í fréttum okkar klukkan 18:30.

Borgun varar við sms-skilaboðum fjársvikara

Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks.

Hefur áhyggjur af einangrun eldri borgara

Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar.

Ekki búið að rekja upp­runa smitsins á Hlíf

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins.

Tíu til 18 stiga hiti í dag

Áfram má búast við rólegu bjartviðri víðast hvar á landinu. Þó búast megi við að skýjað verði með köflum á Austurlandi og þá sérstaklega með sjónum.

Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví.

Kaffihús í gömlum amerískum skólabíl í Vík í Mýrdal

Margir af þeim sem hafa átt leið um Vík í Mýrdal í sumar hafa rekið upp stór augu þegar þeir hafa séð gamla gula ameríska skólarútu við tjaldsvæðið. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta skólabílakaffihús.

Margir hlupu til góðs í dag eða nutu viðburða

Þrátt fyrir að menningarnótt hafi verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins mættu margir í miðbæ Reykjavíkur í dag og nutu viðburða. Þá voru margir sem hlupu til góð í dag. 

„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum.

Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra

Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum.

Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví

Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví.

Besta sumar Jólagarðsins í Eyjafirði í tuttugu og fimm ár

Jólastemmingin hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar í jólagarðinum í Eyjafirði því þar hefur verið met aðsókn af gestum, ekki síst Íslendingum, sem hafa farið þangað til að fá nasaþefinn af jólunum nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru til jóla.

Þörf á upplýsingum um markmið sóttvarna

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að afleiðingar hertra reglna á landamærunum frá því síðustu viku, muni birtast af fullum þunga á næstunni. Fólk í ferðaþjónustu sé dofið, vonsvikið og í áfalli.

Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rang­á

Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir.

Níu greindust með veiruna innan­lands

Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sex greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrír hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Fullur þrýstingur kominn á aftur eftir leka

Viðgerð vegna leka úr hitaveitulögn í Hafnarfirði í gær lauk skömmu fyrir þrjú í nótt. Loka þurfti fyrir heitt vatn á hluta Hafnarfjarðar, á Álftanesi og hluta Garðabæjar vegna lekans.

Sjá næstu 50 fréttir