Fleiri fréttir

Líst ekki vel á sjálfs­prófin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott.

Starfs­maður Hring­ekjunnar smitaður

Verslunin Hringekjan í Þórunnartúni í Reykjavík verður lokuð í dag eftir að starfsmaður verslunarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni.

Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll

Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun.

Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfs­prófum á heimili

Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórnar­ráð­herra, ber því hrað­prófa­fyrir­komu­lagi vel söguna sem ríkis­stjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Ís­landi til að leyfa stærri sam­komur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislu­gestir voru skimaðir fyrir Co­vid-19 með hrað­prófum áður en þeir fengu að fara inn í veislu­salinn.

Gætu boðað til verk­falls á mánudag

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Á um 15 þúsund servíettur í Vestmannaeyjum

Eygló Ingólfsdóttir í Vestmannaeyjum eru mögnuð kona, sem hefur gaman af allskonar söfnunum en hún á til dæmis fimmtán þúsund servíettur og engin þeirra er eins. Þá hefur Eygló gaman af allskonar handverki.

Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla

Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur­borgar hefur full­vissað móður tólf ára drengs með þroska­hömlun, sem hafði verið synjað um skóla­vist, að hann fái pláss í Brúar­skóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnu­degi nema vegna þess að fjallað var um það í fjöl­miðlum.

Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar

Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Börn hafa leitað til umboðsmanns barna vegna skipulagðra bólusetninga sem hefjast í Laugardalshöll á morgun. Umboðsmaður segir brýnt að þau geti tekið upplýsta ákvörðun um bólusetningar.

Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann

Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun.  Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara.

Fær loksins að heita Kona

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku.

Um 50 Íslendingar eru að læra dýralækningar

Um 50 íslenskir nemendur eru nú erlendis að læra dýralækningar, enda segir formaður Dýralækningafélags Íslands að starfið sé mjög skemmtilegt og gefandi þó álagið geti verið mikið.

Fjölgar um tvo á Landspítalanum

Nú liggja 24 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo frá því í gær. Þar af liggja sjö á gjörgæsludeild og eru þrír þeirra óbólusettir. Fimm eru í öndunarvél. Sjö af sautján sjúklingum á bráðalegudeildum eru óbólusettir. Fjöldi á gjörgæslu og í öndunarvél stendur í stað milli daga. 

Ekki stefnan að selja moltu úr Gaju

Stjórnarformaður Sorpu hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Kostnaður við gerð hennar hafi farið fram úr áætlunum en hún borgi sig margfalt umhverfislega séð.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Reiknað er með að yfir tíu þúsund börn verði bólusett í Laugardalshöll á morgun og hinn. Við ræðum við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um það sem foreldrar og börn mega búast við næstu daga. 

54 greindust smitaðir af veirunni innan­lands

Að minnsta kosti 54 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í gær, þegar 71 greindist smitaður. 33 af þeim sem greindust eru fullbólusettir og 21 óbólusettur.

Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar.

Sprengisandur: Stjórnarskráin, Sorpa og Afganistan

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann um grein Kristrúnar Heimisdóttur um stjórnarskrármálið sem nýverið birtist í tímariti lögfræðinga.

Karlarnir á kafi í byltingarkenndu verkefni

Það er ekki mikið um nýbyggingar í Flatey, einu eyjunni í Breiðafirði þar sem enn er búseta árið um kring. Á þessari stundu er þó verið að byggja og það er mannvirki sem getur haft mikið að segja um afdrif annarra mannvirkja á svæðinu.

21,6 milljónum króna ríkari

Einn heppinn miðahafi vann 21.552.900 krónur í gær þegar hann hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu en vinningstölur kvöldsins voru 15 21 23 33 40.

Hand­leggs­brotinn eftir að hafa verið laminn með kylfum

Ráðist var á einstakling í miðborg Reykjavíkur og hann laminn með kylfum. Að sögn lögreglu er árásarþoli handleggsbrotinn og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og er þeirra leitað.

Mælt með að annað for­eldrið fari með barni í sótt­kví

Full­bólu­settir for­eldrar barna sem lenda í sótt­kví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sótt­kví með þeim. Þeir mættu þó ekki um­gangast barnið eða vera í ná­vígi við það á meðan það tekur út sótt­kví sína.

Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum

Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn.

Hraun rennur aftur í Nátt­haga en langt í Suður­­stranda­rveg

Hraun er nú farið að renna niður í Nátt­haga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáan­legt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suður­strandar­veg fljót­lega eftir að Nátt­haginn fyllist af hrauni en að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Færri nemendur munu þurfa í sóttkví en áður með nýjum reglum. Almannarnir harma mistök sem leiddu til þess að foreldrar voru ranglega skikkaðir í sóttkví.

Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi

Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir.

Aðal­fundur Pírata

Aðalfundur Pírata í aðdraganda kosninga fer fram um helgina. Fundurinn hefst klukkan 13 í dag og lýkur klukkan 16:40 á morgun, sunnudag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þingmaður veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Ráðuneytið heldur þétt að sér spilunum um nýja reglugerð. Mikil óvissa hefur ríkt meðal almennings um nýjar reglur um sóttkví.

71 greindist smitaður af veirunni í gær

Að minnsta kosti 71 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 37 af þeim sem greindust eru fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 31 óbólusettir. 36 þeirra voru í sóttkví og 35 utan sóttkvíar. 

Sjá næstu 50 fréttir