Fleiri fréttir

Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík

Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum.

Umfjöllun: Stelpurnar frá Stykkishólmi byrjuðu á sigri gegn Val

Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum.

Tap í fyrsta leik hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu í fyrsta leik sínum á tímabilinu þegar liðið sótti Valencia heim í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Valenica vann leikinn 82-66 eftir að hafa verið 44-27 yfir í hálfleik.

Tap í fyrsta leik í Euroleague hjá Helenu og félögum

Helena Sverrisdóttir of félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angels Kosice töpuðu með sjö stigum á útivelli, 52-45, á móti pólska liðinu Wisla Can-Pack í fyrsta leik sínum í Euroleague-deildinni í dag.

NBA-leikmenn fá ekki laun í næsta mánuði

Stjórn leikmannasamtaka NBA-deildarinnar mun funda á föstudag og fara yfir stöðu mála. Samtökin þurfa einnig að ákveða hvaða leið það vill fara í baráttunni sem er fram undan.

Hvað sögðu þjálfarar og leikmenn á kynningarfundi IE deildarinnar?

KR er spáð sigri í karlaflokki í Iceland Express deild karla í körfuknattleik og Keflavík er spáð sigri í keppni kvennaliða í sömu deild. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 var á kynningarfundinum í Laugardalshöllinni í dag og ræddi hann við þjálfara og leikmenn. Myndböndin eru öll að finna á Vísir.

KR ver titilinn samkvæmt spánni

KR mun verja Íslandsmeistaratitil sinn í körfubolta karla samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Grindavík er spáð öðru sæti og Stjarnan kemur þar rétt á eftir.

Keflavík spáð titlinum í kvennaflokki

Keflavík verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna en spáin var kynnt á kynningarfundi Iceland Express-deildarinnar í dag.

Eiríkur tekur slaginn með ÍR í vetur

Gamla brýnið Eiríkur Önundarson, eða herra ÍR, er ekkert á því að leggja skóna á hilluna því hann hefur boðað komu sína á völlinn með ÍR í vetur.

Búið að blása af fyrstu tvær vikurnar í NBA-deildinni

Það lítur ekki vel út með að spilað verði í NBA-deildinni í vetur og nú er David Stern, yfirmaður deildarinnar, búinn að fella niður fyrstu tvær vikur tímabilsins. Hann segir að það sé himinn og haf á milli deiluaðila sem lofar ekki góðu.

Finn það á æfingunum að alvaran er að byrja

Helena Sverrisdóttir verður á morgun fyrsta íslenska körfuboltakonan sem spilar í Euroleague-deildinni, Meistaradeild kvennakörfuboltans, þegar hún og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli skella sér til Póllands.

KR fór illa með Keflvíkinga - myndir

KR vann í gær öruggan sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Meistarakeppni KKÍ í gær. KR vann að lokum 39 stiga sigur, 88-49.

Páll Axel: Ég þarf ekki meiri tíma en þetta

„Það var bara betra að það var búið að færa þriggja stiga línuna utar. Miðað við hvað ég var að flýta mér hefði ég annars örugglega þrumað boltanum í spjaldið,“ sagði Páll Axel hetja Grindvíkinga í leikslok.

Margrét Kara: Náðum að drepa þær í seinni hálfleik

„Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ.

Haukur Helgi fer vel af stað á Spáni

Haukur Helgi Pálsson var í byrjunarliði Assignia Manresa sem vann í dag sigur á Mutua Joventut í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 71-59.

Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík

KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar.

Minnesota Lynx WNBA-meistari í fyrsta skipti

Minnesota Lynx vann á föstudagskvöld sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deild kvenna. Liðið lagði Atlanta Dream í þriðja leik liðanna 73-67 fyrir framan tæplega 12 þúsund áhorfendur í Atlanta.

Nýi Grindavíkurkaninn reyndi fyrir sér hjá NFL-liði

Grindavík hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamanninn J'Nathan Bullock um að leika með liðinu í Iceland Express-deild karla í vetur. Bullock er greinilega margt til lista lagt en hann hefur æft með NFL-liðinu New York Jets.

Ari tekur við kvennaliði KR af Hrafni

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins.

NBA deilan er enn í hnút, keppnistímabilið í uppnámi

Allt bendir til þess að næsta keppnistímabil í NBA deildinni í körfuknattleik sé í uppnámi. Ekkert þokast í deilum leikmanna og eigenda. Verkbann hefur staðið yfir í margar vikur. Engin niðurstaða fékkst í gær á löngum sáttafundi forráðamanna deildarinnar með talsmönnum leikmannasamtaka NBA.

Gasol-bræðurnir æfa með Barcelona

Bræðurnir Pau og Marc Gasol munu æfa með körfuboltaliði Barcelona á meðan að verkbann leikmanna í NBA-deildinni stendur yfir.

Haukakonur unnu fyrsta körfuboltatitil tímabilsins - myndir

Haukakonur urðu í gær Lengjubikarmeistarar kvenna eftir 63-61 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í úrslitaleik í Grafarvogi. Bjarni Magnússon byrjar því vel með kvennalið Hauka en hann tók við liðinu fyrir tímabilið.

Haukakonur Lengjubikarmeistarar í körfunni

Haukar unnu fyrsta titil vetrarins í körfuboltanum þegar kvennalið félagsins vann tveggja stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 63-61, í úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Grafarvoginum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir