„Ég á von á erfiðum leik, hörkuleik og liði sem spilar til sigurs. Ég býst við að þær verði ágengar, grimmar og þær reyna örugglega að pressa okkur einhvern tíma,“ sagði Þorsteinn.
„Ég gæti trúað því að þær yrðu eitthvað framar og reyna að pressa okkur framar. Það er algengara að þær séu í lágpressu en ég á frekar von á því að þær verði framar á vellinum.“
En hvernig ætlar íslenska liðið að leysa það ef Tékkar ákveða að pressa framarlega?
„Við þurfum að komast í gegnum pressuna eða yfir hana og þora að vera við sjálfar inni á vellinum,“ svaraði Þorsteinn.