Fleiri fréttir

Noregur úr leik á EM

Austurríki fer áfram í 8-liða úrslit á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Noregi. Þær norsku eru næst sigursælasta lið Evrópumótsins á eftir Þýskalandi en komast ekki upp úr riðli sínum, annað Evrópumótið í röð.

Lukaku: Mistök að fara til Chelsea

Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, segir það hafa verið mistök að yfirgefa Inter til að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar.

Willum skrifar undir í Hollandi

Knattspyrnumaðurinn Willum Þór Willumsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Go Ahead Eagles.

Mis­munandi á­herslur daginn eftir leik: Mynda­syrpa

Það er mismunandi hvað leikmenn gera daginn eftir leik. Á æfingu íslenska landsliðsins í dag má sjá þær sem spiluðu leik Íslands og Ítalíu í gær taka því rólega með léttu skokki og smá lyftingum. Þær sem minna eða ekkert spiluðu taka hins vegar alvöru æfingu.

Eriksen orðinn leikmaður Man United

Það er ekki nóg með að Manchester United raði inn mörkum í æfingaleikjum heldur er félagið líka byrjað að sækja leikmenn. Rétt í þessu var staðfest að Christian Eriksen væri genginn í raðir félagsins.

Raphinha genginn í raðir Barcelona

Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. 

Wiegman með kórónuveiruna og missir af leiknum gegn Norður-Írum

Kórónuveiran heldur áfram að leika íþróttalífið grátt, en Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, greindist með veiruna í dag. Hún verður því ekki á hliðarlínunni er liðið mætir Norður-Írlandi í lokaleik liðsins í riðlakeppni EM.

Bann FIFA og UEFA á rúss­nesk fé­lags- og lands­lið stendur

Rússneska knattspyrnusambandinu tókst ekki að sannfæra Alþjóða íþróttadómstólinn um að hnekkja ákvörðun Alþjóða- og knattspyrnusambands Evrópu um að banna rússnesk félags- og landslið frá keppnum sínum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Sjáðu sýningu Breiða­bliks og sigur­mark KR

Breiðablik og KR unnu bæði sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Breiðablik lagði Santa Coloma frá Andorra 4-1 og flýgur áfram í næstu umferð á meðan KR er úr leik þrátt fyrir 1-0 sigur á heimavelli gegn Pogón Szczecin. Mörkin úr báðum leikjum má sjá hér að neðan.

Lingard gæti elt Rooney til Washington

Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set.

Myndir: Skin og skúrir hjá Stelpunum okkar

Leikur Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta var mikill tilfinningarússíbani eins og sjá má glögglega á frábærum myndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók á leiknum. 

Umfjöllun: Stelpurnar okkar sluppu með stigið en tóku sögulegt skref

Íslensku stelpurnar gátu verið svekktar með jafntefli í fyrsta leiknum á móti Belgíu á EM í Englandi en þær gátu þakkað fyrir stigið í öðrum leiknum á móti Ítalíu. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í Manchester í dag þar sem Ítalir voru mun betra liðið eftir sannkallaða draumabyrjun íslenska liðsins.

Fyrsti sigur Þróttar Vogum í næstefstu deild

Þróttur Vogum hafði betur í fyrsta skipti í sögu félagsins í leik í næstefstu deild í fótbotla karla þegar liðið lagði nágranna sína, Grindavík, að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð deildarinnar í kvöld. 

Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 

Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping

Samkvæmt Aftonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. 

Sara Björk: Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina

Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að vonum ekki ánægð með úrslit leiksins þó það sé jákvætt að liðið sé taplaust þegar hér er komið við sögu á EM í fótbolta. Sara hefur átt betri leiki í búning íslenska liðsins en var brött fyrir komandi verkefni þrátt fyrir 1-1 jafnteflið á móti Ítalíu.

Karólína Lea: Ég mun ekki sofa mikið í nótt

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi yfir strax á þriðju mínútu gegn Ítölum í dag en átti möguleika á að bæta við marki í síðari hálfleiknum en brást þá bogalistin. Hún var svekkt í leikslok.

Glódís: Óþarfa mark sem við fengum á okkur

Glódís Perla Viggódóttir átti góða vakt í hjarta varnar íslenska landsliðsins í knattspyrnu á mót Ítalíu fyrr í dag. Hún var svekkt með markið sem Ísland fékk á sig og úrslitin en leikurinn endaði 1-1.

Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin.

Of stutt á milli leikja fyrir aldursforseta liðsins

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með frammistöðu Elísu Viðarsdóttur á móti Ítalíu í dag en hún var eini leikmaðurinn sem kom inn í byrjunarliðið.

Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram

Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum.

Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir