Fleiri fréttir

Bolt boðið að koma aftur til Dortmund

Margfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupi, Usain Bolt, mun æfa með þýska fótboltaliðinu Borussia Dortmund í þrjár vikur eftir að hafa heillað félagið í mars.

Ólafía náði sér ekki á strik á Havaí

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, átti mun betri dag á Lotte-meistaramótinu sem spilað er á Havaí en Ólafía spilaði skelfilega í gær. Ólafía endaði á einu höggi yfir pari í dag og samtals tíu yfir.

Ótrúleg endurkoma í Austurríki

Atletico Madrid, Olympique Marseille og Atletico Mardrid eru komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar ásamt Arsenal en átta liða úrslitin kláruðust í kvöld.

Ramsey og Welbeck komu Arsenal til bjargar

Arsenal komst í hann krappann gegn CSKA Moskvu í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Arsenal náði jafntefli í kvöld 2-2. Samanlagt fer Arsenal áfram 6-3.

Valsmenn lána Andra

Skagamenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Inkasso-deild karla en Andri Adolphsson er kominn á láni frá Íslandsmeisturum Vals.

Annar sigur HB í röð

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB unnu annan leikinn í röð er þeir unnu öruggan 3-0 sigur á Skála í færeysku úrvalsdeildinni í dag.

Gulli Jóns tekinn við Þrótti

Gunnlaugur Jónsson er tekinn við Þrótti í Inkasso-deildinni en hann tekur við af Gregg Ryder sem sagði hætti störfum eftir faglegan ágreining milli hans og stjórnar félagsins.

Leiðin greið á EM

Ísland hafði heppnina með sér er dregið var í riðla fyrir undankeppni EM í handbolta karla sem fer fram í Noregi, Svíþjóð og Austurríki árið 2020. Dregið var í Noregi í dag, nánar tiltekið í Þrándheimi.

Eru þetta nokkuð skrítnar tölur?

"Við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og enginn leggur af stað inn í daginn með það í huga að fara að dæma illa,“ segir Halldór G. Victorsson, formaður Hestaíþróttadómarafélags Íslands, meðal annars um gagnrýni Bergs Jónssonar eftir lokakeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum fyrir viku.

Fókusinn hjá Wenger á Evrópudeildinni

Leikur Arsenal og CSKA Moskvu í Evrópudeild UEFA kvöld ætti að vera lítið meira en formsatriði eftir 4-1 sigur Arsenal á heimavelli í fyrri leik liðanna í síðustu viku. Arsene Wenger fer þó ekki inn í þann leik af varkærni því hann ætlar sér að vinna Evrópudeildina.

Tveir NBA-þjálfarar reknir

Deildarkeppninni í NBA-deildinni er lokið og þeim tímapunkti fylgja breytingar. Þjálfarar eru því að fá sparkið í deildinni núna.

Stuðningsmenn Cardiff ósáttir við Aron Einar

Landsliðsfyrirliðinnn Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í lið Cardiff City eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Endurkoman hefur þó ekki staðið undir væntingum og er kallað eftir því að Aron verði settur á bekkinn.

Nýliði á fertugsaldri sló í gegn hjá Lakers

Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni.

Ívar: Þetta var viljandi hjá Brynjari

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson.

Messufall í Meistaradeildinni

Manchester City féll úr leik fyrir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Pep Guardiola hefur ekki enn tekist að koma City á stall þeirra bestu í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur ekki unnið í sjö ár.

Sjáðu alla dramatíkina á Bernabeu

Það var heldur betur dramatík í Meistaradeildinni annað kvöldið í röð en annað kvöldið í röð fengum við ótrúlega endurkomu frá ítölsku liði.

Sjá næstu 50 fréttir