Fleiri fréttir

Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd

Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar.

Lög­reglan óskar eftir að ná tali af karl­manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum og er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík í síma 444 1000.

Heilsugæslan hættir að bjóða upp á hraðpróf

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en frá og með föstudeginum 1. apríl verður einungis boðið upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut. Með breytingunni verður aðeins hægt að fara í hraðpróf hjá einkaaðilum gegn gjaldi. 

Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi

Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár.

Von­svikin með að ríkið vilji ekki byggja bíla­kjallara

Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna í Úkraínu en Íslendingur í Kænugarði vaknaði við það í morgun að loftvarnir borgarinnar voru á fullu við að skjóta niður rússneskar sprengjur.

Þriðja og síðasta þrepið verði að „um­bylta for­ystu­sveit“ ASÍ

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir að eftir að tvö þrep í þátt átt að gera breytingar á verkalýðshreyfingunni hafi gengið eftir, þá muni það þriðja og síðasta felast í að „umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands“ – forystuteymið og miðstjórn – á þingi sambandsins næsta haust.

Jón Ingi leiðir lista Við­reisnar í Hafnar­firði

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi mun leiða lista Viðreisnar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí. Framboðslisti flokksins var samþykkur á félagsfundi í gærkvöldi.

Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu

Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær.

Listi VG á Akur­eyri sam­þykktur

Framboðslisti Vinstri grænna á Akureyri, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, var samþykktur á félagsfundi í bænum í dag. Varabæjarfulltrúinn Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir leiðir listann, en áður hafði farið fram bindandi forval um efstu sex sæti listans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu sakar leiðtoga vestrænna ríkja um kjarkleysi, á sama tíma og þúsundir hermanna þar í landi verjist árásum Rússa. Hann kallar enn og aftur eftir öflugri vopnum og biðlar til þjóðanna að láta verkin tala. Hátt í tólf hundruð almennir borgarar hafa fallið í stríðinu í Úkraínu.

Ein leið að þreyta úkraínska herinn til upp­­­gjafar: „Enginn veit hvað Pútín er til­­búinn að ganga langt“

„Vandinn er bara að enginn veit hvað Pútín er tilbúinn að ganga langt og að því leytinu til hefur fólk auðvitað áhyggjur. Það er ekkert að sjá, og það er það sem manni finnst svo sársaukafullt. Það er ekki að sjá neitt ljós við enda ganganna,“ segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra um ástandið í Úkraínu

Tvö ný sveitar­fé­lög urðu til í gær

Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga.

Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum

Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu.

Elliðaár flæða yfir bakka sína

Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi.

Flug­­vél lent í Kefla­­vík vegna reyks um borð

Flugvél frá flugfélaginu Lufthansa, á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna, óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli um klukkan 12.30 í dag vegna reyks um borð. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að viðbúnaður sé töluverður.

Þver­taka fyrir að hafa reynt að stöðva fram­boð Jóhannesar

Miðflokkurinn ákvað að aflýsa félagaprófkjöri á lista frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík í gær. Jóhannes Loftsson, sem hugðist bjóða sig fram fyrir flokkinn, fullyrðir að lög hafi verið brotin með niðurfellingu félagaprófkjörsins. Stjórn flokksins vísar því alfarið á bug.

Ók á gangandi vegfaranda og stakk af

Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. 

Eyþór nýr oddviti í Vestmannaeyjum

Eyþór Harðarson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum eftir prófkjör flokksins þar í dag. Hann hlaut 597 atkvæði í 1. sætið, eða 67,2 prósent atkvæða.

Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla

Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi.

Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg

Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bandaríkjaforseti segir það lykilatriði að halda stöðugleika í Evrópu en að hann verði ekki til staðar nema öll aðildarríki NATO standi við skuldbindingar sínar um að verja hvert annað gegn hvers kyns árásum. Ekkert lát er á árásum Rússa.

Sýknaður eftir að mynd­band lög­reglu fannst ekki

Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag.

Höfum við efni á barna­fá­tækt?

Íslensk erfðagreining stendur fyrir málþingi um barnafátækt klukkan 13 til 15 í dag. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar stýrir pallborði og meðal þátttakenda eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Sjá næstu 50 fréttir