Fleiri fréttir

De Bruyne: Erum ekki óstöðvandi

Manchester City hefur ekki tapað í fyrstu 11 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Miðjumaðurinn Kevin de Bruyne telur þó ekki að liðið geti leikið eftir afrek Arsenal frá tímabilinu 2003/04 og farið alla 38 leikina án taps.

Valdís Þóra þarf að gefa í

Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 49.-51. sæti á Hero-mótinu á Indlandi um helgina. Mótið er hluti af LET, Evrópumótaröðinni í golfi.

Tólfti sigur Boston í röð

Sigurganga Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram en í gær vann liðið Toronto Raptors með minnsta mun, 95-94, á heimavelli. Þetta var tólfti sigur Boston í röð.

Samvinna sem gefur góð fyrirheit

Það var ramman reip að draga hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM 2019 á laugardaginn. Svartfellingar voru alltaf skrefinu framar og unnu á endanum 22 stiga sigur, 62-84.

37 daga einvígi loksins lokið

Einvígi FH og St. Pétursborgar í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta lauk loks í gær, rúmum mánuði eftir að það byrjaði.

Í hugleiðslu í Víetnam

Ólafía tók sér frí á meðan fjórða mótið í Asíusveiflunni, mót í Japan, fór fram. Á meðan varði hún vikunni í Víetnam, á stað þar sem hún gat einbeitt sér að hugleiðslu og jóga.

Reyni alltaf að bæta mig um eitt prósent

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér ekki aðeins áframhaldandi þátttökurétt á sterkustu mótaröð heims, heldur einnig sæti í efsta forgangsflokki sem og þátttökurétt á lokamóti ársins. Þar fá aðeins bestu kylfingar heims að keppa.

Stjörnurnar vörðu titilinn

Stjarnan varð um helgina Norðurlandameistari kvenna í hópfimleikum annað skiptið í röð. Stjörnuliðið náði sér vel á strik og var með hæstu einkunn í tveimur greinum af þremur.

Coutinho segist vera ánægður hjá Liverpool

Brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho sat fyrir svörum fyrir leik Englands og Brasilíu en þegar hann var spurður út í áhuga Barcelona sagðist hann vera ánægður hjá Liverpool.

Framlengingin: Auðvitað þarf KR að fara að hafa áhyggjur | Myndband

Sérfræðingar Körfuboltakvölds tóku fyrir fimm málefni deildarinnar að vanda í lok þáttar á föstudaginn þar sem rædd var staða nágrannaliðanna KR og Vals, hvað væri upp á teningunum í Garðabænum hjá Stjörnunni og afrek Stólanna án Hester og framhaldið án hans.

Bragðdauft jafntefli er Króatía komst á HM

Það var fátt um fína drætti er Grikkland tók á móti Króatíu í seinni leik liðanna í umspili upp á sæti á HM en það verða Króatar sem verða meðal þátttökuþjóða á HM.

Lúin ljón nældu í stig í Barcelona

Aðeins 24 tímum eftir að hafa leikið gegn Leipzig í þýsku deildinni mætti Löwen liði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta og náði stigi þrátt fyrir þreytu.

Markalaust er Sviss komst á HM

Sviss og Norður-Írland skildu jöfn 0-0 á St. Jakobs Park-vellinum í Basel í leik sem lauk rétt í þessu en eftir 1-0 sigur Sviss í fyrri leik liðanna á dögunum verður það Sviss sem fer á HM.

Sebastian Vettel vann í Brasilíu

Sebastian Vettel á Ferrari vann brasilíska kappasturinn í Formúlu 1. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji.

Sif fagnaði nýja samningnum með sigri

Sif Atladóttir og stöllur í Kristianstads undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur unnu 5-2 sigur á Kvarnsvedens í sænska boltanum í dag en aðrir íslenskir leikmenn í Allsvenskan áttu erfitt uppdráttar.

Xhaka segir Norður-Írum að hætta að væla

Granit Xhaka, miðjumaður svissneska landsliðsins, er kominn með nóg af því sem hann telur vera væl hjá leikmönnum Norður-Írlands vegna umdeilds vítaspyrnudóms í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM í Rússlandi næsta sumar.

Belginn sem er sá fjórði besti

Kevin De Bruyne hefur verið stórkostlegur það sem af er tímabili með Manchester City. Trúlega er hann fjórði besti leikmaður heims, sem í eðlilegu árferði væri sá besti en hann er enn á eftir Messi, Ronaldo og Neymar.

Lukaku öskraði á liðsfélaga sína

Heimildir the Sun herma að Romelu Lukaku sé allt annað en sáttur með liðsfélaga sína hjá Manchester United. Á hann að hafa látið þá heyra það eftir 1-0 tap gegn Chelsea um seinustu helgi og heimtað að fá betri þjónustu. Eftir góða byrjun hefur 75 milljón punda maðurinn ekki skorað í seinustu 7 deildarleikjum United.

Skórnir upp í hillu vegna höfuðmeiðsla

Fanney Lind Thomas, leikmaður Skallagríms í Domino's deild kvenna í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna, allavega tímabundið, vegna höfuðmeiðsla.

Vandræðalegt víkingaklapp í Katar

Al Jazeera tók viðtal við þá Kára Árnason, Ara Frey Skúlason og Theodór Elmar Bjarnason eftir æfingu landsliðsins í Katar. Talið barst að sjálfsögðu að víkingaklappinu víðfræga og sýndi fréttamaður Al Jazeera strákunum misheppnaða tilraun fréttastofunnar til að leika það eftir.

Holloway og Aldo mætast á ný

UFC tilkynnti í gær að Jose Aldo muni koma í stað Frankie Edgar sem meiddist í síðustu viku og mæta Max Holloway 2. desember næstkomandi í aðalbardaga UFC 218. Gefst Aldo þar með tækifæri til að endurheimta fjaðurvigtarbelti UFC og hefna fyrir tap gegn Holloway frá því í sumar.

Simeone „ósnertanlegur“

Forseti spænska úrvalsdeildarliðsins Atletico Madrid sagði að efasemdir um Diego Simeone, knattspyrnustjóra félagsins, væru ekki leyfðar.

Lukaku jafnaði markamet Belgíu

Romelu Lukaku jafnaði met Paul van Himst og Bernard Voorhoof þegar hann skoraði tvö af mörkum Belga í jafntefli við Mexíkó í gærkvöld.

Sjá næstu 50 fréttir