Fleiri fréttir

Egypskri farþegavél rænt

Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina.

Sýrlenski herinn sækir frá Palmyra

Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, auk flughers Rússa, sækir nú að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá borginni Palmyra sem Sýrlandsher hertók á sunnudag. Áður höfðu sveitir Íslamska ríkisins farið með völdin í borginni mánuðum saman og brotið þar niður fornminjar og hof.

Hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin

Kjarnorkuflaug sést lenda í miðri Washington-borg í Bandaríkjunum í nýju myndbandi sem yfirvöld í Norður Kóreu sendu frá sér fyrr í dag.

Fleiri árásir voru í bígerð

Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel.

Segir rógsfrétt vera frá Trump

Bandaríska tímaritið The National Enquirer birti í gær umfjöllun þar sem öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz, sem sækist eftir útnefningu repúblikana til forsetaframboðs, er sakaður um að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni Heidi með fimm öðrum konum. Tímaritið hefur áður fjallað með sambærilegum hætti um golfarann Tiger Woods og stjórnmálamanninn Johns Edwards.

Sjá næstu 50 fréttir