Fleiri fréttir

Besiktas vill fá Odom

Tyrkneska liðið Besiktas er þegar búið að landa Deron Williams, leikmanni NJ Nets, og félagið vill núna fá Lamar Odom, leikmann LA Lakers.

Lausn Metta World Peace: Ég og Jordan spilum bara upp á þetta

Metta World Peace, sem áður hét Ron Artest, segist hafa fundið lausnina á NBA-deilunni en NBA-verkbannið er nú orðið fimm mánaða og ekkert bendir til að það taki enda á næstunni. Tillaga leikmanns Los Angeles Lakers er eins og margt í hans lífi, það er í litlum tengslum við raunveruleikann.

Íslendingarnir skoruðu 60 af 93 stigum Sundsvall

Íslendingarnir þrír voru áberandi í fimm stiga útisigri Sundsvall Dragons í Íslendingaslag á móti Jämtland Basket, 93-88, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Íslensku leikmennirnir í Sundsvall skoruðu 60 af 93 stigum sínum liðs.

Íslenska landsliðið eina liðið í sjötta styrkleikaflokki

Það er búið að raða liðunum, sem taka þátt í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta, niður í styrkleikaflokka en íslenska körfuboltalandsliðið tekur nú þátt á ný og mun berjast um það að komast á EM 2013 í Slóveníu. Það verður dregið í riðla í München 4. desember næstkomandi.

Tólfti leikurinn, tólfti sigurinn - myndir

Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í karlakörfunni með 83-78 sigri á Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi í gær en Grindavík er eina liðið sem hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Keflvíkingar tryggðu sér úrslitaleik á móti Njarðvík

Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Valsmönnum, 115-93, í Vodafonehöllinni í kvöld í Lengjubikar karla og tryggðu sér með því hreinan úrslitaleik á móti Njarðvík um sigur í D-riðlinum og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar.

Grindvíkingar lentu í vandræðum í Grafarvoginum

Grindvíkingar lentu í vandræðum með Fjölni í Grafarvogi í kvöld í fimmtu umferð Lengjubikars karla í körfubolta en unnu að lokum 83-78 sigur. Grindavík var með tíu stiga forskot í hálfleik en Fjölnir kom sér aftur inn í leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 20-9.

Einar Þór kominn í 1000 leiki

Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 72-60

Þór frá Þorlákshöfn er komið með annan fótinn í undanúrslit Lengjubikarsins eftir ótrúlegan 72-60 sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR í kvöld á heimavelli sínum.

Jón Arnór fór á kostum í sigri á Hauki Helga og félögum

Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig þegar að lið hans, CAI Zaragoza, vann góðan útisigur á Assignia Manresa, 81-74, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði sex stig fyrir Manresa en hann var með 100 prósenta skotnýtingu í dag.

Keflavík kom fram hefndum

Keflavík er enn á sigurbraut í Iceland Express-deild kvenna en liðið vann í dag sigur á nýliðum Fjölnis á heimavelli, 82-74. Þrír leikir fóru fram í deildinni í dag.

Jón Arnór og Haukur Helgi mætast á morgun

Það verður söguleg stund fyrir íslenskan körfubolta í hádeginu á morgun þegar Assignia Manresa tekur á móti CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Með þessum liðum spila nefnilega íslenskir landsliðsmenn og verður þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar mætast í bestu körfuboltadeild í Evrópu.

Kjarnorkuvetur í NBA: Við búum bara til nýja deild

Billy Hunter, framkvæmdastjóri NBA-leikmannasamtakanna sem voru leyst upp í byrjun síðustu viku, hefur talað um þann möguleika að NBA-leikmennirnir taki sig saman og stofni bara nýja deild. Kjarnorkuveturinn er hafinn í NBA-deildinni eftir að leikmennirnir ákváðu að fara með deiluna í réttarsalinn og samningarviðræður við eigendur NBA-liðanna fóru í algjört frost.

Sigurganga KFÍ heldur áfram | öll úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurganga KFÍ frá Ísafirði heldur áfram en liðið sigraði ÍG í Grindavík örugglega 78-120. KFÍ hefur unnið alla sex leiki sína. Skallagrímur er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir 7 leiki en Borgnesingar unnu Ármenninga á útivelli, 77-98. Þór frá Akureyri er eina liðið í deildinni sem er án stiga en Þórsarar töpuðu sínum sjöunda leik í kvöld og nú gegn Hetti frá Egilsstöðum 74-84.

Pétur verður eftirmaður Péturs hjá Haukum

Pétur Rúðrik Guðmundsson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Hauka í Iceland Express-deild karla. Tekur hann við af Pétri Ingvarssyni sem hætti með liðið í síðustu viku.

Magnús og Marvin skora mest Íslendinga

Íslenskir leikmenn eru ekki mjög áberandi meðal stigahæstu leikmanna Iceland Express-deildar karla í körfubolta, en sex umferðir eru nú búnar af deildinni. Enginn kemst inn á topp tíu og aðeins þrír eru á topp tuttugu ef við teljum Justin Shouse með, en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar.

Jón Arnór og félagar mörðu botnliðið

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig fyrir lið sitt, CAI Zaragoza, sem vann dramatískan sigur, 75-74, á Blancos de Rueda Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Pippen á meðal þekktra gjaldþrota NBA leikmanna

Deila eigenda og samtaka leikmanna í NBA deildinni í körfuknattleik virðist engan endi ætla að taka. Samningafundir hafa engu skilað og búið er að fresta keppni til 15. desember. Útlit fyrir að deilan leysist ekki fyrr en eftir áramót. NBA leikmenn eru flestir á ofurlaunum en það vekur athygli að 60% fyrrum NBA leikmanna lenda í fjárhagsvændræðum 5 árum eftir að ferli þeirra lýkur. Margir þekktir kappar hafa lent í fjárhagsvandræðum eftir að ferli þeirra og má þar nefna Scottie Pippen – fyrrum leikmann meistaraliðs Chicago Bulls.

Umfjöllun og viðtöl: KR-Keflavík 70-84

Keflavíkurkonur fögnuðu sínum sjötta sigri í röð í Iceland Express deild kvenna eftir að þær unnu fjórtán stiga sigur á KR, 84-70 í toppslag deildarinnar í DHL-höllinni í kvöld. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir áttu báðar frábæran leik í kvöld og það er ljóst að Keflavíkurkonur eru komnar á mikið skrið eftir erfiða byrjun.

Krzyzewski náði einstökum áfanga

Mike Krzyzewski, þjálfari Duke, varð síðustu nótt sigursælasti þjálfarinn í bandaríska háskólaboltanum. Hann vann þá sinn 903. leik á ferlinum.

Úrslit kvöldsins í IE-deild kvenna

Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Keflavík, Snæfell, Njarðvík og Haukar unnu öll sigra í leikjum sínum.

Logi magnaður í mikilvægum sigri

Logi Gunnarsson skoraði 18 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans, Solna Vikings, vann magnaðan sigur á Uppsala Basket, 89-85, eftir framlengdan leik í kvöld. Logi var í lykilhlutverki hjá Solna.

Magnús gaf áhorfendum snakkpoka - myndir

Magnús Þór Gunnarsson og félagar í körfuboltaliði Keflavíkur gáfu áhorfendum á leik sínum gegn Hamri í gær Lay's snakkpoka eins og til stóð.

Þrír úrvalsdeildarslagir í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla í dag og verða þrír úrvalsdeildarslagir í umferðinni. Bikarmeistarar KR fengu Mostra frá Stykkishólmi.

Reksturinn enn jafn erfiður og áður

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ákvað í síðustu viku að Ísland myndi aftur senda A-landslið karla til þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins eftir tveggja ára fjarveru. Þá er einnig fyrirhugað að setja aukinn kraft í allt landsliðsstarf sambandsins – hjá körlum, konum og yngri landsliðum.

Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og er óhætt að segja að úrslit hafi verið eftir bókinni.

Enginn samningur í NBA - tímabilið í hættu

Verkbannið í NBA-deildinni stendur enn og tímabilið er sagt vera í talsverðri hættu eftir að leikmenn höfnuðu nýjasta samningstilboði eigenda félaganna. Nokkrar vonir voru bundnar við að leikmenn myndu samþykkja tilboðið en af því varð ekki.

Magnús gefur 80 snakkpoka í kvöld

Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur í körfubolta, mun í kvöld deila út 80 snakkpokum til áhorfenda á leik sinna manna gegn Hamri í Lengjubikar karla.

Enn eitt áfallið fyrir ÍR-inga - Johnson puttabrotnaði og Jarvis kallaður út

ÍR-ingar urðu fyrir enn einu áfallinu í vikunni þegar Bandaríkjamaðurinn Willard Johnson puttabrotnaði illa á æfingu liðsins. Þetta er þriðja áfallið á stuttum tíma því fyrirliðinn Sveinbjörn Claessen er frá út tímabilið vegna hnémeiðsla og Bandaríkjamaðurinn James Bartolotta nefbrotnaði illa í leik gegn Grindavík.

Jón Arnór með 13 stig á 20 mínútum

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik á tímabilinu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 67-59 sigur á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sex leikjum.

Helgi Jónas með 35 stig í sigri á Blikum

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari toppliðs Grindavíkur í Iceland Express deild karla, skoraði 35 stig í dag fyrir ÍG þegar liðið vann 95-90 sigur á Breiðabliki í 1. deild karla í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 90-89

Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna.

Njarðvíkingar lentu 16-0 undir en unnu samt í Seljaskóla

Njarðvíkingar unnu ótrúlegan endurkomusigur á ÍR-ingum í Iceland Express deild karla í körufbolta í kvöld. Njarðvík vann upp sextán stiga forskot Breiðhyltinga og tryggði sér að lokum 99-95 sigur. Þetta var líka langþráður sigur hjá Njarðvíkurliðinu sem var fyrir leikinn búið að tapa þremur deildarleikjum í röð.

Grindvíkingar áfram á sigurbraut - unnu 24 stiga sigur á Haukum

Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild karla eftir 24 stiga sigur á Haukum, 98-74, í Grindavík í kvöld. Grindavíkurliðið er þar með búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Haukar voru þarna að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem tók tímabundið við eftir að Pétur Ingvarsson hætti þjálfun liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir