Fleiri fréttir

43 greindust með kórónu­veiruna í gær

43 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 27 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 63 prósent nýgreindra. Sextán voru utan sóttkvíar, eða um 37 prósent.

Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins

Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verður settur í Norræna húsinu klukkan 11. Stærstur hluti fundarins fer fram í Norræna húsinu og Grósku og verður í beinu streymi hér á Vísi.

Fór inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi

Um klukkan 2 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hafði farið inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi og stolið yfirhöfn og síma. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eigenda.

KSÍ-málið bætist við þétta dagskrá á Fundi fólksins

Fundur fólksins hefst í dag og segir verkefnastjóri fundarins fólk ekki eiga að missa af neinum viðburði. Síðasti viðburður á þétta dagskrá er umræður Kvenréttindafélags Íslands um menninguna í íþróttahreyfingunni sem ber yfirskriftina Rauða spjaldið: Kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni.

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum.

Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla

Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. 

Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni

Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar.

Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun

Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins - þar sem hann hafnar því að hafa beitt þær ofbeldi.

Vara við því að kveikja eld vegna þurrka

Almannavarnanefnd Austurlands hefur varað við því að opnir eldar verði kveiktir. Þá eru íbúar hvattir til að fara varlega í notkun gas- og kolagrilla auk verkfæra sem geta gefið frá sér neista.

Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman

KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi lands­leikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýska­landi þó reglu­gerð sem heimili að 500 manns komi saman á við­burðum taki gildi á morgun.

Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili

Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir.

Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum

Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns.

Mál Kristjáns Gunnars fellt niður endanlega

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum.

Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig

Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum.

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum. Fjallað er um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

„Ekki vírusinn sem er vanda­málið heldur stefnu­leysi yfir­valda“

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar.

Hlaupið gæti hafa náð há­marki sínu

Ekki er ólíklegt að hlaupið í Skaftá hafi náð hámarki sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni en þar segir að rennslið hafi verið nokkuð stöðugt síðustu klukkustundir og mælist nú um 520 rúmmetrar á sekúndu.

54 greindust smitaðir í gær

54 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands á síðasta sólarhring. Af þeim voru 29 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 25 voru utan sóttkvíar.

Iceland Airwaves frestað til ársins 2022

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. 

Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast

Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið.

Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta

Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.

Eldur kviknaði í Hátúni

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði í Hátúni í Reykjavík í kvöld. Gekk greiðlega að ná niðurlögum eldsins sem var bundinn við eitt herbergi. 

Bíll valt á Reykjanesbraut

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt.

„Ég styð þolend­ur, alltaf allsstaðar“

Klara Bjartmarz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, segir að síðustu dagar hafi verið henni erfiðir. Enginn eigi að efast að hún standi ávallt við bakið á þolendum ofbeldis.

Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum

Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.

Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði

Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði þar sem leki hefur komið upp í heitavatnslögnum við Hlíðarberg, Vesturgötu og Öldugötu. Slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi en ekki sést lengur vatn á yfirborði.

Sjá næstu 50 fréttir