Fleiri fréttir

Erdogan Tyrklandsforseti hamast í kosningabaráttu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið víða í kosningabaráttunni undanfarið til að tryggja flokki sínum nægan styrk í þingkosningunum á morgun til að geta náð í gegn stjórnarskrárbreytingum, sem eiga að tryggja honum sjálfum aukin völd.

Leita að líkum í skipinu

Einungis var búið að finna 97 lík í gær af þeim rúmlega 340 manns sem talið er að hafi farist með skemmtiferðaskipinu Austurstjörnunni, sem sökk í Yangtse-fljótinu á mánudaginn.

Hafa rétt skipið af

Búið er að finna 97 lík í skipinu Eastern Star en rúmlega 340 er enn saknað.

Segir lausnina til ef viljinn er fyrir hendi

Áform Breta um að ná fram breytingum á Evrópusambandinu fá nú betri viðbrögð frá kanslara Þýskalands en nokkru sinni. Fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands ráðleggur Cameron þó að tapa sér ekki í óskhyggjunni.

ISIS nota vatn sem vopn

Loka á vatnsflæði til svæða í Anbar héraði sem stjórnvöld ráða yfir.

Grikkir höfnuðu samningnum

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sagði skilyrði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að leysa skuldavanda landsins ósanngjörn.

Harðir bardagar í Úkraínu

Harðir bardagar geisuðu í nótt á milli stjórnarhersins í Úkraínu og uppreisnarhópa í austurhluta landsins sem eru hliðhollir Rússum.

Mótmæltu seinagangi við björgunarstörf

Fjölskyldur um fjögurhundruð manns sem óttast er að hafi drukknað á Yangtse ánni í Kína á dögunum þegar skemmtiferðaskipi hvolfdi á ánni efndu til mótmæla við slysstaðinn í gærkvöldi. Til uppþota kom þegar fólkið krafðist meiri upplýsinga um málið en enn sem komið er hafa yfirvöld aðeins staðfest að sextíu og fimm séu látnir.

Þingið sendi lögin áfram til Obama

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær ný lög um eftirlitsheimildir leyniþjónustunnar. Breytingartillögur repúblikana voru allar felldar. Fyrri laga heimildir runnu út um mánaðamótin, en nú verða eftirlitinu settar strangari skorður.

Sjá næstu 50 fréttir