Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Arnór skoraði skrautlegu tapi Norrköping Íslendingalið Norrköping tapaði 4-2 á heimavelli fyrir AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Norrköping var manni fleiri lungann úr leiknum en þrjú mörk voru skoruð í uppbótartíma. 21.8.2022 17:32 Englandsmeistararnir björguðu stigi gegn Newcastle Englandsmeistarar Manchester City sóttu hið nýríka félag Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3 í bráðfjörugum leik þar sem meistararnir lentu tveimur mörkum undir um miðjan síðari hálfleik. 21.8.2022 17:30 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21.8.2022 17:21 Davíð Þór sendir ákall til FH-inga: Vill snúa hlutum við eftir óvægna gagnrýni og þunga umræðu Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sendi í dag opið bréf til stuðningsmanna FH og kallaði eftir stuðningi við liðið sem er í bráðri fallhættu í Bestu deild karla. 21.8.2022 16:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21.8.2022 16:15 Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009. 21.8.2022 15:30 Baulað á stigalaust lið West Ham sem hefur ekki skorað mark Brighton & Hove Albion vann 2-0 útisigur á West Ham United á Lundúnavellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. West Ham er á meðal liða sem hefur eytt mestu í leikmannakaup í sumar en það gengur hvorki né rekur í upphafi deildarinnar. 21.8.2022 15:16 Liprir Leedsarar léku sér að Chelsea Leeds og Chelsea eru enn taplaus eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og mætast í Leeds. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Tottenham um seinustu helgi, en fær þrátt fyrir það að vera á hliðarlínunni í dag. 21.8.2022 14:50 Lið Stefáns hirti toppsætið af Nordsjælland Silkeborg fór á topp dönsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 útisigri á Nordsjælland sem sat fyrir leikinn í toppsætinu. Stefán Teitur Þórðarson spilaði síðustu þrjár mínútur leiksins. 21.8.2022 14:01 Leiðinlegasta lið Bretlandseyja? Stuðningsmenn Preston North End fá ekki mikið fyrir aðgangseyri sinn þessa dagana. Félagið setti í gær met yfir skort á mörkum. 21.8.2022 13:30 Félög í ensku úrvalsdeildinni eytt meiru í einum glugga en nokkru sinni fyrr Með kaupum föstudagsins bættu félög í ensku úrvalsdeildinni met yfir eyðslu í einum félagsskiptaglugga. Þá voru tólf dagar eftir af glugganum og líklegt að meira bætist við. 21.8.2022 11:30 Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil? Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni. 21.8.2022 10:56 Arteta tileinkaði sigurinn vallarstjóra sem lést langt um aldur fram Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á Bournemouth er liðin áttust við á heimavelli síðarnefnda liðsins á suðurströnd Englands í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tileinkaði sigurinn vallarstjóra félagsins, sem lést degi fyrir leik. 21.8.2022 10:01 Pogba hugsi meira um hárið en fótboltann: „Hann er óþekkjanlegur“ Ítalska goðsögnin Fabio Cannavaro, sem lék með Juventus frá 2004 til 2006, er óviss um hvað Frakkinn Paul Pogba mun veita liðinu. Pogba sneri aftur til Juventus frá Manchester United í sumar. 21.8.2022 09:30 Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið í stórtapi Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði D.C. United sem tapaði 6-0 á heimavelli fyrir Philadelphia Union í bandarísku MLS-deildinni í nótt. Wayne Rooney stillti honum upp sem miðverði í leiknum. 21.8.2022 09:00 Enginn skorað jafn mikið fyrir eitt lið og Kane í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, varð í gær sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 21.8.2022 07:00 Klopp segir að Liverpool eigi að fá stigin verði stórleiknum frestað Stuðningsmenn Manchester United hafa boðað til mótmæla fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir stórleik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið ætti að fá þrjú stig ef fresta þarf leiknum vegna mótmælanna. 20.8.2022 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20.8.2022 22:45 Madrídingar unnu stórsigur á útivelli Spánarmeistarar Real Madrid unnu sannfærandi 1-4 sigur er liðið heimsótti Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20.8.2022 22:00 Sverrir með bandið er PAOK vann fyrsta leik tímabilsins Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gríska liðinu PAOK er liðið tók á móti Panetolikos í fyrsta deildarleik tímabilsins. Sverrir bar fyrirliðaband PAOK í leiknum er liðið hafði betur, 1-0. 20.8.2022 21:29 Albert lék allan leikinn í markalausu jafntefli Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lék allan leikinn á vinstri kanti fyrir Genoa er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Benevento í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 20.8.2022 20:54 Mikael kom inn á er Spezia steinlá gegn Inter Mikael Egill Ellertsson lék seinustut mínútur leiksins er lið hans, Spezia, heimsótti Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og höfðu að lokum betur, 3-0. 20.8.2022 20:34 Viðar skoraði í Íslendingaslag í fyrsta leik tímabilsins Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson mættust er Atromitos tók á móti OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Örn skoraði þriðja mark Atromitos sem hafði betur í leiknum, 3-1. 20.8.2022 19:19 Arsenal á toppinn eftir öruggan sigur Arsenal vann afar sannfærandi 0-3 útisigur er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. 20.8.2022 18:26 Tindastóll upp í annað sæti eftir endurkomusigur Tindastóll lyfti sér upp í annað sæti Lengjudeildar kvenna er liðið vann 2-3 útisigur gegn sameinuðu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í dag. 20.8.2022 18:19 Alfons og félagar töpuðu stigum á lokamínútunum Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn fallbaráttuliði Ham-Kam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20.8.2022 17:53 Ingibjörg lék allan leikinn í sigri | Íslendingalið Sogndal fékk skell Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Valerenga er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Lyn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Íslendingalið Sogndal fékk hins vegar skell í karlaboltanum, en liðið mátti þola 0-4 tap gegn Brann á heimavelli. 20.8.2022 17:10 Zaha í stuði gegn lærisveinum Gerrards | Dramatík víða á Englandi Fjórir leikir voru á dagskrá um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í þremur þeirra voru mörk á lokakaflanum sem skiptu sköpum. 20.8.2022 16:25 Mikil vonbrigði hjá bæði Jóhanni Berg og Jóni Daða Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi Burnley, en kom þó ekki við sögu, er liðið gerði vonbrigða jafntefli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Bolton þurftu að þola tap. 20.8.2022 16:15 Mikael skoraði framhjá Elíasi og vann gömlu félagana Mikael Anderson fagnaði sigri gegn sínum gömlu félögum í Midtjylland þegar AGF fór með 2-0 útisigur af hólmi í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20.8.2022 15:56 Dortmund tapaði á makalausan hátt | Martröð Leverkusen heldur áfram Bayer Leverkusen hefur farið agalega af stað í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta og er án stiga. Bætt var frekar á kvalir liðsins í dag en kvalir leikmanna Borussia Dortmund voru tæplega minni. 20.8.2022 15:33 Á förum frá Arsenal | Hvert mark kostaði 4,5 milljónir Nicolas Pépé er sagður á leið til Nice í Frakklandi á láni frá Arsenal. Óhætt er að segja að Fílabeinsstrendingurinn hafi ekki slegið í gegn í Lundúnum. 20.8.2022 14:31 250. mark Kane tryggði Tottenham sigur Harry Kane skoraði sitt 250. mark fyrir Tottenham er hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Wolverhampton Wanderers í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham-vellinum í Lundúnum. Tottenham mætti áræðið til leiks eftir hlé í kjölfar slaks fyrri hálfleiks. 20.8.2022 13:25 Napoli fær vænan liðsstyrk Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins. 20.8.2022 12:30 Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. 20.8.2022 12:01 „Hann býr heima hjá mér meðan kærastan er í burtu“ Portúgalinn João Cancelo, leikmaður Manchester City, segir þá Bernardo Silva vera tengda sterkum böndum. Silva er landi hans og liðsfélagi hjá Englandsmeisturunum. 20.8.2022 11:30 Antony skrópaði á æfingu | United undirbýr 100 milljóna tilboð Brasilíski kantmaðurinn Antony, sem leikur með Ajax í Hollandi, vill endurnýja kynnin við Erik ten Hag, þjálfara Manchester United. Hollenskir miðlar segja hann hafa skrópað á æfingu í gær eftir að félagið hafnaði 80 milljón evra boði frá United í kappann. 20.8.2022 10:30 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20.8.2022 10:01 Katrín saumaði saman gatið á höfði Damirs Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Stjörnunnar, sá um að hlúa að Damir Muminovic eftir sigur liðs hans Breiðabliks 1-0 á HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í gærkvöld. 20.8.2022 09:30 Engin uppgjöf á endurreisnarfundi FH-inga FH-ingar voru með svokallaðan endurreisnarfund í Krikanum á fimmtudag en tilgangur fundarins var að þjappa stuðningsmönnum félagsins saman fyrir harða fallbaráttu sem blasir við liðinu. 20.8.2022 08:01 Klopp ætlaði að hringja inn í útvarpsþátt til að láta fyrrum leikmann heyra það Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa verið nálægt því að hringja inn í útvarpsþátt í vikunni eftir að hann heyrði ummæli Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Agbonlahor fór þá ófögrum orðum um erkifjendur Liverpool í Manchester United. 19.8.2022 23:31 Umfjöllun,viðtöl og myndir: HK-Breiðablik 0-1| Breiðablik marði sigur í Kópavogsslagnum og mætir Víkingi í undanúrslitum 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins lauk með Kópavogsslag í Kórnum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Omar Sowe Breiðabliki yfir á 55. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik mætir Víkingi Reykjavík í undanúrslitum á Kópavogsvelli. 19.8.2022 22:45 Botnliðin þrjú töpuðu öll í Lengjudeild kvenna Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem botnliðin þrjú, Haukar, Fjölnir og Augnablik, töpuðu öll. Haukar máttu þola 0-2 tap gegn Víking, Fjölnir steinlá á heimavelli gegn Fylki, 1-4, og Augnablik tapaði 0-3 gegn Grindavík. 19.8.2022 21:27 Bikarmeistararnir fara í Kópavoginn og KA heimsækir Kaplakrika Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla, en drátturinn fór fram í hálfleikshléi í leik HK og Breiðabliks í átta liða úrslitum keppninnar. 19.8.2022 21:02 Selfyssingar senda frá sér yfirlýsingu um meintan rasisma Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Chris Jastrzembski, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir þegar hann spilaði með Selfyssingum. 19.8.2022 20:46 Sjá næstu 50 fréttir
Sjáðu mörkin: Arnór skoraði skrautlegu tapi Norrköping Íslendingalið Norrköping tapaði 4-2 á heimavelli fyrir AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Norrköping var manni fleiri lungann úr leiknum en þrjú mörk voru skoruð í uppbótartíma. 21.8.2022 17:32
Englandsmeistararnir björguðu stigi gegn Newcastle Englandsmeistarar Manchester City sóttu hið nýríka félag Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3 í bráðfjörugum leik þar sem meistararnir lentu tveimur mörkum undir um miðjan síðari hálfleik. 21.8.2022 17:30
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21.8.2022 17:21
Davíð Þór sendir ákall til FH-inga: Vill snúa hlutum við eftir óvægna gagnrýni og þunga umræðu Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sendi í dag opið bréf til stuðningsmanna FH og kallaði eftir stuðningi við liðið sem er í bráðri fallhættu í Bestu deild karla. 21.8.2022 16:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21.8.2022 16:15
Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009. 21.8.2022 15:30
Baulað á stigalaust lið West Ham sem hefur ekki skorað mark Brighton & Hove Albion vann 2-0 útisigur á West Ham United á Lundúnavellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. West Ham er á meðal liða sem hefur eytt mestu í leikmannakaup í sumar en það gengur hvorki né rekur í upphafi deildarinnar. 21.8.2022 15:16
Liprir Leedsarar léku sér að Chelsea Leeds og Chelsea eru enn taplaus eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og mætast í Leeds. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Tottenham um seinustu helgi, en fær þrátt fyrir það að vera á hliðarlínunni í dag. 21.8.2022 14:50
Lið Stefáns hirti toppsætið af Nordsjælland Silkeborg fór á topp dönsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 útisigri á Nordsjælland sem sat fyrir leikinn í toppsætinu. Stefán Teitur Þórðarson spilaði síðustu þrjár mínútur leiksins. 21.8.2022 14:01
Leiðinlegasta lið Bretlandseyja? Stuðningsmenn Preston North End fá ekki mikið fyrir aðgangseyri sinn þessa dagana. Félagið setti í gær met yfir skort á mörkum. 21.8.2022 13:30
Félög í ensku úrvalsdeildinni eytt meiru í einum glugga en nokkru sinni fyrr Með kaupum föstudagsins bættu félög í ensku úrvalsdeildinni met yfir eyðslu í einum félagsskiptaglugga. Þá voru tólf dagar eftir af glugganum og líklegt að meira bætist við. 21.8.2022 11:30
Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil? Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni. 21.8.2022 10:56
Arteta tileinkaði sigurinn vallarstjóra sem lést langt um aldur fram Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á Bournemouth er liðin áttust við á heimavelli síðarnefnda liðsins á suðurströnd Englands í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tileinkaði sigurinn vallarstjóra félagsins, sem lést degi fyrir leik. 21.8.2022 10:01
Pogba hugsi meira um hárið en fótboltann: „Hann er óþekkjanlegur“ Ítalska goðsögnin Fabio Cannavaro, sem lék með Juventus frá 2004 til 2006, er óviss um hvað Frakkinn Paul Pogba mun veita liðinu. Pogba sneri aftur til Juventus frá Manchester United í sumar. 21.8.2022 09:30
Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið í stórtapi Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði D.C. United sem tapaði 6-0 á heimavelli fyrir Philadelphia Union í bandarísku MLS-deildinni í nótt. Wayne Rooney stillti honum upp sem miðverði í leiknum. 21.8.2022 09:00
Enginn skorað jafn mikið fyrir eitt lið og Kane í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, varð í gær sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 21.8.2022 07:00
Klopp segir að Liverpool eigi að fá stigin verði stórleiknum frestað Stuðningsmenn Manchester United hafa boðað til mótmæla fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir stórleik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið ætti að fá þrjú stig ef fresta þarf leiknum vegna mótmælanna. 20.8.2022 23:30
Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20.8.2022 22:45
Madrídingar unnu stórsigur á útivelli Spánarmeistarar Real Madrid unnu sannfærandi 1-4 sigur er liðið heimsótti Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20.8.2022 22:00
Sverrir með bandið er PAOK vann fyrsta leik tímabilsins Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gríska liðinu PAOK er liðið tók á móti Panetolikos í fyrsta deildarleik tímabilsins. Sverrir bar fyrirliðaband PAOK í leiknum er liðið hafði betur, 1-0. 20.8.2022 21:29
Albert lék allan leikinn í markalausu jafntefli Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lék allan leikinn á vinstri kanti fyrir Genoa er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Benevento í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 20.8.2022 20:54
Mikael kom inn á er Spezia steinlá gegn Inter Mikael Egill Ellertsson lék seinustut mínútur leiksins er lið hans, Spezia, heimsótti Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og höfðu að lokum betur, 3-0. 20.8.2022 20:34
Viðar skoraði í Íslendingaslag í fyrsta leik tímabilsins Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson mættust er Atromitos tók á móti OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Örn skoraði þriðja mark Atromitos sem hafði betur í leiknum, 3-1. 20.8.2022 19:19
Arsenal á toppinn eftir öruggan sigur Arsenal vann afar sannfærandi 0-3 útisigur er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. 20.8.2022 18:26
Tindastóll upp í annað sæti eftir endurkomusigur Tindastóll lyfti sér upp í annað sæti Lengjudeildar kvenna er liðið vann 2-3 útisigur gegn sameinuðu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í dag. 20.8.2022 18:19
Alfons og félagar töpuðu stigum á lokamínútunum Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn fallbaráttuliði Ham-Kam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20.8.2022 17:53
Ingibjörg lék allan leikinn í sigri | Íslendingalið Sogndal fékk skell Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Valerenga er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Lyn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Íslendingalið Sogndal fékk hins vegar skell í karlaboltanum, en liðið mátti þola 0-4 tap gegn Brann á heimavelli. 20.8.2022 17:10
Zaha í stuði gegn lærisveinum Gerrards | Dramatík víða á Englandi Fjórir leikir voru á dagskrá um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í þremur þeirra voru mörk á lokakaflanum sem skiptu sköpum. 20.8.2022 16:25
Mikil vonbrigði hjá bæði Jóhanni Berg og Jóni Daða Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi Burnley, en kom þó ekki við sögu, er liðið gerði vonbrigða jafntefli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Bolton þurftu að þola tap. 20.8.2022 16:15
Mikael skoraði framhjá Elíasi og vann gömlu félagana Mikael Anderson fagnaði sigri gegn sínum gömlu félögum í Midtjylland þegar AGF fór með 2-0 útisigur af hólmi í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20.8.2022 15:56
Dortmund tapaði á makalausan hátt | Martröð Leverkusen heldur áfram Bayer Leverkusen hefur farið agalega af stað í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta og er án stiga. Bætt var frekar á kvalir liðsins í dag en kvalir leikmanna Borussia Dortmund voru tæplega minni. 20.8.2022 15:33
Á förum frá Arsenal | Hvert mark kostaði 4,5 milljónir Nicolas Pépé er sagður á leið til Nice í Frakklandi á láni frá Arsenal. Óhætt er að segja að Fílabeinsstrendingurinn hafi ekki slegið í gegn í Lundúnum. 20.8.2022 14:31
250. mark Kane tryggði Tottenham sigur Harry Kane skoraði sitt 250. mark fyrir Tottenham er hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Wolverhampton Wanderers í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham-vellinum í Lundúnum. Tottenham mætti áræðið til leiks eftir hlé í kjölfar slaks fyrri hálfleiks. 20.8.2022 13:25
Napoli fær vænan liðsstyrk Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins. 20.8.2022 12:30
Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. 20.8.2022 12:01
„Hann býr heima hjá mér meðan kærastan er í burtu“ Portúgalinn João Cancelo, leikmaður Manchester City, segir þá Bernardo Silva vera tengda sterkum böndum. Silva er landi hans og liðsfélagi hjá Englandsmeisturunum. 20.8.2022 11:30
Antony skrópaði á æfingu | United undirbýr 100 milljóna tilboð Brasilíski kantmaðurinn Antony, sem leikur með Ajax í Hollandi, vill endurnýja kynnin við Erik ten Hag, þjálfara Manchester United. Hollenskir miðlar segja hann hafa skrópað á æfingu í gær eftir að félagið hafnaði 80 milljón evra boði frá United í kappann. 20.8.2022 10:30
Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20.8.2022 10:01
Katrín saumaði saman gatið á höfði Damirs Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Stjörnunnar, sá um að hlúa að Damir Muminovic eftir sigur liðs hans Breiðabliks 1-0 á HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í gærkvöld. 20.8.2022 09:30
Engin uppgjöf á endurreisnarfundi FH-inga FH-ingar voru með svokallaðan endurreisnarfund í Krikanum á fimmtudag en tilgangur fundarins var að þjappa stuðningsmönnum félagsins saman fyrir harða fallbaráttu sem blasir við liðinu. 20.8.2022 08:01
Klopp ætlaði að hringja inn í útvarpsþátt til að láta fyrrum leikmann heyra það Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa verið nálægt því að hringja inn í útvarpsþátt í vikunni eftir að hann heyrði ummæli Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Agbonlahor fór þá ófögrum orðum um erkifjendur Liverpool í Manchester United. 19.8.2022 23:31
Umfjöllun,viðtöl og myndir: HK-Breiðablik 0-1| Breiðablik marði sigur í Kópavogsslagnum og mætir Víkingi í undanúrslitum 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins lauk með Kópavogsslag í Kórnum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Omar Sowe Breiðabliki yfir á 55. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik mætir Víkingi Reykjavík í undanúrslitum á Kópavogsvelli. 19.8.2022 22:45
Botnliðin þrjú töpuðu öll í Lengjudeild kvenna Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem botnliðin þrjú, Haukar, Fjölnir og Augnablik, töpuðu öll. Haukar máttu þola 0-2 tap gegn Víking, Fjölnir steinlá á heimavelli gegn Fylki, 1-4, og Augnablik tapaði 0-3 gegn Grindavík. 19.8.2022 21:27
Bikarmeistararnir fara í Kópavoginn og KA heimsækir Kaplakrika Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla, en drátturinn fór fram í hálfleikshléi í leik HK og Breiðabliks í átta liða úrslitum keppninnar. 19.8.2022 21:02
Selfyssingar senda frá sér yfirlýsingu um meintan rasisma Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Chris Jastrzembski, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir þegar hann spilaði með Selfyssingum. 19.8.2022 20:46