Fleiri fréttir

„Finnst Stjarnan búin að vera eins í svo mörg ár“

Stöðugleiki er góður en það vantar meiri breytingu á liði Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla að mati Hjörvars Hafliðasonar sparkspekings. Stjarnan var eitt þeirra liða sem var til umræðuefni í þættinum Sportið í kvöld.

Karius er enn í sambandi við Klopp

Loris Karius, markvörður Liverpool sem hefur verið á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas undanfarin tvö tímabil, segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauta sér en segist þó enn ræða við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

Segir Messi ekki á förum þrátt fyrir öll lætin

Quique Setien, stjóri Barcelona, segir að þrátt fyrir öll lætin í kringum félagið þessar vikurnar muni Lionel Messi klára feril sinn hjá félaginu. Það hafa verið stormasamar vikur að undanförnu hjá spænska risanum.

„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“

Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní.

Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.

Vonandi hægt að halda flest þessara móta

Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag.

Pogba hélt með Arsenal á sínum yngri árum

Paul Pogba greindi frá því í viðtali á dögunum að hann hafi haldið með Arsenal á sínum yngri árum. Það hafi verið vegna þess að landi hans, Thierry Henry, spilaði með liðinu þegar Pogba var ungur og hélt Pogba mikið upp á Henry.

Valdi Mane fram yfir Salah

Liverpool-goðsögnin og nú álitsgjafi Sky Sports, Jamie Carragher, segir að hann myndi velja Sadio Mane fram yfir Mohamed Salah en þetta sagði hann í spjalli við fylgjendur sína á Instagram í gærkvöldi.

„Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig“

Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom.

Klopp vill einkafund með Werner til að kynnast honum betur

Þýska dagblaðið Bild greinir frá því í dag að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vilji hitta Timo Werner á næstunni til þess að kynnast honum betur og sannfæra hann um að koma til Bítlaborgarinnar þegar hann tekur sitt næsta skref.

Kane breytir Man. United í lið sem myndi berjast um titilinn

Alan McInally, sparkspekingur og fyrrum leikmaður m.a. Bayern Munchen, segir að Harry Kane gæti hjálpað liði Manchester United ansi mikið. Hann gæti létt álaginu á Marcus Rashford og hjálpað liðinu í baráttunni á toppnum.

Eins og barn í sælgætisbúð

Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon.

Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september

Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar.

Rakitic: Er ekki kartöflupoki sem er hægt að gera hvað sem er við

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona en hann fór frá spænska félaginu til PSG sumarið 2017. Í því samhengi hefur verið nefnt að Ivan Rakitic fari sem hluti af kaupverðinu til franska liðsins en Króatinn vandar Barcelona ekki kveðjurnar í nýju viðtali.

Klopp: Hugur okkar allra er hjá Kenny

Núverandi stjóri Liverpool, Þjóðverjinn Jurgen Klopp, segir það hafa verið mikið áfall fyrir leikmenn sína að heyra af veikindum Liverpool goðsagnarinnar Kenny Dalglish.

Kemur ekki til greina að selja Kane innan Englands

Ekkert er til í þeim sögusögnum að enska úrvalsdeildarliðið Tottenham sé tilbúið að selja aðalstjörnu sína, Harry Kane, til Manchester United eða nokkurs annars félags í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir