Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2022 20:05 Hressar íslenskar prjónakonur í Jónshúsi í Danmörku, sem taka þátt í veifuverkefninu í Tívolí. Aðsend Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu. Selfyssingurinn Guðný Traustadóttir er ein af konunum, sem er í forsvari fyrir veifuverkefnið í Tívolíinu en hún er með garnverslun á Amager með vinkonu sinni. Hópur íslenskra kvenna hefur hist í Jónshúsi undir forystu Höllu Benediktsdóttur síðustu mánuði og setið saman og prjónað íslensku veifurnar í fánalitunum. Stefnan er að prjóna einn kílómetra af veifum, sem verða út um allt í tívolíinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Við erum í hópi nokkrar íslenskar konur þar sem við erum að prjóna svona veifur með íslensku fánalitunum úr íslenskri ull og garðurinn verður skreyttur frá inngangi og niður á Orangeri þar sem við verðum með aðstöðu. Þetta verður lengsta veifulengja í Tívolí nokkru sinni. Þetta verður rosalega gaman og það verða allskonar íslenskir viðburðir,“ segir Guðný og bætir við. Mikil stemming og stuð er í krinigum þessa prjónamennsku, enda allir til í að leggja sitt af mörgum við prjónamennskuna.Aðsend „Þetta er alveg dásamlegt og gaman að vera þátttakandi í þessu. Tívolí er náttúrulega elsti skemmtistaður í Evrópu og hvergi fallegra að vera, þannig að þetta er mikill heiður, þeir ætla að hylla íslenska menningu og tónlist.“ Guðný Traustadóttir í Tryggvagarði á Selfossi að prjóna en hún er ein af þeim, sem stýrir verkefninu fyrir 17. júní hátíðarhöldin í Tívolí. Guðný segir frábært að verða vitni af samtakamætti íslenskra kvenna á öllum Norðurlöndunum í veifuverkefninu. Konurnar hafi allir verið til og komið saman víða til að prjóna og eiga góða stund saman. Stefnan er að prjóna tvö þúsund veifur. Prjónaðar veifur og veifur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þurfa þá Íslendingar að fjölmenna í Tívolí á þjóðhátíðardaginn? „Algjörlega, þetta verður svo gaman. Það er spáð góðu veðri, Danir geta spáð langt fram í tímann og það stenst, það verður sól og hlýtt.“ Og þú ert alsæl í Danmörku með prjónana þína? „Já, já, alsæl, ég er nú hérna í fjarbúð á Íslandi, þannig að við fljúgumst á, ég og kærastinn minn,“ segir Guðný og hlær. Mikil og góð stemming hefur verið í Jónshúsi við prjónaskapinn.Aðsend Prjónaskapur Danmörk Menning Íslendingar erlendis 17. júní Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Selfyssingurinn Guðný Traustadóttir er ein af konunum, sem er í forsvari fyrir veifuverkefnið í Tívolíinu en hún er með garnverslun á Amager með vinkonu sinni. Hópur íslenskra kvenna hefur hist í Jónshúsi undir forystu Höllu Benediktsdóttur síðustu mánuði og setið saman og prjónað íslensku veifurnar í fánalitunum. Stefnan er að prjóna einn kílómetra af veifum, sem verða út um allt í tívolíinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Við erum í hópi nokkrar íslenskar konur þar sem við erum að prjóna svona veifur með íslensku fánalitunum úr íslenskri ull og garðurinn verður skreyttur frá inngangi og niður á Orangeri þar sem við verðum með aðstöðu. Þetta verður lengsta veifulengja í Tívolí nokkru sinni. Þetta verður rosalega gaman og það verða allskonar íslenskir viðburðir,“ segir Guðný og bætir við. Mikil stemming og stuð er í krinigum þessa prjónamennsku, enda allir til í að leggja sitt af mörgum við prjónamennskuna.Aðsend „Þetta er alveg dásamlegt og gaman að vera þátttakandi í þessu. Tívolí er náttúrulega elsti skemmtistaður í Evrópu og hvergi fallegra að vera, þannig að þetta er mikill heiður, þeir ætla að hylla íslenska menningu og tónlist.“ Guðný Traustadóttir í Tryggvagarði á Selfossi að prjóna en hún er ein af þeim, sem stýrir verkefninu fyrir 17. júní hátíðarhöldin í Tívolí. Guðný segir frábært að verða vitni af samtakamætti íslenskra kvenna á öllum Norðurlöndunum í veifuverkefninu. Konurnar hafi allir verið til og komið saman víða til að prjóna og eiga góða stund saman. Stefnan er að prjóna tvö þúsund veifur. Prjónaðar veifur og veifur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þurfa þá Íslendingar að fjölmenna í Tívolí á þjóðhátíðardaginn? „Algjörlega, þetta verður svo gaman. Það er spáð góðu veðri, Danir geta spáð langt fram í tímann og það stenst, það verður sól og hlýtt.“ Og þú ert alsæl í Danmörku með prjónana þína? „Já, já, alsæl, ég er nú hérna í fjarbúð á Íslandi, þannig að við fljúgumst á, ég og kærastinn minn,“ segir Guðný og hlær. Mikil og góð stemming hefur verið í Jónshúsi við prjónaskapinn.Aðsend
Prjónaskapur Danmörk Menning Íslendingar erlendis 17. júní Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira