Erlent

Utanríkisráðherra Saddams Hussein látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tariq Aziz varð 79 ára gamall og starfaði sem utanríkisráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Íraks um margra ára skeið.
Tariq Aziz varð 79 ára gamall og starfaði sem utanríkisráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Íraks um margra ára skeið. Vísir/AFP
Tariq Aziz, einn nánasti samstarfsmaður Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, er látinn.

Aziz lést í fangelsi í Írak en hann var einn af mest áberandi mönnum stjórnar Husseins.

Aziz varð 79 ára gamall og starfaði sem utanríkisráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Íraks um margra ára skeið.

Í frétt BBC kemur fram að írakskur dómstóll hafi dæmt Aziz til dauða árið 2010 en hann var þó aldrei líflítinn.

Hann var tekinn höndum af bandarískum hermönnum árið 2003, skömmu eftir að höfuðborgin Bagdad féll.

Vísir/AFP
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×