Fleiri fréttir

Klopp segir að illa hafi verið komið fram við kvenna­lið Liver­pool

Jürgen Klopp, þjálfari karlaliðs Liverpool, hrósaði kvennaliði félagsins fyrir að vinna sér sæti í efstu deild. Hann segir þó góða ástæðu fyrir því að þetta sigursæla félag hafi fallið um deild, það var einfaldlega ekki komið nægilega vel fram við liðið.

Genoa tapaði sínum fyrsta leik síðan í janúar

Eftir að hafa ekki tapað í síðustu átta leikjum, þar sem sjö enduðu með jafntefli, þá töpuðu Albert Guðmundsson og félagar í Genoa fyrir Hellas Verona í kvöld. Albert var í byrjunarliði Genoa en var tekinn af velli í hálfleik.

Endaði á nærbuxunum til að gleðja gamla aðdáendur

Stuðningsmenn Barcelona sýndu Ivan Rakitic hlýhug og klöppuðu vel fyrir honum þegar þeir gátu loksins tekið á móti honum aftur á Camp Nou í gær. Rakitic gaf þeim svo bæði treyju sína og stuttbuxur áður en hann skokkaði af velli á nærbuxunum.

Bannaði þjálfaranum að velja Jón Dag

„Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn,“ skrifar Jón Dagur Þorsteinsson á Instagram en hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska knattspyrnufélagið AGF í Árósum.

„Engin gleði í spilamennsku Man. United“

Jamie Redknapp gagnrýndi spilamennsku Manchester United eftir jafnteflið á móti Leicester City og segir að það hljóti verið erfitt fyrir stuðningsmenn United að horfa upp á liðið sitt.

Stjörnurnar skinu skært í stórsigri PSG

Kilyan Mbappé, Lionel Messi og Neymar sáu um markaskorun franska stórveldisisn Paris Saint-Germain sem vann öruggan 5-1 sigur gegn Lorient í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum

Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins.

Patrik hélt hreinu í fyrsta leik tímabilsins

Norska deildin í knattspyrnu er farin að rúlla og í dag voru fjórir Íslendingar í eldlínunni. Patrik Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann góðan 1-0 útisigur gegn Sarpsborg 08.

Ólíklegar hetjur skutu Tottenham upp í Meistaradeildarsæti

Tottenham vann afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar, en þrír varnarmenn komu sér á blað fyrir heimamenn.

Sjáðu skallamark Jóns Daða

Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í gær, í 1-1 jafntefli gegn Wigan Athletic eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Everton heldur áfram að tapa á útivelli

West Ham vann Everton 2-1 á heimavelli í dag. Everton er því áfram án sigurs í útileik undir stjórn Frank Lampard en þetta var 11. leikur Lampard með liðið og sá 5. á útivelli í öllum keppnum.

Aron tryggði Horsens stigin þrjú

Aron Sigurðarson skoraði sigurmark Horsens úr vítaspyrnu á 63. mínútu í 0-1 sigri liðsins á Helsingor í næst efstu deild í Danmörku í dag.

Rodgers: Fofana hefur hvorki borðað né drukkið

Wesley Fofana spilaði allar 90 mínúturnar í hjarta varnar Leicester City í 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester United í gær. Fofana hafði ekki borðað neitt né drukkið svo mikið sem vatnsglas fyrir og eftir leikinn.

Þorleifur spilaði í sigri Houston Dynamo

Þorleifur Úlfarsson spilaði 23 mínútur í 1-3 sigri Houston Dynamo á útivelli gegn Inter Miami í MLS deildinni í nótt. Arnór Ingvi Traustason kom ekki við sögu í tapi 0-1 New England Revolution gegn New York Red Bulls.

Willum lagði upp í öruggum sigri BATE

Willum Þór Willumsson lagði upp annað mark BATE Borisov er liðið vann öruggan 3-0 útisigur í annarri umferð hvít-rússnesku deildarinnar í fótbolta í kvöld.

Spænsku meistararnir búnir að vinna sex í röð

Spánarmeistarar Atlético Madrid eru búnir að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum eftir 4-1 sigur gegn botnliði Deportivo Alavés í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Velgeir og félagar hófu tímabilið á sigri | Jafntefli og tap í norksa boltanum

Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í skandínavíska fótboltanum í dag. Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn í 4-2 sigri Häcken gegn AIK í Svíþjóð, Hólmert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström sem gerði 2-2 jafntefli gegn Ham-Kam í noregi og þá var Viðar Örn Kjartansson í fremstu víglínu hjá Vålerenga sem tapaði 1-0 gegn Molde.

United slapp með skrekkin gegn Leicester

Manchester United og Leicester skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur á Old Trafford urðu 1-1, en United þarf á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Sjá næstu 50 fréttir