Fleiri fréttir

Jón Halldór hættir á toppnum með kvennalið Keflavíkur

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í kvöld eftir 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór gaf það út eftir leikinn að hann væri hættur með liðið eftir fimm ára starf en liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn.

Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar

Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár.

Móðir LeBron lamdi bílastæðavörð

Þráðurinn á Gloriu James, móður LeBron James, er ansi stuttur. Það sannaði hún með því að ráðast á bílastæðavörð þar sem henni fannst taka of langan tíma að ná í bílinn hennar.

Sverrir: Vantaði að setja stóru skotin niður í seinni hálfleik

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, gerði Keflavíkurkonur að Íslandsmeisturum fyrir sex árum en í kvöld þurfti hann að sætta sig við 51-61 tap í þriðja leik í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Keflavík vann þar með úrslitaeinvígið 3-0.

Pálína: Tilfinningin er alltaf jafngóð

Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir liði Keflavíkur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 61-51 sigri í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

Birna: Ég er rosalega stolt af liðinu

Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, varð Íslandsmeistari í sjötta sinn á ferlinum í kvöld þegar Keflavík vann 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

Iverson: Taktu bara bílinn, ég á tíu í viðbót

Körfuboltakappinn Allen Iverson hellti sér yfir lögreglumann í Atlanta þegar hann var að drífa sig í mat. Lögreglan stöðvaði bíl Iverson fyrir litlar sakir og við það trylltist Iverson.

Hörður Axel: Nýtt undirbúningstímabil hefst í dag

Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur ætlar á æfingu í dag og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í gær. Hörður Axel var í liði Keflavíkur í fyrra sem tapaði í úrslitum gegn Snæfelli um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla og hann segir að mótlætið muni efla Keflavíkurliðið fyrir næsta tímabil.

Fannar: Brynjar hefur sett niður risaskot frá því hann var 17 ára

"Það var bara eitthvað "hype“ í blaðamönnum fyrir leikinn að setja alla pressuna á okkur en við vissum að það var bara klaufaskapur að hafa ekki klárað þetta fyrr,“ sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. Fannar var ánægður með Brynjar Þór Björnsson félaga sinn hjá KR sem skoraði 34 stig.

NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston

Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið.

Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima

"Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt.

Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum

Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok.

Hrafn: Við reyndum að vera glaðir

„Við reyndum að vera glaðir og litum á þessa seríu í samhengi. Við vorum búnir að vera með í þessu hverja einustu sekúndu. Það hélt okkur frá því að vera ekki búnir að klára þetta í síðustu tveimur leikjum var slæm ákvarðanataka,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við

"Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Umfjöllun: KR í úrslitin eftir sextán stiga sigur á Keflavík

Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld.

Slegist um sæti í DHL-höllinni

Það er rétt rúmur klukkutími í stórleik KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla og stemningin þegar orðin mögnuð.

Fannar: Best að skilja dúkkulísurnar eftir heima

"Ég hef það svakalega gott. Sit með kaffi á Tilverunni í Hafnarfirði og nýbúinn að borða dýrindis rauðsprettu," sagði fyrirliði KR, Fannar Ólafsson, sem bíður spenntur eftir oddaleik KR og Keflavíkur í kvöld.

Magnús: Erum til í að slasa okkur fyrir málsstaðinn

Stórskyttan Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, var silkislakur að spila FIFA-tölvuleikinn þegar Vísir heyrði í honum í hádeginu og spurði hann út í stemninguna fyrir kvöldið. Þá mun Keflavík sækja KR heim í oddaleik í Iceland Express-deild karla.

NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt

Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87.

Ökumenn varaðir við að leggja ólöglega við DHL-höllina í kvöld

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um vesturbæ Reykjavíkur að virða rétt gangandi vegfarenda og leggja ekki á gangstéttir eða á göngustígum. Þeir ökumenn sem leggja ólöglega mega búast við sektum.

Barnið hans Nash er hvítt eftir allt saman

Sögusagnir um að barn Steve Nash og fyrrverandi eiginkonu hans væri svart voru ekki á rökum reistar. Eiginkonan fyrrverandi hefur nú stigið fram í sviðsljósið, birt mynd af sér með börnunum og barnið er svo sannarlega hvítt.

Keflavíkurkonur einum sigri frá titlinum - myndir

Kvennalið Keflavíkur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á föstudagskvöldið eftir að liðið komst í gær í 2-0 í úrslitaeinvíginu á móti Njarðvík í Iceland Express deild kvenna.

Keflvíkingar fyrstir til að vinna þrjá framlengda leiki í úrslitakeppni

Keflvíkingar urðu á mánudagkvöldið ekki bara annað liðið frá upphafi sem kemst í oddaleik eftir að hafa lent 0-2 undir í einvígi í úrslitakeppni því liðið setti einnig met með því að verða fyrsta liðið sem nær að vinna þrjá framlengda leiki í einni og sömu úrslitakeppninni.

Bryndís: Stelpurnar dældu boltanum á mig

„Við spiluðum virkilega vel í öðrum leikhluta sem lagði grunninn af þessum sigri,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn gegn Njarðvík. Bryndís átti frábæran leik í kvöld en hún skoraði 24 stig og tók 7 fráköst.

Sverrir: Gerðum of mikið af grundvallarmistökum

"Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Njarðvík er heldur betur komið upp við vegg en eftir tapið í kvöld þá leiðir Keflavík einvígið 2-0. Leikurinn í kvöld var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unni 67-64.

Jón Halldór: Þetta er ekki búið og við þurfum að halda haus

"Að koma í þetta feikisterka hús og vinna þetta frábæra lið er góð tilfinning,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík vann frábæran sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 67-64, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og leiða því einvígið 2-0.

Tímabilið búið hjá Helga Má - töpuðu í oddaleik

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala töpuðu 69-91 í oddaleiknum á móti Södertälje Kings í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli Södertälje-liðins.

Rodman og Mullin teknir inn í Frægðarhöllina

Ólátabelgurinn Dennis Rodman er á meðal þeirra sem teknir voru inn í Frægðarhöll körfuboltans, Hall of fame, á þessu ári. Rodman er einn skrautlegasti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann var einnig afar farsæll.

Keflavík nældi í oddaleik - myndir

Leikur Keflavíkur og KR í Sláturhúsinu í Keflavík í gær var stórkostleg skemmtun. Annan leikinn í röð var framlengt hjá liðunum og aftur hafði Keflavík betur. Liðin þurfa því að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitunum gegn Stjörnunni.

Uconn vann háskólatitilinn í bandaríska körfuboltanum

Connecticut-háskólinn, eða Uconn Huskies, varð í nótt háskólameistari í körfubolta. Uconn lagði þá spútniklið Butler af velli, 53-41, í einum versta úrslitaleik í sögu keppninnar. Staðan í hálfleik var 22-19. Það var lélegasta hálfleiksstaða síðan 1946.

Bíta Ljónynjurnar enn frá sér?

Annar leikur lokaúrslita í Iceland Express deild kvenna fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld en þar tekur öskubuskulið Njarðvíkur á móti bikarmeisturum Keflavíkur.

Umfjöllun: Aftur vann Keflavík í framlengingu

Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka.

Hrafn: Maður verður að vera ánægður körfuboltans vegna

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var skiljanlega svekktur í leikslok eftir eins stigs tap í framlengdum leik á móti Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. KR hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð í undanúrslitaeinvígi liðanna og framundan er hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitaeinvíginu.

Gunnar Einarsson: Sagan er bara að endurtaka sig frá 2008

Gunnar Einarsson var einn af fimm Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig eða meira þegar Keflvík vann 104-103 sigur á KR í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar tryggðu sér þar með oddaleik í einvíginu í DHl-höllinni á fimmtudaginn.

Hörður Axel: Nú er öll pressan á KR

Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær rosalega mikilvægar þriggja stiga körfur í framlengingunni í 104-103 sigri Keflavíkur á KR í kvöld. Keflavík vann þar sinn annan leik í röð í framlengingu og tryggði sér oddaleik á fimmtudagskvöldið. Hörður Axel endaði leikinn með 16 stig og 7 stoðsendingar.

Brynjar Þór: Þetta er smá aukakrókur

KR-ingar töpuðu öðrum leiknum í röð í framlengingu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Keflavík í kvöld og nú mætast liðin í hreinum úrslitaleik í DHl-höllinni á fimmtudagskvöldið.

Eiginkona Nash fæddi barn liðsfélaga hans

Það vakti talsvert mikla athygli í desember síðastliðnum er Steve Nash sótti um skilnað frá konu sinni, Alejandro Amarilla, aðeins einum degi eftir að hún fæddi þeim son.

Sundsvall vann öruggan sigur í oddaleik

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons komst í kvöld í undanúrslit sænsku deildarinnar í körfuknattleik er liðið vann auðveldan sigur, 83-67, á Jamtland í oddaleik.

NBA: Dýrt tap hjá Lakers

Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow."

Fleiri þriggja stiga tilraunir en í nokkrum NBA-leik

Æsilegum leik KR og Keflavíkur á föstudagskvöldið lauk með sigri síðarnefnda liðsins, 139-135, eftir framlengingu. Samanlagt reyndu leikmenn liðanna að skjóta 85 sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna, þar af KR ingar 61 sinni.

Sjá næstu 50 fréttir