Fleiri fréttir

Vinstri græn hafi sannað sig sem sú stjórn­mála­hreyfing sem getur vísað veginn

Þingflokksformaður Vinstri grænna - græns framboðs sagði flokkinn hafa sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis.

Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar

Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart.

Staða bænda grafalvarleg

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu bænda í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu vera grafalvarlega. Hún ræddi mögulegar aðgerðir á eldhúsdegi Alþingis.

Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa

Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu.

Alþjóðasamstarf mikilvægt á tímum stríðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Hún segir að alþjóðasamstarf sé lykillinn að hagsæld og að litlar líkur séu á því að friður verði rofinn í kringum okkur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Pútin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Utanríkisráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Pútin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ísland reki lestina í Evrópu

Fulltrúar stærstu fyrirtækja í íslenskum landbúnaði komu saman í mars á þessu ári og stofnuðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). Samtökin segja að rétta þurfi þann mikla aðstöðuhalla sem íslenskur landbúnaður búi við í samanburði við önnur evrópsk ríki.

„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús.

Minna talað á Alþingi í kvöld en oft áður

Breytt fyrirkomulag verður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld með það að markmiði að stytta umræðurnar. Forseti Alþingis segir til greina koma að breyta einnig fyrirkomulagi á umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Ný „dönsk klukka“ loks komin upp í Skál­holts­kirkju­turn

Mikið umstang var í Skálholti í gær þegar ný kirkjuklukka var hífð upp í Skálholtskirkjuturn. Nýja klukkan, sem steypt var í Hollandi, kemur í stað „dönsku klukkunnar“ í turninum sem brotnaði eftir að hafa fallið í gólfið í upphafi Skálholtshátíðar í júlí 2002.

Ferða­maður úr­skurðaður í far­bann vegna gruns um nauðgun á Akur­eyri

Landsréttur staðfesti í gær farbann yfir manni sem grunaður er um nauðgun og kynferðislega áreitni á skemmtistað á Akureyri. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að málið sé til rannsóknar en dyraverðir óskuðu eftir aðstoð lögreglu aðfaranótt 29. maí síðastliðinn vegna gruns um framangreind brot.

Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara

Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni.

Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig

Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu.

Nafn mannsins sem lést í Barða­vogi

Maðurinn sem lést í árásinni í Barðavogi í Reykjavík á laugardaginn hét Gylfi Bergmann Heimisson. Hann var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til 24 ára.

Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti

Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því.

Bana­slysið í Skötu­firði: Sofnaði lík­legast undir stýri eftir nætur­flug

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður bíls, sem missti stjórn á bíl þannig að hann snerist, rann út af veginum og valt niður í sjó á Djúpvegi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í janúar 2021, hafi sofnað undir stýri eftir að hafa verið á ferðalagi í fimmtán klukkustundir. Tveir farþegar – 29 ára kona og eins árs drengur – létust í slysinu.

Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða

Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi heldur áfram en ýmsir þættir eru nú til skoðunar. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri og lætur eftir sig fjögur börn. Íbúar í hverfinu lýsa ógnvekjandi hegðun hins grunaða um árabil og segja marga hafa óttast hann. 

Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn

Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag.

Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við á fyrsta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins og greinum nýjan meirihlutasáttmála.

Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar

Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar.

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir árás fyrir framan skemmtistaðinn 203 Club í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Líklegt er að skrúfjárni hafi verið beitt.

Sjá næstu 50 fréttir