Fleiri fréttir

Inga Sæ­land segir sjávar­út­vegs­ráð­herra gera mikla vinnu að engu

Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu.

Lífeyristryggingakerfið þjóni ekki lengur markmiði sínu

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir lífeyristryggingakerfið ekki lengur þjóna markmiði sínu. Slæmar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu fyrir sex árum sem valda því að slóð grunnlífeyris sé nú hulin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um lífeyrismál. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir lífeyristryggingakerfið ekki þjóna markmiði sínu lengur. Slæmar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu fyrir sex árum sem valda því að slóð grunnlífeyris sé nú hulin.

Ingvar Lund­berg í Súellen látinn

Ingvar Lundberg, hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sveitarinnar á Facebook.

Flutti ræðu á ráð­stefnu í Ox­ford-há­skóla

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í gær lokaræðu á ráðstefnu um rannsóknir og stefnumótun á sviði velsældar. Ráðstefnan fór fram í hinum virta Oxford-háskóla í Bretlandi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um áform sjávarútvegsráðherra um að leggja fram frumvarp um strandveiðar. Þingmaður segir svæðisskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu.

Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum

Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin.

Gisting úti á Fjalls­ár­lóni

Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda.

Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi

Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls.

Hátt í þúsund verk­efni í sumar

Hálendisvakt Landsbjargar sinnir hátt í þúsund verkefnum í sumar. Vaktin sinnti um þrjátíu verkefnum síðasta fimmtudag en að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar vanmeta Íslendingar og ferðamenn veðrið hér á landi.

Neitaði að fara út af veitingastað

Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um ölvaðan mann sem neitaði að fara út af veitingastað í Hafnarfirði. Þegar komið var á staðinn gat lögregla rætt við manninn og hann fór að lokum.

Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku

Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti.

Losa sig við Covid-ketti

Kattholt er nærri fullt af heimilislausum köttum og hefur þeim fjölgað þar mikið að undanförnu. Rekstrarstjórinn segir kettina dvelja lengur en áður og eftirspurnina minni.

„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Japanska þjóðin er í áfalli eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á kosningafund í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag.

Bílastæðið muni fyllast í júlí

Líkur eru á því að bílastæðið við Keflavíkurflugvöll muni fyllast í júlí. Í tilkynningu frá Isavia eru farþegar hvattir til að bóka bílastæði með góðum fyrirvara og kanna notkun annarra samgöngumáta.

Tilraun til ráns með leikfangabyssu á Laugavegi

Maður var handtekinn rétt eftir klukkan tvö í dag vegna tilraunar til ráns í lyfjaverslun á Laugavegi. Maðurinn var í annarlegu ástandi og notaði leikfangabyssu til að ógna starfsfólki.

Hótaði að myrða mann með smjör­hníf

Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík.

Kalla inn starfs­menn úr sumar­leyfum

Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins.

Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar

Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar.

Áttavilltur lundi í Suðurhlíðunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um áttavilltan lunda á vappi í Suðurhlíðunum. Hann var hinn gæfasti í höndum lögreglu sem kom honum til dýrahirðis í Húsdýragarðinum.

Tíu ferða­manna­staðir verði á­hættu­metnir

Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin.

Skotárásin í Japan: „Það eru allir í sjokki“

Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lést af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Íbúi í Japan segir japönsku þjóðina í áfalli enda skotárásir mjög fátíðar í landinu.

Kona lést í um­ferðar­slysi í Skaft­ár­hreppi

Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur.

Rigningasuddi og grámygla sunnan-og vestantil um helgina

Lægð úr suðvestri mun valda usla um helgina einkum sunnan og vestantil. Veðurfræðingur segist varla sjá nokkra vonarglætu í veðrinu á Suðurlandi um helgina, þar verði rigningasuddi. Framkvæmdastjóri Kótelettunnar eygir enn von um sólargeisla.

Annar hver fangi með ADHD

Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD.

Sóttu átta­tíu manns á Lauga­veginn

Ferðaskrifstofan South Coast Adventure sótti um áttatíu manns frá Emstrum, þriðja áfanga gönguleiðarinnar um Laugaveginn, í gær. Veðrið var slæmt og höfðu tveir ofkælst, þar af annar þeirra verulega.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um morðið á Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans í nótt. Við heyrum í Íslendingi sem býr í Japan sem segir þjóðina í áfalli.

„Það er pólitísk nálykt af þessu“

Skipulags­stofnun hefur sam­þykkt aðal­skipu­lags­breytingu sveitar­fé­lagsins Dala­byggðar vegna tveggja vindorku­vera, annars vegar í landi Hróð­nýjar­staða og hins vegar í Sól­heimum. Inn­viða­ráð­herra hafði áður synjað sveitar­fé­lögunum um stað­festingu á sam­bæri­legum breytingum vegna þess að þær sam­ræmdust ekki lögum um ramma­á­ætlun en með breyttri skil­greiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verk­efna­stjóri hjá Land­vernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska ná­lykt af því.

Erfið nótt hjá ferða­mönnum í Laugar­dalnum

Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina.

Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu

Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð.

Sjá næstu 50 fréttir