Fleiri fréttir

Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi

Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels.

Myndasyrpa: Gleðin við völd í Gautaborg

Strákarnir okkar brostu mikið í Gautaborg í gær eins og sjá má í myndasyrpu úr smiðju Vilhelms Gunnarssonar. Hann var að sjálfsögðu á staðnum þegar Ísland vann öruggan sigur gegn Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta.

Heimsku­legt og gert í al­gjöru hugsunar­leysi

Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 

Skýrsla Stefáns: Komið bara með þessa helví*** Svía!

Íslenska liðið gaf tóninn í byrjum leiks og komst fljótlega 4-1 yfir. Leikmenn Grænhöfðaeyja voru ekki alveg í takt og réðu illa við hraðann í leiknum. Þeir höfðu aðeins gert eitt mark eftir sjö mínútur.

ÍR vann loks leik | Öruggt hjá topp­liðinu

ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki.

Umfjöllun: Haukar - Valur 61-71 | Þreyta í nýkrýndum bikar­meisturunum

Valur vann sterkan sigur á nýkringdum bikarmeisturunum Haukum í toppslag 16. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en ferskleiki og baráttugleði skiluðu Valskonum sigrinum á endanum eftir samhellda liðframmistöðu. Fer þá Valur upp að hlið Hauka í töflunni, lokatölur 71-61.

Svíar ekki í vand­ræðum með Ung­verja

Svíþjóð lenti ekki í teljandi vandræðum með lið Ungverjalands í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 37-28 Svíum í vil. Ísland mætir Svíþjóð í Gautaborg á föstudaginn í leik sem Ísland verður í raun að vinna.

Twitter yfir sigri kvöldsins: „Elliði er snillingur“

Ísland vann tíu marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 40-30 Íslandi í vil. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, rúllaði vel á liði sínu í dag og fengu allir leikmenn liðsins mínútur. Það má þó segja að leikmenn Grænhöfðaeyja hafi stolið senunni á Twitter.

Frakkar á­fram með fullt hús stiga

Frakkland er enn með fullt hús stiga á HM í handbolta en liðið vann Svartfjallaland með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í milliriðli, lokatölur 35-24.

Brann vill fá Aron Elís

Norska úrvalsdeildarliðið Brann hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Aroni Elísi Þrándarsyni.

„Ég var ekki brjálaður á bekknum“

Viggó Kristjánsson fékk loksins að spila á HM er íslenska liðið valtaði yfir Suður-Kóreu. Hann fékk ekki eina sekúndu í fyrstu leikjunum.

Ætluðum alltaf að vinna alla leikina í milliriðlinum

„Það er alltaf gott að skipta um stað á stórmóti, maður var svona að fá leið á hótelinu og matnum á hinum staðnum,“ segir Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins eftir æfinguna í Gautaborg í gær.

Lyon þurfti að borga Söru Björk 12,7 milljónir króna plús vexti

Sigur íslensku knattspyrnukonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, er að flestra mati tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof og hefur vakið mikla athygli í erlendum miðlum sem og hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir