Fleiri fréttir

Heimir hættur hjá Val

Heimir Guðjónsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Þetta kom fram í tilkynningu frá Valsmönnum nú rétt í þessu.

Sjáðu stórbrotið mark Ólafs Karls

Ólafur Karl Finsen skoraði stórkostlegt mark, vafalítið það fallegasta í sumar, þegar Stjarnan vann ÍA 3-0 í Bestu deildinni í fótbolta á Akranesi í gær.

Sjáðu sigurmark og suss Þorleifs í Bandaríkjunum

Þorleifur Úlfarsson reyndist hetja Houston Dynamo í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn San Jose Earthquakes korteri fyrir leikslok.

„Þið elskið að spyrja út í þetta“

Fyrirliðastaðan hefur verið aðeins til umræðu í íslenskum fjölmiðlum á þessu Evrópumóti og þá sérstaklega af hverju að fyrirliði liðsins í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hafi ekki bara misst fyrirliðastöðuna til Söru heldur einnig varafyrirliðastöðuna til Glódísar Perlu Viggósdóttur.

„Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín“

Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við foreldra Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Elísu Viðarsdóttur í Manchester í gær, á meðan beðið er með óþreyju eftir leik Íslands og Frakklands á EM sem fram fer í Rotherham í kvöld.

„Já, ég sagði 35 ára“

Shelly-Ann Fraser-Pryce gerði nokkuð sem engri manneskju hefur tekist þegar hún, 35 ára gömul, varð í nótt heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum.

„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“

„Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2. 

Valdimar og Jónatan á skotskónum í Noregi

Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson, samherjar hjá Sogndal, skoruðu báðir mark í 3-3 jafntefli Sogndal á útivelli gegn Ranheim í næst efstu deild í Noregi í dag.

Óli Valur lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð með Aroni

Óli Valur Ómarsson spilaði í 8 mínútur með Aroni Bjarnasyni hjá Sirius í sigri liðsins gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Óli Valur spilaði alls rúmar 14 mínútur í sínum fyrsta leik með liðinu. Davíð Kristján Ólafsson og Sveinn Aron Guðjohnsen fengu einnig mínútur með sínum liðum í Svíþjóð.

Hausinn þarf að vera í lagi líka

Dagný Brynjarsdóttir og félagar í íslenska landsliðinu tóku fagnandi möguleikanum á því að hitta sitt fólk í gær. Íslensku stelpurnar sóttu sér þar vonandi í þá andlegu orku sem þaf til að gera eitthvað í lokaleiknum mikilvæga á móti Frökkum.

Bálreiður út í Arteta

Ungstirnið Marcelo Flores, leikmaður Arsenal, er fúll og reiður út í knattspyrnustjórann Mikel Arteta fyrir að skilja sig útundan úr 33 manna leikmannahóp Arsenal sem fór til Bandaríkjanna í undirbúningstímabilið sitt þar sem Arsenal leikur þrjá leiki.

Ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti

Ísland er einum leik frá átta liða úrslitunum en slæmu fréttirnar eru kannski að sá leikur er á móti einu besta liði heims. Frakkar hafa unnið tvo fyrstu leiki sina og hafa að engu að keppa annað kvöld.

Varað við ofsahita á EM

Bretar hafa lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna ofsahita sem verður þar til þriðjudags. Rauð veðurviðvörun er í gildi vegna hita.

Móðir Dagnýjar: Hún er svolítið svona excel-skjal

Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir Dagnýjar Brynjarsdóttur landsliðskonu, er vön því að fylgja sinni konu eftir þegar hún er að spila fótbolta. Sigrún Anna hefur séð Dagnýju spila á mörgum stöðum út í heimi og er nú mætt á sitt þriðja Evrópumót.

Hómófóbía og kynþáttafordómar í F1

Lið Aston Martin í Formúlu 1 gaf út yfirlýsingu fyrir helgi þar liðið segist ekki hafa neina þolinmæði fyrir mismunun á vinnustað sínum. Kom yfirlýsingin í kjölfar lýsingu starfsmanns á andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir.

Bólusetning skiptir máli þegar Tuchel skoðar nýja leikmenn

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er án tveggja miðjumanna á undirbúningstímabili Chelsea í Bandaríkjunum, þeirra N’Golo Kante og Ruben Loftus-Cheek, vegna þess að leikmennirnir eru ekki bólusettir fyrir Covid-19. Óbólusettir mega ekki ferðast til Bandaríkjanna.

Messi neitar að skrifa undir nýjan samning

Lionel Messi, leikmaður PSG, ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við liðið og hefur gefið PSG þau skilaboð að hann ætlar að skoða samningamál sín eftir HM í Katar.

Live at the Range: Kylfingar í beinni á Opna breska

Í fyrsta skipti verður hægt að fylgjast með kylfingum undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Þættirnir Live at the Range munu fylgjast með undirbúningi helstu kylfinga strax frá mánudegi og í raun þangað til mótinu lýkur.

Sjá næstu 50 fréttir