Fleiri fréttir

Pique endaði ferilinn á rauðu spjaldi þrátt fyrir að koma ekki inn á

Gerard Pique tilkynnti á dögunum að skórnir væru á leiðinni á hilluna frægu. Hann var á varamannabekknum þegar Barcelona bjargaði 1-2 sigri gegn Osasuna í kvöld, en þessi reynslumikli leikmaður fékk að líta rauða spjaldið fyrir að nöldra í dómurum leiksins í hálfleik.

Heimir kynntur til leiks hjá FH

Heimir Guðjónsson hefur formlega verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Sigurvin Ólafsson var á sama tíma kynntur sem aðstoðarþjálfari liðsins, en félagið greindi frá þessu á stuðningsmannakvöldi sem haldið var í kvöld.

Aron og félagar enn taplausir á toppnum

Aron Pálmarsson og félagar hans í liði Álaborgar unnu sterkan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 23-26.

Ásgeir Örn líklegastur til að taka við Haukum

Rúnar Sigtryggsson sem þjálfað hefur Hauka í Olís-deild karla í handbolta er hættur og hefur samið við Leipzig sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson þykir líklegasti arftaki Rúnars hjá Hafnarfjarðarliðinu.

„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“

Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn.

Skoraði eftir langa glímu við andlega erfiðleika

Slóvenski landsliðsframherjinn Josip Ilicic reimaði á sig takkaskóna á mánudagskvöld og skoraði í fyrsta leik sínum síðan í maí, eftir að hafa átt við andlega erfiðleika að stríða.

Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM.

Markahæsti Brassinn skilinn eftir heima

Brasilíumenn völdu í gær HM-hópinn sinn og það var hægt að sjá hvert dramatíska myndbandið á fætur öðru þar sem leikmönnum fögnuðu því að vera valdir í hópinn.

Sverrir og Jóhann snúa aftur í landsliðið

Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson hefur valið fyrir leikina í Baltic Cup síðar í þessum mánuði.

Stubbarnir í Kaplakrika

Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika.

„Vitum að þetta er karl­lægur heimur, þessi knatt­spyrnu­heimur“

Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi.

Dag­skráin Í dag: Serie A, Loka­sóknin og Ljós­leiðara­deildin

Það er þægilegur þriðjudagur framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls eru þrír leikir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, á dagskrá ásamt Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike:Global Offensive og Lokasóknin þar sem farið er yfir síðustu umferð NFL deildarinnar.

Heimir snýr „heim“ í Kaplakrika

Talið er að Heimir Guðjónsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta á morgun. Heimir stýrði FH lengi vel og var liðið einkar sigursælt undir hans stjórn.

Sjá næstu 50 fréttir