Fleiri fréttir

Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. Þetta var fjórði stóri titilinn sem Valur vinnur undir stjórn Snorra og sá þriðji á síðustu níu mánuðum. Þeir hafa allir unnist á Ásvöllum.

18. umferð CS:GO lokið: Enn líf í toppbaráttuni

18. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Þórs á XY. Þór á því enn möguleika á að vinna deildina, en Dusty er komið með níu fingur á bikarinn.

Tvenna Toney sökkti Burnley

Christian Eriksen og Ivan Toney voru allt í öllu þegar Brentford lagði Burnley að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

GOG styrkir stöðu sína á toppnum

Það var mikið spilað í danska handboltanum í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG eru í góðum málum á toppi úrvalsdeildar karla á meðan að Kolding, með Ágúst Elí innanborðs, eru í slæmri stöðu á hinum enda deildarinnar. Steinun Hansdóttir gerði eitt mark fyrir Skanderborg í úrvalsdeild kvenna. 

Ágúst Þór Jóhannsson: Við áttum þennan sigur skilið

Valur er bikarmeistari kvenna í Coca Cola bikarnum eftir sex marka sigur á Fram. Jafnræði var stærstan hluta leiks en Valskonur náðu góðu forskoti rétt undir lok leiks og sigruðu að lokum 25-19. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum virkilega ánægður með titillinn.

Jafntefli í toppslag seríu B

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce sem gerði 1-1 jafntefli við Brescia í toppslag ítölsku B deildarinnar. Þórir spilaði 45 mínútur áður en honum var skipt af leikvelli í hálfleik.

Rosengård áfram í undanúrslit

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård í auðveldum 4-0 sigri á Linköping í sænska bikarnum í fótbolta í dag.

Aron með tvö mörk í stórsigri

Álaborg vann 12 marka stórsigur á Skanderborg, 38-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum.

Liverpool eykur pressuna á City

Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Brighton & Hove Albion í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann leikinn 0-2 á Amex vellinum í Brighton.

Bayern München endurheimti toppsætið

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í 2-4 sigri Bayern München á útivelli gegn Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Haaland nær samkomulagi við Man City

Breskir og þýskir fjölmiðlar hafa margir verið að greina frá því síðasta sólarhring að Manchester City sé búið að ná samkomulagi við norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland.

Pochettino á förum frá PSG?

Framtíð Mauricio Pochettino hjá Paris Saint-Germain hangir á bláþræði eftir að félagið var slegið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

„KR verður með í úrslitakeppninni“

KR tapaði fyrir Keflavík í framlengdum leik í gærkvöldi, 110-106. KR er í flókinni stöðu þar sem liðið er í níunda sæti með 16 stig en á þó leik til góða á Breiðablik sem er í áttunda sæti með sama stigafjölda.

Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA

Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz.

Nike mun standa við samning sinn við Chelsea

Íþróttavörurisinn Nike hefur staðfest að félagið mundi standa við gerðan samning við enska knattspyrnuliðið Chelsea. Mörg fyrirtæki hafa rift samningi sínum við félagið eftir að allar eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í Englandi voru frystar.

Reifst við Embi­id og lét 76ers heyra það

Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu.

Dagskráin í dag: Veisla á laugardegi

Alls eru 10 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Það má með sanni segja að það sé eitthvað fyrir alla á borðunum í dag.

Meistararnir upp í þriðja sætið

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman 2-1 sigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn lyftir liðinu upp í 3. sætið en Barcelona situr í 4. sætinu með tvo leiki til góða.

ÍBV fær ó­væntan liðs­styrk: Spilaði síðast 2018

ÍBV tilkynnti í dag að tveir leikmenn hefðu skrifað undir samning hjá félaginu og munu leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Um að ræða þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Þórhildi Ólafsdóttur. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu.

Kristian kom Jong Ajax til bjargar

Íslenski U-21 landsliðsmaðurinn Kristian Hlynsson var allt í öllu í endurkomu Jong Ajax er liðið gerði 3-3 jafntefli við Dordrecht í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

KR í undan­úr­slit | Fjölnir án sigurs

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR er komið í undanúrslit í karlaflokki, Fjölnir tapaði fimmta leiknum í röð og þá vann Afturelding 2-0 sigur á Fylki í kvennaflokki.

Lærisveinar Guðjóns Vals áfram á sigurbraut

Það virðist einungis tímaspursmál hvenær Gummersbach tryggir sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið vann Emsdetten með þremur mörgum í Íslendingaslag í kvöld, lokatölur 32-29.

SönderjyskE á­fram á botninum

Íslendingalið SönderjyskE er áfram á botni dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland í kvöld.

Banka­reikningum Chelsea lokað tíma­bundið

Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands.

Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga

Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga.

Sjá næstu 50 fréttir