Fleiri fréttir Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26.2.2022 08:48 Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum. 26.2.2022 07:17 Magnaðar myndir af óveðrinu síðastliðna viku Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis fangaði magnaðar myndir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Vitlaust veður hefur víða verið hér á landi síðustu daga, nú eða eiginlega síðan í byrjun árs. 26.2.2022 07:01 Gunnar Smári nýr formaður Heimdallar Listi Gunnars Smára Þorsteinssonar, meistaranema í lögfræði, bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í kvöld. 25.2.2022 23:35 Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25.2.2022 22:07 Himinlifandi með afléttingar en hafa áhyggjur af nýrri ógn Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og formaður nemendafélags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn. 25.2.2022 22:01 Opið án takmarkana í fyrsta sinn frá opnun Rekstrarstjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjálæðinga fyrir að hafa opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. Í kvöld verður galopið og nú í fyrsta skipti án samkomutakmarkana. 25.2.2022 21:25 Fangaði undarlegt aksturslag „sjálfskipaðrar löggu“ á myndband Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason varð vitni að heldur undarlegu aksturslagi bílstjóra sendiferðabifreiðar á Reykjanesbraut í dag. Hann greinir frá málinu á Facebook og birtir með myndband sem hann tók á myndavél í bílnum sínum. 25.2.2022 21:03 Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. 25.2.2022 21:01 „Hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun“ Dómsmálaráðherra segir að hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn sem fyrir eru teppi aðstöðuna fyrir þeim flóttamönnum sem kunna að koma frá Úkraínu. 25.2.2022 20:38 Halda ró sinni en tilbúin með vegabréfið ef allt fer á versta veg Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg. 25.2.2022 20:00 Upptaka úr myndavél: Stórhætta myndaðist þegar þak rifnaði af Afleiðingar af aftakaveðri á suðvesturhorninu í dag voru margvíslegar; þar á meðal fauk þak af iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Ljóst er að tjónið er verulegt. 25.2.2022 19:56 Ásgeir leiðir lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Endanlegur listi var samþykktur af fulltrúaráði flokksins í dag. 25.2.2022 19:45 Mikilvægt að undirbúa móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir mikilvægt að undirbúa mögulega móttöku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flóttamannanefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna ástandsins. 25.2.2022 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir stöðuna í Ukraínu í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. Pútín Rússlandsforseti skorar nú á úkraínska herinn að steypa stjórnvöldum í landinu. Forseti Úkraínu beri ábyrgð á þjóðarmorði á Rússum í Donbas. Eignir Pútíns hafa verið frystar í Evrópu. 25.2.2022 17:59 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25.2.2022 17:24 Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. 25.2.2022 17:08 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25.2.2022 17:01 Sex ára dómur fyrir tilraun til manndráps Landsréttur dæmdi í dag karlmann í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar í fyrra. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína. 25.2.2022 16:32 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25.2.2022 15:39 Tveggja og hálfs árs dómur fyrir nauðgun staðfestur Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm fangelsisdóm yfir Augustin Dufatanye fyrir að hafa nauðgað konu. 25.2.2022 15:20 Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar. 25.2.2022 15:04 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25.2.2022 14:50 Brjánn nýr samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Brjánn Jónasson hefur nú hafið störf sem samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var ráðinn úr hópi níu umsækjenda. 25.2.2022 14:37 Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25.2.2022 14:33 Elísabet vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi Elísabet Sveinsdóttir markaðsstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 14. maí næstkomandi. 25.2.2022 14:02 Fannst skrýtið að sjá lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austfjörðum, segir að honum hafi fundist skrýtið að fylgjast með lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu á Egilsstöðum í ágúst. Rúnar er meðal vitna í máli héraðssaksóknara gegn Árnmari Jóhanni Guðmundssyni sem sætir ákæru fyrir tvær tilraunir til manndráps. 25.2.2022 13:34 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25.2.2022 13:24 Rúmlega fimmtíu útköll björgunarsveita Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út í rúmlega fimmtíu útköll vegna óveðursins. Talsvert er um fasta bíla á Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og í Borgarnesi. 25.2.2022 13:20 Rut ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25.2.2022 12:01 4.333 greindust innanlands í gær 4.333 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 126 á landamærum. Af þeim 4.333 sem greindust innanlands í gær greindust 3.100 í PCR-prófi og 1.233 í hraðprófi. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 25.2.2022 11:52 Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25.2.2022 11:44 Rýma heimili á Tálknafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Fólk í nokkrum húsum í Tálknafirði og á Patreksfirði var fyrir hádegi beðið um að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en hættustig er í gildi. 25.2.2022 11:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum beinum við sjónum okkar að ástandinu í Úkraínu en hernaður Rússa í landinu hélt áfram í nótt og í morgun. 25.2.2022 11:36 MR fær 1.500 fermetra fyrir ofan verslun 10-11 í Austurstræti Samið hefur verið um að Menntaskólinn í Reykjavík fái úthlutað rúmlega 1.500 fermetra húsnæði til afnota fyrir skólann í Austurstræti 17. 25.2.2022 11:22 Alvarlegar athugasemdir gerðar við þyrluskutl Gæslunnar með Áslaugu Örnu „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ 25.2.2022 11:14 Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25.2.2022 10:59 Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25.2.2022 10:38 Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25.2.2022 10:29 Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25.2.2022 10:24 Hilda Jana leiðir lista Samfylkingarinnar á Akureyri Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar var samhljóða samþykktur á á félagafundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkvöld. 25.2.2022 09:13 Veðurvaktin: Enn ein lægðin gengur yfir landið Djúp lægð gengur yfir landið í dag og hefur Veðurstofan af því tilefni gefið út gular og appelsíngular viðvaranir um allt land. 25.2.2022 09:01 Jós fúkyrðum yfir rússneska sendiherrann Mikill fjöldi fólks stóð við sendiráð Rússa við Túngötu síðdegis í gær og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu. 25.2.2022 07:59 Heldur til í sprengjuskýli: Bardagar allt í kring um borgina Íbúar í Kænugarði, sem hafa ekki flúið borgina, eru nú margir í sprengjuskýlum vegna árása Rússa í morgun. Rússar hófu árásir af fullum krafti um klukkan fjögur í nótt en tvær íbúðabyggingar í Kænugarði urðu fyrir rússneskri þotu sem var skotin niður og eru nú rústir einar. 25.2.2022 07:54 Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum og reikna með frekari lokunum Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði, en stöðugt hefur bætt í vind á þeim slóðum. Von er á miklu óveðri á landinu í dag og má því fastlega reikna með að fleiri vegum verið lokað í dag. 25.2.2022 07:38 Sjá næstu 50 fréttir
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26.2.2022 08:48
Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum. 26.2.2022 07:17
Magnaðar myndir af óveðrinu síðastliðna viku Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis fangaði magnaðar myndir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Vitlaust veður hefur víða verið hér á landi síðustu daga, nú eða eiginlega síðan í byrjun árs. 26.2.2022 07:01
Gunnar Smári nýr formaður Heimdallar Listi Gunnars Smára Þorsteinssonar, meistaranema í lögfræði, bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í kvöld. 25.2.2022 23:35
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25.2.2022 22:07
Himinlifandi með afléttingar en hafa áhyggjur af nýrri ógn Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og formaður nemendafélags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn. 25.2.2022 22:01
Opið án takmarkana í fyrsta sinn frá opnun Rekstrarstjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjálæðinga fyrir að hafa opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. Í kvöld verður galopið og nú í fyrsta skipti án samkomutakmarkana. 25.2.2022 21:25
Fangaði undarlegt aksturslag „sjálfskipaðrar löggu“ á myndband Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason varð vitni að heldur undarlegu aksturslagi bílstjóra sendiferðabifreiðar á Reykjanesbraut í dag. Hann greinir frá málinu á Facebook og birtir með myndband sem hann tók á myndavél í bílnum sínum. 25.2.2022 21:03
Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. 25.2.2022 21:01
„Hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun“ Dómsmálaráðherra segir að hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn sem fyrir eru teppi aðstöðuna fyrir þeim flóttamönnum sem kunna að koma frá Úkraínu. 25.2.2022 20:38
Halda ró sinni en tilbúin með vegabréfið ef allt fer á versta veg Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg. 25.2.2022 20:00
Upptaka úr myndavél: Stórhætta myndaðist þegar þak rifnaði af Afleiðingar af aftakaveðri á suðvesturhorninu í dag voru margvíslegar; þar á meðal fauk þak af iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Ljóst er að tjónið er verulegt. 25.2.2022 19:56
Ásgeir leiðir lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Endanlegur listi var samþykktur af fulltrúaráði flokksins í dag. 25.2.2022 19:45
Mikilvægt að undirbúa móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir mikilvægt að undirbúa mögulega móttöku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flóttamannanefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna ástandsins. 25.2.2022 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir stöðuna í Ukraínu í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. Pútín Rússlandsforseti skorar nú á úkraínska herinn að steypa stjórnvöldum í landinu. Forseti Úkraínu beri ábyrgð á þjóðarmorði á Rússum í Donbas. Eignir Pútíns hafa verið frystar í Evrópu. 25.2.2022 17:59
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25.2.2022 17:24
Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. 25.2.2022 17:08
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25.2.2022 17:01
Sex ára dómur fyrir tilraun til manndráps Landsréttur dæmdi í dag karlmann í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar í fyrra. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína. 25.2.2022 16:32
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25.2.2022 15:39
Tveggja og hálfs árs dómur fyrir nauðgun staðfestur Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm fangelsisdóm yfir Augustin Dufatanye fyrir að hafa nauðgað konu. 25.2.2022 15:20
Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar. 25.2.2022 15:04
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25.2.2022 14:50
Brjánn nýr samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Brjánn Jónasson hefur nú hafið störf sem samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var ráðinn úr hópi níu umsækjenda. 25.2.2022 14:37
Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25.2.2022 14:33
Elísabet vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi Elísabet Sveinsdóttir markaðsstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 14. maí næstkomandi. 25.2.2022 14:02
Fannst skrýtið að sjá lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austfjörðum, segir að honum hafi fundist skrýtið að fylgjast með lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu á Egilsstöðum í ágúst. Rúnar er meðal vitna í máli héraðssaksóknara gegn Árnmari Jóhanni Guðmundssyni sem sætir ákæru fyrir tvær tilraunir til manndráps. 25.2.2022 13:34
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25.2.2022 13:24
Rúmlega fimmtíu útköll björgunarsveita Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út í rúmlega fimmtíu útköll vegna óveðursins. Talsvert er um fasta bíla á Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og í Borgarnesi. 25.2.2022 13:20
Rut ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25.2.2022 12:01
4.333 greindust innanlands í gær 4.333 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 126 á landamærum. Af þeim 4.333 sem greindust innanlands í gær greindust 3.100 í PCR-prófi og 1.233 í hraðprófi. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 25.2.2022 11:52
Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25.2.2022 11:44
Rýma heimili á Tálknafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Fólk í nokkrum húsum í Tálknafirði og á Patreksfirði var fyrir hádegi beðið um að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en hættustig er í gildi. 25.2.2022 11:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum beinum við sjónum okkar að ástandinu í Úkraínu en hernaður Rússa í landinu hélt áfram í nótt og í morgun. 25.2.2022 11:36
MR fær 1.500 fermetra fyrir ofan verslun 10-11 í Austurstræti Samið hefur verið um að Menntaskólinn í Reykjavík fái úthlutað rúmlega 1.500 fermetra húsnæði til afnota fyrir skólann í Austurstræti 17. 25.2.2022 11:22
Alvarlegar athugasemdir gerðar við þyrluskutl Gæslunnar með Áslaugu Örnu „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ 25.2.2022 11:14
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25.2.2022 10:59
Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25.2.2022 10:38
Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25.2.2022 10:29
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25.2.2022 10:24
Hilda Jana leiðir lista Samfylkingarinnar á Akureyri Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar var samhljóða samþykktur á á félagafundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkvöld. 25.2.2022 09:13
Veðurvaktin: Enn ein lægðin gengur yfir landið Djúp lægð gengur yfir landið í dag og hefur Veðurstofan af því tilefni gefið út gular og appelsíngular viðvaranir um allt land. 25.2.2022 09:01
Jós fúkyrðum yfir rússneska sendiherrann Mikill fjöldi fólks stóð við sendiráð Rússa við Túngötu síðdegis í gær og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu. 25.2.2022 07:59
Heldur til í sprengjuskýli: Bardagar allt í kring um borgina Íbúar í Kænugarði, sem hafa ekki flúið borgina, eru nú margir í sprengjuskýlum vegna árása Rússa í morgun. Rússar hófu árásir af fullum krafti um klukkan fjögur í nótt en tvær íbúðabyggingar í Kænugarði urðu fyrir rússneskri þotu sem var skotin niður og eru nú rústir einar. 25.2.2022 07:54
Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum og reikna með frekari lokunum Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði, en stöðugt hefur bætt í vind á þeim slóðum. Von er á miklu óveðri á landinu í dag og má því fastlega reikna með að fleiri vegum verið lokað í dag. 25.2.2022 07:38