Krefjast þess að eiginkonurnar hafi þá á brjósti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:30 Kona af þjóðflokknum Ovahimba gefur barni sínu brjóst en rétt er að geta þess að þann þjóðflokk er ekki að finna í Úganda heldur einungis Namibíu og Angóla. vísir/getty Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Úganda Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Úganda Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira