Fleiri fréttir

WHO endurskoðar að lýsa yfir neyðarástandi

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni.

Upptökur sýna fangaverði og hjúkrunarfræðing hæðast að sárveikum fanga sem dó

Í stað þess að veita hinum 26 ára gamla Terral Ellis viðeigandi læknisaðstoð hæddust fangaverðir og hjúkrunarfræðingur í Ottawa sýslu í Bandaríkjunum að honum þegar Ellis bað um hjálp og sagðist vera veikur. Hjálparbeiðnir hans voru ítrekað hunsaðar og var hann settur í einangrun. Nokkrum klukkutímum síðar dó hann.

Enn breiðist Wuhan-veiran út

Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví.

Kórónaveiran komin til Finnlands

Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum.

Krefjast þess að eiginkonurnar hafi þá á brjósti

Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna.

Fujimori fangelsuð á ný

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Perú, Keiko Fujimori, hefur verið fangelsuð á ný en henni var sleppt í nóvember eftir að hafa dúsað í fangaklefa í þrettán mánuði.

Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum

Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti.

Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins

Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein.

Netanjahú formlega ákærður

Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka.

Pressa á Repúblikönum

Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump.

Enn margt á reiki varðandi meint flugslys

Bandaríski herinn hefur blandað sér í rannsókn á flugslysi sem sagt er hafa átt sér stað í Afganistan í dag. Lítið sem ekkert liggur fyrir um afdrif flugvélarinnar.

Þykk þoka nefnd sem líklegur sökudólgur

Talið er líklegt að rannsókn á þyrluslysinu sem dró körfuboltastjörnuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra til dauða muni einkum beinast að veðuraðstæðum sem voru fyrir hendi þegar slysið varð. Þoka var á svæðinu

Lést í keppni í kökuáti

Sextíu ára áströlsk kona lést í gær á meðan hún tók þátt í keppni í kökuáti á hóteli í borginni Hervey Bay í Queensland í Ástralíu.

Sjá næstu 50 fréttir