Fleiri fréttir

Enn er Manchester rauð

Manchester United vann nágranna sína í Manchester City öðru sinni á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag.

Derby rúllaði yfir Blackburn

Derby er fimm stigum frá umspilssæti í ensku B-deildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur gegn Blackburn á heimavelli í dag.

Alfreð í hörðum árekstri gegn Bayern

Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður korteri fyrir leikslok í 2-0 tapi Augsburg gegn toppliði Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Chelsea lék Gylfa og félaga grátt

Chelsea fór á kostum gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og landaði mikilvægum 4-0 sigri í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Fá Birkir og Emil að fljúga? | Rúmenar í svipaðri stöðu

Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars.

Ari Freyr spilaði í tapi

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í eldlínunni í belgíska fótboltanum í kvöld.

Rúnar Alex spilaði í sigri

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon eru komnir úr fallsæti eftir 2-1 sigur á Toulouse í kvöld.

Dortmund stigi á eftir Bayern

Borussia Dortmund vann 1-2 sigur á Borussia Mönchengladbach í toppbaráttuslag þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Víkingar skoruðu sex á KA-menn

Það rigndi mörkum í Víkinni í A-deild Lengjubikars karla í dag þegar Pepsi-Max deildarliðin Víkingur og KA mættust.

Arsenal vann þriðja leikinn í röð

Arsenal vann í dag 1-0 sigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og hefur þar með unnið þrjá leiki í röð í deildinni.

Kjartan til bjargar á tómum leikvangi

Kjartan Henry Finnbogason reyndist hetja Vejle í dönsku 1. deildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á Hvidovre.

Söngur Gumma Tóta sló í gegn hjá New York City

Það getur oft verið ansi pínlegt fyrir nýliða í knattspyrnuliðum að ganga í gegnum þá algengu vígsluathöfn að syngja einsöng fyrir nýju liðsfélagana. Fyrir Guðmund Þórarinsson er það hins vegar lítið mál.

Færeyingar loka á áhorfendur

Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum.

Rúnar byrjar nýtt tímabil mjög vel

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, hóf tímabilið vel með meisturum Astana í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag.

Mourinho of latur fyrir eigin smekk

„Ég myndi ekki spila honum,“ sagði José Mourinho léttur í bragði á blaðamannafundi í dag þegar portúgalski knattspyrnustjórinn var spurður út í það hvernig leikmaður hann hefði verið á sínum tíma.

Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“

Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla.

Langþráður sigur Arons og Heimis

Eftir fimm leiki í röð án sigurs í úrvalsdeildinni í Katar fögnuðu Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson sigri í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Al Khor á heimavelli, 1-0.

Sjá næstu 50 fréttir