Fleiri fréttir

Lærði fljótt að Sólveig „hafði rétt fyrir sér“

Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri, gengu út hjá félaginu í október 2021 fékk Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, óumbeðna kennslustund frá Viðari um það hvernig hún ætti að haga sér sem nýr varaformaður.

Fyrsti Sunnlendingurinn loksins fæddur

Fyrsta barnið, sem fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi á árinu 2023 kom í heiminn 8. janúar en það var stúlka og er hún því fyrsti Sunnlendingur þessa nýja árs.

Ölvun og átök á veitingastöðum borgarinnar

Lögregla var tvisvar kölluð til í miðborginni í gær vegna einstaklinga sem voru með vesen á veitingastöðum. Í öðru tilvikinu aðstoðaði lögregla við að vísa manni út vegna ölvunarástands og í hinu var öðrum manni fylgt út vegna „óspekta“.

Mælir alls ekki með því að fólk prófi hug­víkkandi efni heima hjá sér

Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna.

Stefnir í að­­gerðir Eflingar um mánaða­mót

Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót.

Vilja loka hús­næði sem hýsir hælis­leit­endur

Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu.

Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar

Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti stöðvað starfsemina. Við fjöllum um málið.

Telja Sig­rúnu ekki hafa brotið siða­reglur lög­manna

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Hyggst kæra manninn fyrir til­raun til mann­dráps

Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps.

Skipaður for­stjóri Sjúkra­trygginga án aug­lýsingar

Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar.

Nám í tölvu­leikja­gerð og net­öryggi í kortunum

Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla.

„Við höfum engan á­huga á því að sjá iðnað á þessu svæði“

Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð.

Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni

Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega.

Hýsa hælis­­leit­endur í Festi í ó­­þökk bæjar­yfir­valda

Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í Grindavík í óþökk bæjaryfirvalda en hótelstarfsemi var stöðvuð í húsinu síðastliðið vor vegna myglu. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir engum verða úthýst en furðar sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar.

Leyfi aftur­kallað fyrir um­deildri virkjun í Skaft­ár­hreppi

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Skaftárhrepps vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti. Fimm náttúruverndarsamtök og hópur landeigenda á svæðinu kærðu leyfið til úrskurðanefndarinnar í júní í fyrra, meðal annars vegna brota á náttúruverndarlögum.

Segir fé­lags­menn Eflingar hringja í hrönnum til að reyna að flýja

„Það eru glóandi línur hér,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún segir að margir tugir félagsmanna Eflingar hafi haft samband við Báruna í gær og í dag þar sem þeir leitast eftir því að skipta um stéttarfélag. Halldóra segir að sömu sögu sé að segja af stéttarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Fjallabyggð mátti aflífa Kasper

Ákvörðun Fjallabyggðar um að láta aflífa hundinn Kasper, eftir að hann beit mann, í sumar, var í samræmi við valdheimildir sveitarfélagsins. Eigendur Kaspers vildu að ákvörðun sveitarfélagsins um að aflífa Kasper yrði úrskurðuð ógild.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Festi í Grindavík þar sem hælisleitendur hafa verið hýstir í óþökk bæjaryfirvalda sem segja húsið óíbúðarhæft sökum myglu.

Sprenging í út­köllum vegna veggjalúsa

Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín.

Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna

Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi.

Gjaldskrá Lyfjastofnunar hækkar um 10,6 prósent

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið gjaldskrá Lyfjastofnunar 2023 sem hækkar að meðaltali um 10,6 prósent miðað við síðasta ár. Breytingin mun taka gildi 1. mars næstkomandi.

Grunsamlegur náungi reyndist eftirlýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í Hlíðahverfi í Reykjavík í gærkvöldi í tengslum við líkamsárás og fíkniefnamisferli. Þá voru tveir handteknir í Vogahverfinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum, eftir að bifreið þeirra valt.

Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggja­lýs komu í ljós

Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun.

Gröfumaður hellir snjó yfir mann

Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni.

Vanbúnum ferðamönnum bjargað af Ketillaugarfjalli

Björgunarsveitafólk bjargaði í dag tveimur hollenskum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Fjallið er nærri Höfn í Hornafirði en mennirnir höfðu ekki verið hefðbundna gönguleið sem gerði björgunarfólki erfiðara að finna þau.

Mun fleiri fá skorpu­lifur vegna á­fengis­neyslu

Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis.

Sigga bar óvænt tveimur lömbum í Grímsnesi

Það hefur heldur betur birt yfir í fjárhúsinu á bænum Miðengi í Grímsnesi því þar voru fyrstu vorboðar ársins að koma í heiminn, lambadrottning og lambakóngur. Óljóst er hver pabbi lambanna er, en forystuhrútur á bænum liggur sterklega undir grun.

„Þetta verður erfitt“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög.

Mál Friðfinns tekið fyrir í héraðsdómi

Mál Friðfinns Freys Kristinssonar, sem fyrirfór sér í desember síðastliðnum, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Verður mál hans rekið á grundvelli laga um horfna menn þannig að hægt verði að fara með bú Friðfinns eins og hann sé látinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Landverndar segir innviði landsins og náttúru komna að þolmörkum og óttast spár um fjölgun ferðamanna á þessu ári. Við heyrum í honum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir