Fleiri fréttir

Styrmir Snær mættur aftur í upp­eldis­fé­lagið

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Þór Þorlákshöfn. Var hann á skýrslu þegar liðið tapaði fyrir Haukum í Ólafssal í Subway deild karla í körfubolta í kvöld.

Hamrén hafði betur gegn Frey

Erik Hamrén hafði betur gegn Frey Alexanderssyni er lið þeirra, Álaborg og Lyngby, mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Álaborg vann 2-0 sigur sem þýðir að liðið er nú níu stigum á undan Lyngby sem situr á botni deildarinnar.

Stefnir allt í að Rosengård verji titilinn

Guðrún Arnarsdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Rosengård á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Rosengård er hársbreidd frá að verja titil sinn en Íslendingalið Kristianstad heldur í vonina um að Guðrún og stöllur hennar renni á bananahýði áður en tímabilinu lýkur.

Magdeburg Claar(t) í bátana

Sænski landsliðsmaðurinn Felix Claar hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þýskalandsmeistara Magdeburg.

Blikar unnu meistaratitilinn en hver vinnur kapphlaupið um markametið?

Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu þótt enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deild karla. Það er líka ljóst að Víkingur og KA fá hin Evrópusætin. Það er því kannski að litlu að keppa í lokaumferðunum en það er samt eitt markamet í boði fyrir bæði Blika og Víkinga.

Norðanvindurinn í Genóa og stór heimsmeistari í lítilli tjörn

Ég man þá tíð þegar maður spilaði fótbolta sem barn, áhyggjulaus á túninu með félögunum. Reglan var þannig að ef annað liðið var að vinna stórt, þurfti einn leikmaður úr liðinu sem var að vinna yfir í liðið sem var að tapa. Skrefin voru þung þar sem maður þrammaði yfir á hinn vallarhelminginn þar sem maður þurfti að reyna að byggja upp sjálfstraust nýju liðsfélaganna sem maður var nýbúinn að niðurlægja.

Besti þátturinn: Steindi Jr. fór á kostum gegn Víkingum

Afturelding og Víkingur áttust við í sjöttu viðureign Besta þáttarins sem nú er komin út. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.

Hamraoui gæti leikið sinn fyrsta leik eftir árásina

Kheira Hamraoui er í leikmannahópi Paris Saint-Germain fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það gæti því styst í að hún spili sinn fyrsta leik síðan hún varð fyrir fólskulegri árás fyrir tæpu ári.

Sautján ára nýliði í landsliðinu

Tveir nýliðar á táningsaldri eru í hópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem mætir Ísrael í tveimur leikjum í forkeppni fyrir HM í næsta mánuði.

Utan vallar: Lið í hlekkjum hugarfarsins

Klárum þetta augljósa fyrst. Stéphanie Frappart dómari óð í villu og svíma í umspilsleik Portúgals og Íslands á þriðjudaginn og kom sér vel fyrir á listanum yfir óvini íslenska ríkisins. En galin frammistaða hennar tók líka athyglina frá slakri spilamennsku Íslands meðan enn var jafnt í liðum. Og spilamennska sem er þessi er ekki einsdæmi hjá íslenska liðinu.

Philip Jalalpoor í gin ljónsins eftir bara einn leik

Íraninn Philip Jalalpoor hefur spilað sinn fyrsta og síðasta leik fyrir Njarðvík í Subway deild karla í körfubolta. Jalalpoor var ekki með Njarðvíkurliðinu í sigri á nýliðum Hattar á Egilsstöðum í gærkvöldi.

Kara Saunders lætur CrossFit samtökin heyra það

Ástralar eru stórveldi í CrossFit íþróttinni enda eiga þeir sexfaldan heimsmeistara í kvennaflokki, Tia-Clair Toomey-Orr. Ein af bestu CrossFit konunum í sögu þessa heimshluta er mjög ósátt með hlutskipti Ástralíu í nýrri undankeppni fyrir heimsleikana.

Vilja að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi

Réttarhöld gegn brasilíska fótboltamanninum Neymar hefjast í næstu viku en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og spillingu vegna félagsskipta hans frá Santos til Barcelona árið 2013.

Alexander-Arn­old fór sömu leið og Ari Freyr

Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool.

Verið stuðnings­maður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag

„Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld.

Skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki

„Þeir höfðu engu að tapa“, sagði Dominykas Milka eftir sigur Keflvíkinga á Stjörnunni fyrr í kvöld. Leikið var í Ásgarði, Garðabæ en lokatölur voru 86-92. Milka var spurður að því hvað hafi gerst í lok leiks en Keflvíkingar voru komnir 15 stigum yfir þegar stutt var eftir og ekkert sem benti til þess að Stjörnumenn ættu séns.

„Eins og tengda­móðir mín segir: Sportið er grimmt“

Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum.

Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum

Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum.

Stór­leikur Golla dugði ekki gegn Svíum

Johannes Golla, leikmaður Flensburg, átti sannkallaðan stórleik fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta í kvöld. Því miður dugði það ekki til sigurs gegn Svíþjóð er þjóðirnar mættust í Evrópubikar EHF, lokatölur 37-33 Svíum í vil.

Sjá næstu 50 fréttir