Fleiri fréttir

Hjörtur Logi hefur lagt skóna á hilluna

Hjörtur Logi Valgarðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann lék með FH í efstu deild karla í fótbolta síðasta sumar en samningur hans rann út í kjölfarið. Óvíst var hvað hann myndi gera í sumar en hann tók alla vafa af er hann tilkynnti að skórnir væru farnir upp í hillu.

„Lang­þráðar fram­kvæmdir“ hafnar á svæði KA

Framkvæmdir hófust í dag á svæði íþróttafélagsins KA á Akureyri. Um er að ræða langþráðar framkvæmdir sem eiga að endurbæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar hjá félaginu. Heldur Akureyrar bær utan um framkvæmdina.

Ástralskur fram­herji til liðs við Breiða­blik

Bikarmeistarar Breiðabliks hafa samið við ástralska framherjann Melinu Ayers um að leika með liðinu í Bestu-deild kvenna í fótbolta í sumar. Kemur hún á láni frá Melbourne Victory í heimalandinu.

Ten Hag gert munn­legt sam­komu­lagi við Man United

Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis.

Modric: „Við vorum dauðir“

Luka Modric átti frábæran leik fyrir Real Madrid er liðið sló Evrópumeistara Chelsea úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Modric lagði upp markið sem tryggði liðinu framlengingu.

Evrópumeistararnir úr leik eftir framlengdan leik

Real Madrid er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap gegn Evrópumeisturum Chelsea í framlengdum leik í kvöld. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og fara því áfram eftir samanlagðan 5-4 sigur.

Villareal sló þýsku meistarana úr leik

Villareal gerði sér lítið fyrir og sló þýsku meistarana í Bayern München úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Villareal vann fyrri leik liðanna 1-0 og er því á leið í undanúrslit.

„Ég ætla að fara á HM áður en ég hætti“

„Þessi leikur fór kannski bara eins og við bjuggumst við,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir mikilvægan sigur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í dag.

„Elskum við ekki svona?“

Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu.

„Boltinn fór í lærið og eitthvað“

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag.

Guardiola: Leeds myndi falla með mig sem stjóra

Marcelo Bielsa er í miklum metum hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City. Guardiola segist handviss um að Leeds væri í Championship deildinni ef hann væri knattspyrnustjóri liðsins.

Sandra inn fyrir Cecilíu en annað óbreytt

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir leikinn Tékklandi í undankeppni HM í Teplice í dag.

Engar fregnir af máli Gylfa fyrr en eftir páska

Lögreglan í Manchester á Englandi mun ekki upplýsa um framgang rannsóknar í máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrr en eftir páska. Gylfi er í farbanni, sem rennur út á páskadag. 

Fram fær ungan Ástrala í vörnina

Ástralski knattspyrnumaðurinn Hosine Bility, sem leikið hefur fyrir U23-landslið Ástrala, er genginn í raðir Fram að láni frá danska úrvalsdeildarfélaginu Midtjylland

„Þær breyta kannski hvernig þær spila“

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem hefur verið fyrirliði fótboltalandsliðsins undanfarin misseri, segir Tékka engin lömb að leika sér við þótt Íslendingar hafi unnið þá tvisvar síðasta hálfa árið.

Lewandowski á leið til Barcelona?

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, leikmaður Bayern München, er í viðræðum við Barcelona samkvæmt ítalska félagaskipta sérfræðingnum Fabrizio Romano.

Atletico Madrid lokar hluta af leikvangi sínum vegna nasista

Atletico Madrid hefur fengið ákæru vegna óviðunandi hegðunar stuðningsmanna en einhver fjöldi þeirra voru að heilsa leikmönnum og öðrum á Etihad vellinum að hætti nasista í fyrri viðureign liðsins gegn Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudaginn síðastliðinn.

„Þurfum að þora að vera við sjálfar inni á vellinum“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, á von á sókndjarfari Tékkum en í fyrri leikjum liðanna. Tékkland verður að vinna leik liðanna í undankeppni HM 2023 til að eygja von um að komast í umspil.

Sjáðu ástæðu þess að Pablo byrjar tímabilið í banni

Íslandsmeistarar Víkings verða án Pablo Punyed þegar Besta-deildin í knattspyrnu fer af stað eftir slétta viku. Leikmaðurinn nældi sér í rautt spjald þegar Víkingar tóku á móti Breiðablik í Meistarakeppni KSÍ í gær.

Íslensk jafntefli í sænska boltanum

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í báðum þeirra. Milan Milojevic og lærisveinar hans í Malmö gerðu 1-1 jafntefli gegn Íslendingaliði Elfsborg og Aron Bjarnason og félagar hans í Sirius gerðu markalaust jafntefli gegn Varnamo.

„Of margir leikmenn á Íslandi á allt of háum launum“

Rúnar Kristinsson, þjálfari knattspyrnuliðs KR, segist gjarnan hafa viljað fá þá Hólmar Örn Eyjólfsson og Aron Jóhannsson í sinn leikmannahóp en þeir fóru báðir til Vals. Hann telur að almennt fái of margir leikmenn á Íslandi of há laun.

Sjá næstu 50 fréttir