Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 2-1 FH | Stjarnan endar í efri helming og FH í fallsæti Stjarnan endar fyrsta leiktímabil Bestu-deildarinnar í 6. sæti og leikur því í efri hluta úrslitakeppninnar eftir 2-1 sigur á FH í lokaumferð deildarkeppninnar. Á sama tíma enda FH-ingar deildarkeppninna í fallsæti. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Garðbæinga í dag. 17.9.2022 15:55 Karlarnir ekki langt frá að lenda á verðlaunapalli Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu í Lúxemborg þar sem úrslit mótsins fóru fram í dag. 17.9.2022 15:45 Svava Rós og Selma Sól skoruðu báðar í jafntefli Svava Rós Guðmundsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu báðar þegar Brann og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli. Sveindís Jane Jónsdóttir hóf tímabilið á bekknum hjá Wolfsburg, Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir París Saint-Germain og Anna Björk Kristjánsdóttir var í liði Inter sem vann stórsigur. 17.9.2022 15:41 ÍBV vann KA/Þór með minnsta mun KA/Þór var í heimsókn í Vestmannaeyjum og mætti ÍBV í Olís-deild kvenna. Fór það svo að heimaliðið vann með minnsta mun, lokatölur 28-27. 17.9.2022 15:20 Sjáðu markið: Andri Lucas skoraði sitt fyrsta mark í Íslendingaslag Íslendingalið Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Kalmar í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Alls voru fimm Íslendingar í eldlínunni í leikjunum tveimur í Svíþjóð. 17.9.2022 15:00 Heimir um að fara úr Persaflóa til Jamaíka: „Það sem er bannað þar er leyfilegt hér“ Heimir Hallgrímsson var tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í gærkvöld, föstudag. Þetta hafði legið lengi í loftinu en í gær var tilkynnt að Heimir myndi þjálfa liðið næstu fjögur árin. 17.9.2022 14:31 Ísland nældi í silfur á EM Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum endaði í öðru sæti á Evrópumótinu sem fór fram í Lúxemborg. 17.9.2022 13:50 Úlfarnir engin fyrirstaða og meistararnir komnir á toppinn Manchester City vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyftir Englandsmeisturunum upp á topp deildarinnar. 17.9.2022 13:30 Man United gekk frá Reading í fyrri hálfleik Manchester United vann einkar þægilegan 4-0 sigur á Reading í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í dag. 17.9.2022 13:15 1. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir 1. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri meistaranna í Dusty á nýliðum Breiðabliks. Þór, NÚ, SAGA og Ármann unnu einnig sína leiki. 17.9.2022 13:01 Škriniar næsti varnarmaðurinn sem Real vill á frjálsri sölu Real Madríd heldur áfram að eltast við varnarmenn á frjálsri sölu. Eftir að sækja David Alaba sumarið 2021 og Antonio Rüdiger síðasta sumar þá stefnir allt í að Milan Škriniar, miðvörður Inter Milan, komi á frjálsri sölu sumarið 2023. 17.9.2022 12:36 Schröder til Lakers á ný og Westbrook gæti sest á bekkinn Leikstjórnandinn Dennis Schröder hefur samið við Los Angeles Lakers um að leika með liðinu á næstu leiktíð í NBA deildinni í körfubolta. Lakers staðfesti skiptin skömmu eftir að Schröder skoraði 30 stig í tapi Þýskalands gegn Spáni í undanúrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. 17.9.2022 12:01 Vinícius mun ekki hætta að dansa Brasilíumaðurinn Vinícius Junior, einn albesti fótboltamaður heims í dag, hefur sagt að hann muni ekki hætta að fagna mörkum sínum að hætti hússins. Vinícius segir að „gleði svarta Brasilíumanna í Evrópu“ sé á bakvið gagnrýnina á fögnum hans. 17.9.2022 11:30 Mbappé þénar mest allra árið 2022 Kylian Mbappé er tekjuhæsti knattspyrnumaður í heimi árið 2022. Hann fær 105 milljónir Bandaríkjadala [14,6 milljarðar íslenskra króna] í laun hjá París Saint-Germain ásamt því að þéna 20 milljónir Bandaríkjadala [2,8 milljarðar] í gegnum auglýsingar og því um líkt. 17.9.2022 10:46 Tekst Fram eða Keflavík að komast upp í efri hlutann? Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00. 17.9.2022 10:01 Gagnrýna valið á Aroni Einari: „Þetta staðfestir að nauðgunarmenning þrífst innan KSÍ og að þolendum er ekki trúað“ Aron Einar Gunnarsson var íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem valinn var í gær, föstudag. Landsliðsfyrirliðinn hefur ekki spilað síðan í júní á síðasta ári þar sem mál hans og Eggert Gunnþórs Jónssonar var enn á borði ríkissaksóknara en kona ásakaði þá um að nauðga sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur tjáð sig um málið og þá hefur mikil umræða átt sér stað á samfélagsmiðlum eftir valið. 17.9.2022 09:30 „Gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum“ „Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. 17.9.2022 09:01 „Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9. 17.9.2022 08:31 Óttast ekki neikvæða umræðu: „Vinnum bara eftir reglum sem okkur eru gefnar“ Arnar Þór Viðarsson óttast ekki að valið á Aroni Einari Gunnarssyni í íslenska fótboltalandsliðið eigi eftir að draga óþægilegan dilk á eftir sér. 17.9.2022 08:00 Ekvador heldur HM sætinu en Síle gefst ekki upp Knattspyrnusamband Síle neitar að leggja árar í bát og ætlar að áfrýja aftur þó svo að það hafi nú þegar tapað áfrýjun og búið sé að staðfesta að Ekvador haldi sæti sínu á HM sem fram fer í Katar eftir nokkra mánuði. 17.9.2022 07:00 Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Það má með sanni segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á Bestu deild karla og kvenna í fótbolta, Olís deild karla og kvenna í handbolta, Serie A og golf á þessum fallega laugardegi. 17.9.2022 06:00 Evrópuævintýri Alfons og félaga hófst gegn Val Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt hafa nú unnið 14 Evrópuleiki í röð í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeild Evrópu. Sigurgangan hófst þann 29. júlí 2021 er liðið lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals 3-0. 16.9.2022 23:31 Jamaíka kynnir Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var í kvöld kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíka. Fyrr í vikunni var svo gott sem búið að staðfesta að Heimir væri að taka við og nú hefur opinberlega verið kynntur sem næsti þjálfari liðsins. 16.9.2022 23:01 „Vandamálið var að við spiluðum í þrjátíu mínútur en ekki sextíu“ Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, sagði að fyrri og seinni hálfleikurinn gegn Val hefði verið eins og svart og hvítt. 16.9.2022 22:48 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Hörður 38-28 | Köstuðu ekki inn hvíta handklæðinu Valur vann stórsigur á Herði, 38-28 í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Ísfirðinga í efstu deild frá upphafi. 16.9.2022 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 25-25 | Bæði lið enn í leit að sínum fyrsta sigri Afturelding og FH gerðu jafntefli í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-25 sem þýðir að liðin eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. 16.9.2022 22:15 FH taplaust í gegnum Lengjudeildina Tindastóll og FH, topplið Lengjudeildar kvenna í fótbolta gerðu 2-2 jafntefli i kvöld en bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári. 16.9.2022 22:01 „Ólíkt síðasta tímabili ætlum við að breyta jafnteflum í sigra í vetur“ Afturelding gerði jafntefli við FH í 2. umferð Olís deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem FH fékk lokasóknina en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 25-25. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með aðeins eitt stig. 16.9.2022 21:50 Fulham vann þó Mitrović hafi ekki skorað Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Nýliðar Fulham lögðu nýliða Nottingham Forest á útivelli á meðan Aston Villa vann Southampton á Villa Park. 16.9.2022 21:32 Skytturnar byrja á stórsigri Arsenal og Brighton & Hove Albion mættust í fyrsta leik ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Skytturnar unnu 4-0 stórsigur og byrja tímabilið af krafti. 16.9.2022 20:46 Heimsmeistararnir mæta Frökkum í úrslitum Spánn og Frakkland mætast í úrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Frakkland vann stórsigur á Póllandi fyrr í dag en nú í kvöld vann heimsmeistarar Spánar fimm stiga sigur á Þjóðverjum, lokatölur 96-91 og Spánverjar komnir í úrslit. 16.9.2022 20:30 Valskonur ekki í vandræðum með Hauka Valur gjörsamlega pakkaði Haukum saman að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld, lokatölur 37-22 Valskonum í vil. 16.9.2022 19:46 Sara Björk á toppinn á Ítalíu | Bayern byrjar ekki vel Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðri miðju meistaraliðs Juventus er liðið vann 1-0 sigur á Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München sem tókst ekki að landa sigri gegn Eintracht Frankfurt. 16.9.2022 19:31 Stúlknalandslið Íslands fékk brons á EM Íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum vann brons á Evrópumótinu sem fram fer í Lúxemborg. Kvenna- og karlalandsliðið keppa svo til úrslita um helgina. 16.9.2022 18:31 Amanda og Emelía á skotskónum | Rosengård á toppinn Íslendingaliðin Kristianstad og Rosengård unnu bæði sína leiki í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og eru því áfram í efstu tveimur sætum deildarinnar. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir voru á skotskónum hjá Kristianstad. 16.9.2022 18:00 Beckham beið í þrettán klukkustundir til að geta vottað virðingu sína David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, beið röð í þrettán klukkustundir til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. 16.9.2022 17:31 Frakkar flugu í úrslit með risasigri Frakkar tryggðu sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins í körfubolta með afar öruggum 41 stigs sigri gegn Pólverjum í dag, 95-54. 16.9.2022 17:02 Treyja Jordans orðin verðmætasti íþróttaminjagripur sögunnar Chicago Bulls keppnistreyja sem Michael Jordan klæddist í úrslitum NBA árið 1998 varð í nótt dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar þegar hún seldist á uppboði fyrir 10,1 milljón dollara. 16.9.2022 16:02 Lið Bónda uppskar eins og það sáði Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili. 16.9.2022 16:02 Aftur handtekin í tengslum við árásina á liðsfélaga Knattspyrnukonan Aminata Diallo hefur á ný verið handtekinn og sett í gæsluvarðhald vegna rannsóknar frönsku lögreglunnar á árásinni á Kheiru Hamraoui, liðsfélaga Diallo hjá PSG. 16.9.2022 15:16 Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda. 16.9.2022 15:01 „Erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út“ Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, fékk þungt höfuðhögg er liðið gerði 24-24 jafntefli gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gærkvöld. Lárus fékk þá skot frá Tandra Má Konráðssyni af stuttu færi í andlitið, en segist þó hafa sloppið vel í þetta sinn. 16.9.2022 14:45 Sjáðu hvernig Ómar og Gísli kláruðu Dinamo Búkarest með magnaðri fótafimi Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá Magdeburg þegar þýsku meistararnir unnu Dinamo í Búkarest, 28-30, í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær. 16.9.2022 14:01 Leikmenn Fylkis bliknuðu í samanburði við Bl1ck Þrír fyrrum Dusty leikmenn mættust í viðureign NÚs og Fylkis í gærkvöldi. Hart var slegist í Nuke og þurfti þrefalda framlengingu til að skera úr um sigurvegarana. 16.9.2022 14:01 Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16.9.2022 13:34 Sjá næstu 50 fréttir
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 2-1 FH | Stjarnan endar í efri helming og FH í fallsæti Stjarnan endar fyrsta leiktímabil Bestu-deildarinnar í 6. sæti og leikur því í efri hluta úrslitakeppninnar eftir 2-1 sigur á FH í lokaumferð deildarkeppninnar. Á sama tíma enda FH-ingar deildarkeppninna í fallsæti. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Garðbæinga í dag. 17.9.2022 15:55
Karlarnir ekki langt frá að lenda á verðlaunapalli Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu í Lúxemborg þar sem úrslit mótsins fóru fram í dag. 17.9.2022 15:45
Svava Rós og Selma Sól skoruðu báðar í jafntefli Svava Rós Guðmundsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu báðar þegar Brann og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli. Sveindís Jane Jónsdóttir hóf tímabilið á bekknum hjá Wolfsburg, Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir París Saint-Germain og Anna Björk Kristjánsdóttir var í liði Inter sem vann stórsigur. 17.9.2022 15:41
ÍBV vann KA/Þór með minnsta mun KA/Þór var í heimsókn í Vestmannaeyjum og mætti ÍBV í Olís-deild kvenna. Fór það svo að heimaliðið vann með minnsta mun, lokatölur 28-27. 17.9.2022 15:20
Sjáðu markið: Andri Lucas skoraði sitt fyrsta mark í Íslendingaslag Íslendingalið Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Kalmar í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Alls voru fimm Íslendingar í eldlínunni í leikjunum tveimur í Svíþjóð. 17.9.2022 15:00
Heimir um að fara úr Persaflóa til Jamaíka: „Það sem er bannað þar er leyfilegt hér“ Heimir Hallgrímsson var tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í gærkvöld, föstudag. Þetta hafði legið lengi í loftinu en í gær var tilkynnt að Heimir myndi þjálfa liðið næstu fjögur árin. 17.9.2022 14:31
Ísland nældi í silfur á EM Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum endaði í öðru sæti á Evrópumótinu sem fór fram í Lúxemborg. 17.9.2022 13:50
Úlfarnir engin fyrirstaða og meistararnir komnir á toppinn Manchester City vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyftir Englandsmeisturunum upp á topp deildarinnar. 17.9.2022 13:30
Man United gekk frá Reading í fyrri hálfleik Manchester United vann einkar þægilegan 4-0 sigur á Reading í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í dag. 17.9.2022 13:15
1. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir 1. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri meistaranna í Dusty á nýliðum Breiðabliks. Þór, NÚ, SAGA og Ármann unnu einnig sína leiki. 17.9.2022 13:01
Škriniar næsti varnarmaðurinn sem Real vill á frjálsri sölu Real Madríd heldur áfram að eltast við varnarmenn á frjálsri sölu. Eftir að sækja David Alaba sumarið 2021 og Antonio Rüdiger síðasta sumar þá stefnir allt í að Milan Škriniar, miðvörður Inter Milan, komi á frjálsri sölu sumarið 2023. 17.9.2022 12:36
Schröder til Lakers á ný og Westbrook gæti sest á bekkinn Leikstjórnandinn Dennis Schröder hefur samið við Los Angeles Lakers um að leika með liðinu á næstu leiktíð í NBA deildinni í körfubolta. Lakers staðfesti skiptin skömmu eftir að Schröder skoraði 30 stig í tapi Þýskalands gegn Spáni í undanúrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. 17.9.2022 12:01
Vinícius mun ekki hætta að dansa Brasilíumaðurinn Vinícius Junior, einn albesti fótboltamaður heims í dag, hefur sagt að hann muni ekki hætta að fagna mörkum sínum að hætti hússins. Vinícius segir að „gleði svarta Brasilíumanna í Evrópu“ sé á bakvið gagnrýnina á fögnum hans. 17.9.2022 11:30
Mbappé þénar mest allra árið 2022 Kylian Mbappé er tekjuhæsti knattspyrnumaður í heimi árið 2022. Hann fær 105 milljónir Bandaríkjadala [14,6 milljarðar íslenskra króna] í laun hjá París Saint-Germain ásamt því að þéna 20 milljónir Bandaríkjadala [2,8 milljarðar] í gegnum auglýsingar og því um líkt. 17.9.2022 10:46
Tekst Fram eða Keflavík að komast upp í efri hlutann? Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00. 17.9.2022 10:01
Gagnrýna valið á Aroni Einari: „Þetta staðfestir að nauðgunarmenning þrífst innan KSÍ og að þolendum er ekki trúað“ Aron Einar Gunnarsson var íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem valinn var í gær, föstudag. Landsliðsfyrirliðinn hefur ekki spilað síðan í júní á síðasta ári þar sem mál hans og Eggert Gunnþórs Jónssonar var enn á borði ríkissaksóknara en kona ásakaði þá um að nauðga sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur tjáð sig um málið og þá hefur mikil umræða átt sér stað á samfélagsmiðlum eftir valið. 17.9.2022 09:30
„Gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum“ „Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. 17.9.2022 09:01
„Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9. 17.9.2022 08:31
Óttast ekki neikvæða umræðu: „Vinnum bara eftir reglum sem okkur eru gefnar“ Arnar Þór Viðarsson óttast ekki að valið á Aroni Einari Gunnarssyni í íslenska fótboltalandsliðið eigi eftir að draga óþægilegan dilk á eftir sér. 17.9.2022 08:00
Ekvador heldur HM sætinu en Síle gefst ekki upp Knattspyrnusamband Síle neitar að leggja árar í bát og ætlar að áfrýja aftur þó svo að það hafi nú þegar tapað áfrýjun og búið sé að staðfesta að Ekvador haldi sæti sínu á HM sem fram fer í Katar eftir nokkra mánuði. 17.9.2022 07:00
Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Það má með sanni segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á Bestu deild karla og kvenna í fótbolta, Olís deild karla og kvenna í handbolta, Serie A og golf á þessum fallega laugardegi. 17.9.2022 06:00
Evrópuævintýri Alfons og félaga hófst gegn Val Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt hafa nú unnið 14 Evrópuleiki í röð í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeild Evrópu. Sigurgangan hófst þann 29. júlí 2021 er liðið lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals 3-0. 16.9.2022 23:31
Jamaíka kynnir Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var í kvöld kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíka. Fyrr í vikunni var svo gott sem búið að staðfesta að Heimir væri að taka við og nú hefur opinberlega verið kynntur sem næsti þjálfari liðsins. 16.9.2022 23:01
„Vandamálið var að við spiluðum í þrjátíu mínútur en ekki sextíu“ Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, sagði að fyrri og seinni hálfleikurinn gegn Val hefði verið eins og svart og hvítt. 16.9.2022 22:48
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Hörður 38-28 | Köstuðu ekki inn hvíta handklæðinu Valur vann stórsigur á Herði, 38-28 í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Ísfirðinga í efstu deild frá upphafi. 16.9.2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 25-25 | Bæði lið enn í leit að sínum fyrsta sigri Afturelding og FH gerðu jafntefli í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-25 sem þýðir að liðin eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. 16.9.2022 22:15
FH taplaust í gegnum Lengjudeildina Tindastóll og FH, topplið Lengjudeildar kvenna í fótbolta gerðu 2-2 jafntefli i kvöld en bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári. 16.9.2022 22:01
„Ólíkt síðasta tímabili ætlum við að breyta jafnteflum í sigra í vetur“ Afturelding gerði jafntefli við FH í 2. umferð Olís deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem FH fékk lokasóknina en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 25-25. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með aðeins eitt stig. 16.9.2022 21:50
Fulham vann þó Mitrović hafi ekki skorað Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Nýliðar Fulham lögðu nýliða Nottingham Forest á útivelli á meðan Aston Villa vann Southampton á Villa Park. 16.9.2022 21:32
Skytturnar byrja á stórsigri Arsenal og Brighton & Hove Albion mættust í fyrsta leik ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Skytturnar unnu 4-0 stórsigur og byrja tímabilið af krafti. 16.9.2022 20:46
Heimsmeistararnir mæta Frökkum í úrslitum Spánn og Frakkland mætast í úrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Frakkland vann stórsigur á Póllandi fyrr í dag en nú í kvöld vann heimsmeistarar Spánar fimm stiga sigur á Þjóðverjum, lokatölur 96-91 og Spánverjar komnir í úrslit. 16.9.2022 20:30
Valskonur ekki í vandræðum með Hauka Valur gjörsamlega pakkaði Haukum saman að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld, lokatölur 37-22 Valskonum í vil. 16.9.2022 19:46
Sara Björk á toppinn á Ítalíu | Bayern byrjar ekki vel Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðri miðju meistaraliðs Juventus er liðið vann 1-0 sigur á Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München sem tókst ekki að landa sigri gegn Eintracht Frankfurt. 16.9.2022 19:31
Stúlknalandslið Íslands fékk brons á EM Íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum vann brons á Evrópumótinu sem fram fer í Lúxemborg. Kvenna- og karlalandsliðið keppa svo til úrslita um helgina. 16.9.2022 18:31
Amanda og Emelía á skotskónum | Rosengård á toppinn Íslendingaliðin Kristianstad og Rosengård unnu bæði sína leiki í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og eru því áfram í efstu tveimur sætum deildarinnar. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir voru á skotskónum hjá Kristianstad. 16.9.2022 18:00
Beckham beið í þrettán klukkustundir til að geta vottað virðingu sína David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, beið röð í þrettán klukkustundir til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. 16.9.2022 17:31
Frakkar flugu í úrslit með risasigri Frakkar tryggðu sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins í körfubolta með afar öruggum 41 stigs sigri gegn Pólverjum í dag, 95-54. 16.9.2022 17:02
Treyja Jordans orðin verðmætasti íþróttaminjagripur sögunnar Chicago Bulls keppnistreyja sem Michael Jordan klæddist í úrslitum NBA árið 1998 varð í nótt dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar þegar hún seldist á uppboði fyrir 10,1 milljón dollara. 16.9.2022 16:02
Lið Bónda uppskar eins og það sáði Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili. 16.9.2022 16:02
Aftur handtekin í tengslum við árásina á liðsfélaga Knattspyrnukonan Aminata Diallo hefur á ný verið handtekinn og sett í gæsluvarðhald vegna rannsóknar frönsku lögreglunnar á árásinni á Kheiru Hamraoui, liðsfélaga Diallo hjá PSG. 16.9.2022 15:16
Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda. 16.9.2022 15:01
„Erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út“ Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, fékk þungt höfuðhögg er liðið gerði 24-24 jafntefli gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gærkvöld. Lárus fékk þá skot frá Tandra Má Konráðssyni af stuttu færi í andlitið, en segist þó hafa sloppið vel í þetta sinn. 16.9.2022 14:45
Sjáðu hvernig Ómar og Gísli kláruðu Dinamo Búkarest með magnaðri fótafimi Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá Magdeburg þegar þýsku meistararnir unnu Dinamo í Búkarest, 28-30, í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær. 16.9.2022 14:01
Leikmenn Fylkis bliknuðu í samanburði við Bl1ck Þrír fyrrum Dusty leikmenn mættust í viðureign NÚs og Fylkis í gærkvöldi. Hart var slegist í Nuke og þurfti þrefalda framlengingu til að skera úr um sigurvegarana. 16.9.2022 14:01
Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16.9.2022 13:34