Fleiri fréttir

Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst

Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars.

„Líklega verða börn oftar send heim“

Fyrirséð er að þjónusta í leikskólum muni skerðast við útfærslu styttingar vinnuvikunnar því viðbótarfjármagn fylgir ekki með framkvæmdinni. Líklega verða börn oftar send fyrr heim vegna svokallaðrar fáliðunarstefnu. Þetta segir formaður Félags stjórnenda leikskóla.

Jóhannes í Postura dæmdur í fimm ára fangelsi

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hefur sérhæft sig í meðferð við ýmsum stoðkerfisvandamálum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 eða 2010, 2010 eða 2011, 2011 og 2015. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu.

Lyfja­notkun ekki lengur frá­gangs­sök í lögreglunáminu

Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral.

Spá allt að fjórtán stiga frosti

Það er tiltölulega rólegt veður þessa dagana með sterkar hæðir í kringum okkur en í dag er spáð norðvestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu og bjartviðri.

Hjólhýsi brann til kaldra kola í Laugardal

Eldur kom upp í hjólhýsi á tjaldstæðinu í Laugardal um klukkan sex í morgun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var hjólhýsið alelda og brann það til kaldra kola.

Ríkisstjórnin vinsælli en stjórnarflokkarnir samanlagt

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðning við ríkisstjórnina ágætan ef marka megi kannanir. Þó sé fylgi stjórnarflokkanna ekki í takt við stuðning við ríkisstjórnina og því virðist sem flokkunum sé ekki að takast að ná til sín fylgi.

Fær ekki að flytja inn American Pit Bull Terrier

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja einstaklingi um undanþágu frá banni við innflutningi á hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier.

„Þetta bóluefni er mjög öruggt“

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum.

Sex ára drengur hryggbrotnaði eftir fall úr leikkastala

Hrönn Óskarsdóttir, móðir sex ára drengs sem brotnaði á hryggjarlið þegar hann féll úr kastala á skólalóð Snælandsskóla, segist hafa talið leiktæki á skólalóðum öruggari en raun ber vitni. Leiktækið sem um ræðir væri líklega óleyfilegt samkvæmt evrópskum stöðlum ef það væri ekki selt í einu lagi.

Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig.

Matvælastofnun fylgist með útbreiðslu fuglaflensu

Fuglaflensa hefur breiðst víða um Evrópu að undanförnu og fylgist Matvælastofnun stöðugt með þróun mála og metur áhættu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá stofnuninni eru fuglaeigendur hvattir til að huga ávallt vel að smitvörnum og búa sig undir þann möguleika að skipað verði fyrir um sérstakar smitvarnaráðstafanir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar gegn Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku.

Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm

Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga.

Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar

Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns.

Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum.

Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta.

Deilan komin til gerðardóms

Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma.

Býst við fleiri smituðum á landamærum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur dagsins yfir nýsmitaða af kórónuveirunni ánægjulegar. Staðan á faraldrinum í útlöndum sé hins vegar áhyggjuefni, sem muni skila sér í fleiri smituðum á landamærum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem ræðir bólusetningar og möguleg tengsl við andlát sem orðið hafa á hjúkrunarheimilum.

Jarð­skjálfti við Gjögur­tá fannst í Fjallabygð

Jarðskjálfti að stærð 2,8 varð um fjórtán kílómetra vestur af Gjögurtá. Tilkynningar hafa borist frá Ólafsfirði og Siglufirði um að skjálftinn hafi fundist, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Treysta á mat Evrópsku lyfja­stofnunarinnar

Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi.

Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða

Manndrápsmál á hendur karlmanni um þrítugt sem ákærður var fyrir að myrða móður sína og stinga sambýlismann hennar í Hafnarfirði í apríl í fyrra verður formlega fellt niður í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Ástæðan er sú að ákærði er látinn.

Kvörtunum til landlæknis fjölgar mikið

Kvörtunum til Landlæknis frá sjúklingum og aðstandendum vegna heilbrigðisþjónustu fjölgaði um nærri fjórðung í fyrra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þremur bifhjólum stolið í Vesturbænum

Laust fyrir klukkan hálfellefu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að þremur bifhjólum hefði verið stolið í Vesturbæ Reykjavíkur, allt frá sama heimilinu.

Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám

Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám.

73 prósent íbúa á hjúkrunar­heimilum á geð­lyfjum

58,5% íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum voru með geðsjúkdómagreiningu árið 2018 og tóku 72,5% íbúa einhvers konar geðlyf að staðaldri. Neysla slíkra lyfja hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð.

Sjá næstu 50 fréttir