Erlent

Hafa rétt skipið af

Samúel Karl Ólason skrifar
Næsta skref aðgerða er að dæla vatni úr skipinu til að gera leit auðveldari en lítið skyggni hefur gert köfurum erfitt að leita þar um borð.
Næsta skref aðgerða er að dæla vatni úr skipinu til að gera leit auðveldari en lítið skyggni hefur gert köfurum erfitt að leita þar um borð. Vísir/EPA
Búið er að rétta af skemmtiferðaskipið Eastern Star sem hvolfdi í Yangtze ánni í Kína. Áherslur björgunaraðgerða hafa með því breyst frá því að leita eftirlifenda til þess að leita að líkum. Björgunarmenn hafa nú fundið 97 lík í ferjunni en rúmlega 340 er enn saknað.

Yfirvöld í Kína segja að fjórtán manns hafi lifað slysið af þegar skipið sökk með litlum fyrirvara aðfararnótt mánudagsins. Þremur þeirra var bjargað úr skipinu af köfurum á þriðjudaginn eftir að það hvolfdi.

Næsta skref aðgerða er að dæla vatni úr skipinu til að gera leit auðveldari en lítið skyggni hefur gert köfurum erfitt að leita þar um borð.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aðstandendur þerra rúmlega 450 manns sem voru um borð, ferðast til slysstaðsins í hundraðatali. Margir þeirra kvarta yfir upplýsingaflæði frá björgunarmönnum og fara fram á rannsókn á tildrögum slyssins.

Slysið mun líklega verða mannskæðasta slysið af sinni tegund í 70 ár. Forsætisráðherra Kína hefur skoðað slysstaðinn og yfirvöld stýra fréttaflutningi af svæðinu.


Tengdar fréttir

Mótmæltu seinagangi við björgunarstörf

Fjölskyldur um fjögurhundruð manns sem óttast er að hafi drukknað á Yangtse ánni í Kína á dögunum þegar skemmtiferðaskipi hvolfdi á ánni efndu til mótmæla við slysstaðinn í gærkvöldi. Til uppþota kom þegar fólkið krafðist meiri upplýsinga um málið en enn sem komið er hafa yfirvöld aðeins staðfest að sextíu og fimm séu látnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×