Ólafur Guðmundsson meiddist á læri í leiknum á móti Suður-Kóreu og getur ekki spilað meira á mótinu.
Kristján Örn, sem leikur með Pays d´Aix í Frakklandi, er síðasti leikmaður HM-hópsins sem fær að vera á skýrslu. Hann er frábær skytta og gæti boðið upp á langskot í sókn íslenska liðsins.
Elvar Örn Jónsson er enn veikur og getur ekki spilað þennan leik. Það er vonast til þess að hann verði búinn að ná sér fyrir Svíaleikinn á föstudaginn.