Fleiri fréttir Búa þurfi samfélög undir óumflýjanlegar breytingar Nauðsynlegt er að grípa til aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga á samfélög. Þetta segir doktor í veður- og haffræðum. Allar líkur eru á því að meira verði um aftakaveður hér á landi. 28.2.2022 21:01 Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28.2.2022 20:53 Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. 28.2.2022 20:09 Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28.2.2022 20:01 Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. 28.2.2022 19:29 „Neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun komi ekki í veg fyrir móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að meint „neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að kynni að teppa aðstöðu fyrir flóttamenn sem hingað kunna að koma frá Úkraínu, muni ekki koma í veg fyrir móttöku flóttafólks. 28.2.2022 18:57 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Friðarviðræður Úkraínu og Rússlands sem hófust í morgun skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu. Sendinefndir landanna undirbúa nú annan fund á næstu dögum. Stjórnvöld í Úkraínu fullyrða að tugir hafi fallið í eldflaugaárás Rússa á næststærstu borg landsins í dag. 28.2.2022 18:01 Eltihrellir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi 27 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán, líkamsárás, eignaspjöll, ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. 28.2.2022 17:07 Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28.2.2022 16:26 Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28.2.2022 15:28 Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum. 28.2.2022 15:07 1.099 greindust smitaðir í gær Alls greindust tæplega ellefu hundruð manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær að því er kemur fram á covid.is en 1.023 greindust við hraðpróf og 76 við PCR-próf. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsta Covid smitið greindist hér á landi. 28.2.2022 14:38 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28.2.2022 14:23 Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. 28.2.2022 13:25 Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. 28.2.2022 13:22 Allar líkur á að meira verði um aftakaveður Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða. 28.2.2022 12:25 Vel yfir 14 milljónir safnast í neyðarsöfnun fyrir Úkraínubúa Vel yfir 14 milljónir hafa safnast á fáeinum dögum í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu. Ákall er eftir sendifulltrúum til starfa á átakasvæðinu og þar í kring. 28.2.2022 12:21 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Úkraínu en friðarviðræður hófust í Hvíta-Rússlandi í morgun. 28.2.2022 11:37 Bólusetningar færast til heilsugæslustöðva Bólusetningar vegna COVID-19 hafa nú verið færðar til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og því ekki lengur bólusett í Laugardalshöll. 28.2.2022 10:41 Danmerkurskuld fyrrverandi þingmanns tífaldaðist í Landsrétti Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark 623 þúsund danskar krónur vegna láns sem hún tók hjá danska bankanum Fionia Banka og fór í vanskil. Landsréttur kvað upp dóm sinn þess efnis á föstudag. 28.2.2022 08:57 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28.2.2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28.2.2022 07:50 Handteknir eftir tölvustuld á hóteli Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo karlmenn vegna gruns um að hafa stolið tölvum af hóteli í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 17 í gær. 28.2.2022 07:02 Strætó út af á Kjalarnesi Bíll á vegum Strætó hafnaði utan vegar á Kjalarnesi í kvöld. 27.2.2022 23:33 „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27.2.2022 23:01 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27.2.2022 20:00 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu daginn fyrir friðarviðræður Úkraínumanna og Hvít-Rússa. Evrópusambandið mun í fyrsta sinn fjármagna vopnaflutning. Úkraína verður í brennidepli í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 27.2.2022 18:00 Íbúafjöldi Borgarbyggðar tvöfaldaður með nýju hverfi í Borgarnesi Íbúafjöldi Borgarbyggðar gæti tvöfaldast með nýrri byggð í Borgarnesi en þar á að rísa allt að þrjú þúsund manna íbúðahverfi. Efnt verður til hugmyndasamkeppni um skipulag nýju byggðarinnar. 27.2.2022 15:00 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27.2.2022 13:00 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttatíma okkar á Bylgjunni klukkan tólf segjum við frá því að stjórnvöld hér á landi hafa lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá hefur verið lokað fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata hér á landi. 27.2.2022 11:34 1.587 greindust innanlands í gær Alls greindust 1.587 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær. Þá greindust 155 með landamærasmit. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 27.2.2022 10:48 Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27.2.2022 10:19 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27.2.2022 10:17 Margrét Sanders leiðir Sjálfstæðisflokkinn áfram í Reykjanesbæ Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, var efst í prófkjöri flokksins í Reykjanesbæ sem lauk í gær með 81,3% gildra atkvæða. 27.2.2022 09:31 Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27.2.2022 09:30 Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27.2.2022 08:37 Þór Sigurgeirsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson bar sigur úr býtum í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Í öðru sæti var Ragnhildur Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson í því þriðja, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. 26.2.2022 21:08 Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin. 26.2.2022 21:01 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26.2.2022 18:40 „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26.2.2022 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttatíma okkar förum við yfir stöðuna í Úkraínu og heyrum í sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi og Finnlandi. 26.2.2022 18:08 Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. 26.2.2022 18:02 Sigurbjörg og Dóra leiða Pírata í Kópavogi og Reykjavík Nú liggur fyrir uppröðun á efstu sætum lista Pírata í Reykjavík og Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Dóra Björt Guðjónsdóttir leiðir listann í Reykjavík en Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leiðir í Kópavogi. 26.2.2022 16:55 „Erfitt að sjá fólk sem í ofsareiði og af óskiljanlegum ástæðum vill tortíma okkur“ Sendiherra Úkraínu í Finnlandi og Íslandi kallar eftir því að íslensk stjórnvöld slíti stjórnmálasambandi við Rússland og vísi rússneska sendiherranum úr landi. Hann voni að rússneskur almenningur geri uppreisn annars verði skömmin og blóð Úkraínumanna á þeirra höndum næstu aldirnar. 26.2.2022 16:01 Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26.2.2022 14:18 Sjá næstu 50 fréttir
Búa þurfi samfélög undir óumflýjanlegar breytingar Nauðsynlegt er að grípa til aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga á samfélög. Þetta segir doktor í veður- og haffræðum. Allar líkur eru á því að meira verði um aftakaveður hér á landi. 28.2.2022 21:01
Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28.2.2022 20:53
Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. 28.2.2022 20:09
Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28.2.2022 20:01
Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. 28.2.2022 19:29
„Neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun komi ekki í veg fyrir móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að meint „neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að kynni að teppa aðstöðu fyrir flóttamenn sem hingað kunna að koma frá Úkraínu, muni ekki koma í veg fyrir móttöku flóttafólks. 28.2.2022 18:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Friðarviðræður Úkraínu og Rússlands sem hófust í morgun skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu. Sendinefndir landanna undirbúa nú annan fund á næstu dögum. Stjórnvöld í Úkraínu fullyrða að tugir hafi fallið í eldflaugaárás Rússa á næststærstu borg landsins í dag. 28.2.2022 18:01
Eltihrellir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi 27 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán, líkamsárás, eignaspjöll, ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. 28.2.2022 17:07
Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. 28.2.2022 16:26
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28.2.2022 15:28
Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum. 28.2.2022 15:07
1.099 greindust smitaðir í gær Alls greindust tæplega ellefu hundruð manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær að því er kemur fram á covid.is en 1.023 greindust við hraðpróf og 76 við PCR-próf. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsta Covid smitið greindist hér á landi. 28.2.2022 14:38
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28.2.2022 14:23
Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. 28.2.2022 13:25
Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. 28.2.2022 13:22
Allar líkur á að meira verði um aftakaveður Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða. 28.2.2022 12:25
Vel yfir 14 milljónir safnast í neyðarsöfnun fyrir Úkraínubúa Vel yfir 14 milljónir hafa safnast á fáeinum dögum í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu. Ákall er eftir sendifulltrúum til starfa á átakasvæðinu og þar í kring. 28.2.2022 12:21
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Úkraínu en friðarviðræður hófust í Hvíta-Rússlandi í morgun. 28.2.2022 11:37
Bólusetningar færast til heilsugæslustöðva Bólusetningar vegna COVID-19 hafa nú verið færðar til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og því ekki lengur bólusett í Laugardalshöll. 28.2.2022 10:41
Danmerkurskuld fyrrverandi þingmanns tífaldaðist í Landsrétti Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark 623 þúsund danskar krónur vegna láns sem hún tók hjá danska bankanum Fionia Banka og fór í vanskil. Landsréttur kvað upp dóm sinn þess efnis á föstudag. 28.2.2022 08:57
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28.2.2022 08:22
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28.2.2022 07:50
Handteknir eftir tölvustuld á hóteli Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo karlmenn vegna gruns um að hafa stolið tölvum af hóteli í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 17 í gær. 28.2.2022 07:02
Strætó út af á Kjalarnesi Bíll á vegum Strætó hafnaði utan vegar á Kjalarnesi í kvöld. 27.2.2022 23:33
„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27.2.2022 23:01
„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27.2.2022 20:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu daginn fyrir friðarviðræður Úkraínumanna og Hvít-Rússa. Evrópusambandið mun í fyrsta sinn fjármagna vopnaflutning. Úkraína verður í brennidepli í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 27.2.2022 18:00
Íbúafjöldi Borgarbyggðar tvöfaldaður með nýju hverfi í Borgarnesi Íbúafjöldi Borgarbyggðar gæti tvöfaldast með nýrri byggð í Borgarnesi en þar á að rísa allt að þrjú þúsund manna íbúðahverfi. Efnt verður til hugmyndasamkeppni um skipulag nýju byggðarinnar. 27.2.2022 15:00
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27.2.2022 13:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttatíma okkar á Bylgjunni klukkan tólf segjum við frá því að stjórnvöld hér á landi hafa lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá hefur verið lokað fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata hér á landi. 27.2.2022 11:34
1.587 greindust innanlands í gær Alls greindust 1.587 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær. Þá greindust 155 með landamærasmit. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 27.2.2022 10:48
Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27.2.2022 10:19
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27.2.2022 10:17
Margrét Sanders leiðir Sjálfstæðisflokkinn áfram í Reykjanesbæ Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, var efst í prófkjöri flokksins í Reykjanesbæ sem lauk í gær með 81,3% gildra atkvæða. 27.2.2022 09:31
Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27.2.2022 09:30
Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27.2.2022 08:37
Þór Sigurgeirsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson bar sigur úr býtum í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Í öðru sæti var Ragnhildur Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson í því þriðja, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. 26.2.2022 21:08
Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin. 26.2.2022 21:01
„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26.2.2022 18:40
„Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26.2.2022 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttatíma okkar förum við yfir stöðuna í Úkraínu og heyrum í sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi og Finnlandi. 26.2.2022 18:08
Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. 26.2.2022 18:02
Sigurbjörg og Dóra leiða Pírata í Kópavogi og Reykjavík Nú liggur fyrir uppröðun á efstu sætum lista Pírata í Reykjavík og Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Dóra Björt Guðjónsdóttir leiðir listann í Reykjavík en Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leiðir í Kópavogi. 26.2.2022 16:55
„Erfitt að sjá fólk sem í ofsareiði og af óskiljanlegum ástæðum vill tortíma okkur“ Sendiherra Úkraínu í Finnlandi og Íslandi kallar eftir því að íslensk stjórnvöld slíti stjórnmálasambandi við Rússland og vísi rússneska sendiherranum úr landi. Hann voni að rússneskur almenningur geri uppreisn annars verði skömmin og blóð Úkraínumanna á þeirra höndum næstu aldirnar. 26.2.2022 16:01
Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26.2.2022 14:18