Fleiri fréttir

Jón Baldvin heiðursgestur á sjálfstæðishátíð í Lettlandi

Þrjátíu ára afmæli endurfengins sjálfstæðis var fagnað í gær og fyrradag í Lettlandi. Í tilkynningu frá Kolfinnu Baldvinsdóttur, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að hann hafi verið heiðursgestur hátíðarinnar.

Fullt tilefni til að hafa áhyggjur

Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni.

„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“

Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin.

„Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti

„Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því hvernig blaðamannafundur KSÍ fór þar sem nýjasti landsliðshópurinn var kynntur. Fréttamaður okkar Snorri Másson sat fundinn en andrúmsloftið varð spennuþrungið þegar forysta KSÍ var spurð út í erfið mál sem vofa yfir liðinu.

Hita­met í Gríms­ey

Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður.

Þungavigtarfólk sækir um embætti skrifstofustjóra

Forsætisráðuneytið hefur 22 umsóknir til skoðunar um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út þann 20. ágúst en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Gæsavatnaleið lokað og Sprengisandsleið ófær

Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls hefur verið lokað vegna mikilla vatnavaxta. Þá segir einnig í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að Sprengisandsleið sé sögð ófær vegna vatnavaxta í Hagakvísl, skammt norðan Nýjadals.

Ekki í vafa um að ná allt að tíu prósentum

Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum eftir mánuð. Formaður flokksins segir flokkinn helst sækja fylgi til Miðflokksins og Flokks fólksins, og er sannfærður um að minnsta kosti 7-10% fylgi.

150 kílóa dróna flogið yfir Egils­staða­flug­völl

Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni.

Hyggst leiða saman annars konar ríkisstjórn en nú situr

Meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í nýútkominni kosningastefnu sinni er hækkun barnabóta upp í 54 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalfjölskyldu og ný stjórnarskrá. Þá ætlar flokkurinn sér að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr.

Ríkisstjórnin fundar um næstu aðgerðir á morgun

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á morgun en núverandi sóttvarnaaðgerðir renna út á föstudag. Bæði sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra hafa sagt að tilefni sé til að létta á aðgerðum.

Maríanna fyllir í skarðið eftir alvarlegt slys

Maríanna Garðarsdóttir hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra þjónustusviðs á Landspítala af Jóni Hilmari Friðrikssyni, sem er kominn í leyfi vegna alvarlegs slyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Kosningar 2021: Broddur færist í bar­áttuna

Þótt heldur dauft hafi verið um litast í kosningabaráttunni hingað til má samt sjá svolítinn brodd færast í átökin núna þegar aðeins um mánuður er í kjördag. Því er kannski ekki fráleitt að spyrja, um hvað verði eiginlega kosið. Um hvað snúast þessar kosningar?

Rúðubrot, eldur og ónáðaseggir

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Lögregla var meðal annars kölluð til í tvígang vegna manns sem var með ónæði á veitingastöðum í miðborginni. Hefur viðkomandi ítrekað komið við sögu lögreglu.

Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða

Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða.

Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga

Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað.

„Það síðasta sem við þurfum núna“

„Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag.

Missti stjórn á sér og stuggaði við mót­mælandanum

Faðir barns sem fékk bólu­setningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mót­mælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efna­vopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum.

Banaslys á Eyrarbakka

Karlmaður á sextugsaldri lést í banaslysi á byggingarsvæði á Eyrarbakka um klukkan þrjú síðdegis í dag.

Á­kvörðun stjórn­valda von­brigði fyrir af­ganska Ís­lendinga

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði.

Sjá næstu 50 fréttir