Fleiri fréttir

Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“

John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun.

Barcelona kaupir dýrasta leikmann heims

Barcelona hefur gengið frá kaupum á Evrópumeistarann Keiru Walsh frá Manchester City á Englandi. Hún verður dýrasta knattspyrnukona sögunnar með skiptunum.

Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea

Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið.

Rétta þarf aftur í máli Ryan Giggs

Kviðdómi í máli Ryan Giggs tókst ekki að komast að niðurstöðu eftir að hafa rætt málið saman í alls tuttugu klukkustundir. Réttað verður aftur í málinu þann 31. júlí á næsta ári.

Seinni bylgjan: Gaupi og Andri Már fara á kostum í „Feðgar á ferð“

Seinni bylgjan kynnir til leiks nýjan lið fyrir þætti sína í vetur. Líkt og áður mun Gaupi [Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður] halda áfram að aðstoða strákana við að fara yfir það sem gerist í Olís deild karla en nú hefur hann fengið dyggan aðstoðarmann sér til aðstoðar.

Orri Steinn lykillinn að sigri ung­linga­liðs FC Kaup­manna­hafnar á Dort­mund

Þó aðallið FC Kaupmannahafnar hafi tapað 3-0 gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld þá gerði U-19 ára lið Danmerkurmeistaranna góða ferð til Þýskalands. Orri Steinn Óskarsson hélt áfram uppteknum hætti en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri er U-19 ára lið félaganna mættust í Meistaradeild unglingaliða á þriðjudag.

Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins

Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Ekkert fær Håland stöðvað

Norski framherjinn Erling Braut Håland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Englandsmeistara Manchester City. Hann hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í öruggum 4-0 sigri á Sevilla.

„Okkur skorti hungur og á­kafa“

Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0.

De Bruyne: Veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur

Kevin De Bruyne, leikmaður Englandmeistara Manchester City, hefur lagt upp fimm mörk í sjö leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils. Hann lagði upp fyrsta mark City er liðið vann 4-0 útisigur gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu fyrir Norðmanninn Erling Baut Haaland.

Myndasyrpa frá tapinu grátlega í Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu var 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað en liðið fékk hins vegar á sig mark undir lok leiks í Utrecht og þarf nú að fara í umspil sem fram fer í október.

Kraftaverkið að engu en bakdyrnar standa opnar

Himnarnir grétu í Utrecht í kvöld, með tilheyrandi þrumum og eldingum, og tárin féllu sömuleiðis niður íslenska vanga eftir að draumurinn um að stelpurnar okkar kæmust á HM í fyrsta sinn varð ekki að veruleika.

„Ætla að fá að líða smá illa“

„Erfitt að segja, bara frekar tómlegt og skrítið, grátlegt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir aðspurð hvaða tilfinningar bærust henni í brjósti eftir súrt tap Íslands í Hollandi í kvöld. Með jafntefli hefði Ísland tryggt sér farseðilinn á HM sumarið 2023 en sigurmarkið kom þegar aðeins 90 sekúndur voru til leiksloka.

Svona er umspilið sem Ísland fer í

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld.

„Ég er bara í áfalli“

„Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil.

„Vorum grát­lega ná­lægt þessu“

Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM.

Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins

Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil.

Englandsmeistararnir völtuðu fyrir Sevilla

Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 0-4 útisigur er liðið heimsótti Sevilla í fyrstu umferð riðlekppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Íslendingaliðin áfram í franska bikarnum

Leikið var í 32-liða úrslitum í frönsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld og voru fjögur Íslendingalið í eldlínunni sem tryggðu sér öll sæti í 16-liða úrslitum.

Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea

Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd.

Sjá næstu 50 fréttir