Fleiri fréttir

Valsmenn fengu aftur skell á heimavelli - Keflavík vann með 30 stigum

Valsmenn töpuðu þriðja leiknum í röð í Iceland Express deild karla þegar Keflvíkingar komu í Vodafonehöllina í kvöld og unnu 30 stiga stórsigur, 110-80. Bæði Reykjanesbæjarliðin hafa því unnið stóra sigri á Hlíðarenda í fyrstu tveimur heimaleikjum nýliða Vals í vetur.

Fyrsti sigur Fjölnismanna - unnu á Króknum

Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla í vetur í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðárkróki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73

Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-70, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir.

Horton ekki hrifinn af íslenskum dómurum

Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur löngum verið frekar óvinsæll hjá KR-ingum. Hann hefur nú eignast nýjan aðdáanda í Ed Horton, leikmanni félagsins.

Enn verið að funda í NBA-deilunni

Deiluaðilar í NBA-verkfallinu héldu áfram að funda annan daginn í röð og gær og ákváðu að honum loknum að hittast einnig í dag.

Húnarnir sjóðandi heitir

Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins.

KR vann í Njarðvík

KR er enn með fullt hús stiga í Iceland Express-deild kvenna en annarri umferð lauk í kvöld. Valur og Keflavík unnu einnig sína leiki.

Helgi hafði betur gegn Brynjari Þór

Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og var um Íslendingaslag að ræða. 08 Stockholm vann þá góðan sigur á Jämtland á útivelli, 96-82.

Helena lét lítið fyrir sér fara í sigurleik

Helena Sverrisdóttir náði ekki að skora á þeim fjórtán mínútum sem hún spilaði er lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann góðan sigur á spænska liðinu Rivas Ecopolis í Evrópudeild kvenna, 81-63.

Will Smith og frú í nýja eigendahóp Philadelphia 76ers

Eigendur hinna NBA-liðanna í körfubolta hafa samþykkt söluna á Philadelphia 76ers liðinu til nýrra eigenda en þeir eru fjárfestingahópur í forystu Joshua Harris. Ed Snider og Comcast-Spectacor seldu 76ers fyrir á bilunu 270 til 290 milljónir dollara sem mörgum þykir ekki mikið fyrir svona fornfrægt NBA-félag.

NBA-deilan: Sextán tíma samningafundur að baki

Eigendur og fulltrúar leikmanna í NBA-deildinni eru að tala saman þótt ekkert bendi til þess að verkfallið í NBA-deildinni sé að fara leysast. Deiluaðilar hittust í New York í gær og stóð samningarfundurinn yfir frá tíu um morguninn fram til klukkan tvö um nóttina eða í heila sextán tíma.

Bauð öllum starfsmönnum íþróttahússins út að borða

NBA-verkfallið bitnar ekki bara á NBA-áhugmönnum, milljarðamæringunum sem eiga félögin eða milljarðamæringunum sem spila leikinn. Það er fullt af fólki sem vinnur í kringum NBA-liðin og NBA-leikina og það hefur þurft að horfa á eftir miklum tekjumissi á meðan eigendur og leikmenn deila um hvernig þeir eiga að skipta öllum milljörðunum.

Drekarnir í Sundsvall töpuðu í kvöld

Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og voru tvö Íslendingalið í eldlínunni. Sundsvall Dragons tapaði en Solna, lið Loga Gunnarsson, vann í kvöld sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Helena og félagar í beinni á FIBAtv.com á morgun

Fyrsti heimaleikur Helenu Sverrisdóttur og félaga í Good Angels Kosice í Meistaradeildinni (Euroleague) á tímabilinu verður annað kvöld þegar liðið fær spænska liðið Rivas Ecopolis í heimsókn.

Karfan.is valdi Guðjón Lárusson bestan í fyrstu umferðinni

Karfan.is ætlar að velja besta leikmann hverrar umferðar í Iceland Express deild karla og Stjörnumaðurinn Guðjón Lárusson er Gatorade-leikmaður fyrstu umferðarinnar. Guðjón lék þá afar vel í í fjarveru Jovans Zdravevski þegar Stjarnan vann 14 stiga sigur á Tindastól á Króknum, 105-81.

Elvar Már: Skotin voru að detta í dag

“Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld.

Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum

“Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld.

Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni

Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins.

Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið

“Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld.

Helena með tíu stig í 91 stigs sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri á SK Moris Cassovia Kosice í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels vann leikinn 120-29 eða með 91 stigs mun.

Þórsarar voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri

Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans í Þór úr Þorlákshöfn unnu óvæntan níu stiga sigur á ÍR, 101-92, í Seljaskólanum í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi en það er óhætt að segja að Þórsarar hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessum útisigri.

Rose og Durant: NBA-verkfallið er eigendunum að kenna

Framtíðarstjörnur NBA-deildarinnar, Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder og Derrick Rose hjá Chicago Bulls, segja það báðir að það sé algjörlega á ábyrgð eiganda NBA-liðanna að verkfall NBA-deildarinnar sé enn óleyst.

Sigurður: Förum í alla leiki til að vinna

"Þetta var flottur sigur, við náðum takmarkinu okkar hér í kvöld," sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur eftir 95-73 sigur á Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld.

Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman

"Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld.

Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur

Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili.

Helgi Jónas leiddi ÍG til sigurs í 1. deildinni í kvöld

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur í Iceland Express deild karla í körufbolta, stýrði sínum mönnum til öruggs sigurs á Keflavík í gær en í kvöld var komið að honum sjálfum að sýna takta inn á vellinum.

Ingi Þór: Enginn liðsbragur á þessu

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var alls ekki sáttur við frammistöðu deildarmeistaranna frá síðustu leiktíð þrátt fyrir góðan sigur á Haukum 89-93 á útivelli í kvöld.

Stjörnumenn byrja vel - unnu fjórtán stiga sigur á Króknum

Stjarnan fór í góða ferð á Sauðárkrók í kvöld og vann 14 sigur á heimamönnum í Tindastól, 105-91, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla. Stjarnan var með örugga forystu stærsta hluta leiksins en kláruðu þó ekki leikinn endanlega fyrr en með góðum spretti í upphafi fjórða leikhlutans.

Umfjöllun: Lokaspretturinn tryggði Snæfelli tvö stig á Ásvöllum

Snæfellingar unnu fjögurra stiga sigur á Haukum á Ásvöllum, 93-89, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Haukar voru í fínni stöðu tæpum þremur mínútum fyrir leikslok en Snæfellingar unnu lokakafla leiksins 12-3 og tryggðu sér sigurinn.

Njarðvíkingar burstuðu nýliða Valsmanna á Hlíðarenda

Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld.

Stern óttast að það verði engir jólaleikir

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist hafa tilfinningu fyrir því að það verði enginn NBA-bolti um jólin að þessu sinni. Hann segir að ef ekki verði búið að semja í deilunni næsta þriðjudag séu jólaleikirnir úr sögunni.

Upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina

Íslandsmótið í körfuknattleik karla hófst í gær með þremur leikjum í Iceland Express deildinni. Fyrstu umferð lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stöð 2 sport sýndi veglegan upphitunarþátt um deildina s.l. miðvikudag og er hægt að sjá þáttinn í heild sinn á Vísir. Þar fór Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 yfir málin með þeim Svala Björgvinssyni og Guðmundi Bragasyni.

KR slapp með skrekkinn á móti strákunum hans Benna - myndir

Íslandsmeistarar KR hófu tililvörnina á naumum sigri á nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn, 90-84, í DHL-höllinni í gærkvöldi en fyrsta umferð Iceland Express deildar karla hófst þá með þremur leikjum. Þór minnkaði muninn í þrjú stig þegar fáar sekúndur voru eftir af leiknum en KR-ingar lönduðu sigrinum.

Benedikt: Drullusvekktur með þetta tap

„Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir