Fleiri fréttir

Tíu Kórdrengir héldu lífi í toppbaráttunni

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Alex Freyr Hilmarsson var hetja Kórdrengja þegar að liðið vann Grindavík 2-1, Afturelding vann 3-1 sigur gegn Þrótti R., tíu leikmenn Fram kláruðu 2-1 sigur gegn Gróttu, Selfyssingar tryggðu áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík og Þór frá Akureyri og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

Ýmir Örn og félagar með stórsigur í Evrópudeildinni

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Spor Toto frá Tryklandi í Evrópudeildinni í handbolta í dag. Ýmir of félagar lentu ekki í miklum vandræðum með Tyrkina og unnu að lokum 16 marka sigur, 38-22.

Özil hæddist að Arteta eftir tapið

Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle

Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð.

Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar

Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna.

Alfreð á bekknum í stórtapi

Alfreð Finnbogason sat allan leikinn á varamannabekk Augsburgar sem tapaði 4-1 fyrir Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann kom aftur inn í leikmannahóp liðsins eftir meiðsli.

Vålerenga hellist aftur úr í toppbaráttunni

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn fyrir Noregsmeistara Vålerenga sem töpuðu 1-0 fyrir toppliði Sandviken í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í Osló í dag.

„Þurfum að líta í spegil“

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga.

Barbára og stöllur hennar komu til baka

Barbára Sól Gísladóttir spilaði allan leikinn fyrir Bröndby er liðið gerði 2-2 jafntefli við AGF á heimavelli við í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins.

Bergrún stórbætti eigið Íslandsmet í Tókýó

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi er hún keppti í flokki F37, hreyfihamlaðra, á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í dag. Hún lenti í sjöunda sæti í greininni.

„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“

„Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu.

Thelma Björg áttunda í Tókýó

Thelma Björg Björnsdóttir varð áttunda í 100 metra bringusundi í flokki SB5, hreyfihamlaðra, á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í morgun. Hún hefur stórbætt tíma sinn frá síðasta Ólympíumóti í Ríó fyrir fimm árum.

Már fimmti á nýju Íslandsmeti

Sundkappinn Már Gunnarsson kom fimmti í bakkann í 100 metra baksundi í flokki S11 blindra og sjónskertra á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í morgun. Hann bætti eigið Íslandsmet í greininni.

Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó

Hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson bætti eigið Íslandsmet í 400 metra hlaupi er hann keppti í flokki blindra á Ólympíumóti fatlaðra ásamt meðhlaupara sínum Helga Björnssyni.

Treyjasala upp úr öllu valdi þökk sé Ed Sheeran

C-deildarlið Ipswich Town á Englandi hefur óvænt rokið upp lista yfir þau lið í landinu sem hafa selt flestar treyjur og er á meðal þeirra 20 efstu. Þar er að þakka miklum stuðningsmanni félagsins, tónlistarmanninum Ed Sheeran.

Jafnt hjá Birki og félögum

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilaði síðasta korterið fyrir lið sitt Adana Demirspor sem gerði 1-1 jafntefli við Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Håland hetjan í hádramatískum sigri

Borussia Dortmund er komið á sigurbraut á ný í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Erling Braut Håland tryggði liðinu 3-2 sigur eftir svakalegar lokamínútur.

Óttar Magnús lánaður í C-deildina

Framherjinn Óttar Magnús Karlsson mun spila með Siena í ítölsku C-deildinni á komandi leiktíð. Hann fer þangað á láni frá Venezia.

Esbjerg náði í stig gegn lærisveinum Jensens

Íslendingalið Esbjerg náði í sitt þriðja stig í dönsku B-deildinni í fótbolta er liðið gerði 1-1 jafntefli við Nyköbing í kvöld. Íslendingarnir tveir hjá Esbjerg komu ekki við sögu.

Hákon Daði markahæstur er Gummersbach fór áfram

Gummersbach vann í kvöld 25-20 sigur á þriðju deildarliði Pforzheim/Eutingen í þýsku bikarkeppninni í handbolta og komst þannig áfram í næstu umferð. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Gummersbach.

Lyon byrjar tímabilið á sigri án Söru

Olympique Lyonnais, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, hóf tímabilið í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3-0 sigri á Stade de Reims. Lyon freistar þess að endurheimta franska meistaratitilinn frá Paris Saint-Germain.

Arnór kom við sögu í tapi Venezia

Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Venezia er liðið tapaði 3-0 fyrir Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Hinir tveir Íslendingarnir í röðum Feneyjaliðsins voru ekki í leikmannahópnum.

Leikmenn United himinlifandi með tíðindin

Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum.

Gefur öllum aukna von

Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru.

Lið Stjörnunnar fullskipað en ekki með NBA-leikmanni

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur tryggt sér krafta Bandaríkjamannsins Roberts Turner sem mun leika með liðinu í vetur. Turner tekur við af Ægi Þór Steinarssyni sem leikstjórnandi Stjörnunnar en Ægir leikur á Spáni í vetur.

Ólympíu­hetja í markið hjá PSG

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa sótt Stephanie Labbé í markið. Hún kemur frá sænska liðinu Rosengård en hún gekk í raðir þess fyrr á þessu ári. Skrifaði hún undir eins árs samning í París.

Ron­aldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United

Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. 

Sjá næstu 50 fréttir