Fleiri fréttir

Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum

Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Átta eru smitaðir af kórónuveirunni eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Allir nema tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru á hótelinu í vikunni og þurfa að fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Sóttvarnalæknir segir ekki tímabært að slaka á samkomutakmörkunum nú eins og verið var að skoða.

Furða sig á málshöfðun Lilju

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi.

Sjö smituð á Hótel Rangá

Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað.

Sundlaugargestir hafa kallað til lögreglu vegna tveggja metra reglunnar

Komið hefur til þess að sundlaugargestir í höfuðborginni hafi kallað til lögreglu þar sem að illa hafi gengið að fylgja tveggja metra fjarlægðarreglunni. Þetta sagði Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Tillaga um opnun áfangaheimilis fyrir konur samþykkt

Tillaga velferðarráðs Reykjavíkurborgar um opnun nýs áfangaheimilis fyrir konur í miðborg Reykjavíkur var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Unnið verður eftir áfallamiðaðri hugmyndafræði í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalann.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í sjötíu prósent færri farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær en væntanlegir voru fyrir viku. Lögregla hafði afskipti af nokkrum farþegum sem komu með Norrænu í morgun vegna brota á reglum um sóttkví.

Jökli bjargað úr höfninni

Trébáturinn Jökull SK-16 er komin á flot. Hann sökk við Óseyrarbryggu í Hafnarfirði fyrr í vikunni.

Staðan langverst hjá yngsta aldurshópnum

Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra.

Rafræn kennsla lögð til grundvallar í HÍ

Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands hefur verið tilkynnt að rafræn kennsla verði lögð til grundvallar á komandi önn, þó með möguleika á staðkennslu ef aðstæður leyfa.

Sjá næstu 50 fréttir