Umfjöllun og viðtöl: KR-Keflavík 70-84 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2011 21:12 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/anton Keflavíkurkonur fögnuðu sínum sjötta sigri í röð í Iceland Express deild kvenna eftir að þær unnu fjórtán stiga sigur á KR, 84-70 í toppslag deildarinnar í DHL-höllinni í kvöld. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir áttu báðar frábæran leik í kvöld og það er ljóst að Keflavíkurkonur eru komnar á mikið skrið eftir erfiða byrjun. KR-liðið var skrefinu á undan í upphafi leiks en Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, var fljótur að taka leikhlé og kveikti vel í sínum stelpum sem náði í kjölfarið mest fimmtán stiga forystu í fyrri hálfleiknum. KR-liðið náði að minnka muninn niður í sjö stig fyrir hálfleik og svo niður í fjögur stig í upphafi þriðja leikhluta en lengra komust KR-konur ekki og Keflavík landaði sannfærandi sigri. Birna Valgarðsdóttir var frábær í leiknum og endaði hann með 24 stig, 12 fráköst og 5 stolna bolta en þá réð KR-liðið einnig lítið við Jaleesu Butler sem var með 27 stig, 15 fráköst og 8 varin skot. Erica Prosser var langbest hjá KR með 27 stig og 8 stoðsendingar og Sigrún Ámundadóttir barðist vel en miklu munaði að Margrét Kara Sturludóttir fann sig engan veginn í sókninni og nýtti aðeins 3 af 17 skotum sínum. Falur: Birna var með stjörnuleikmynd/antonFalur Harðarson er að gera flotta hluti með Keflavíkurkonur og hefur náð að rífa liðið upp eftir erfiða byrjun á tímabilinu þar sem liðið tapaði óvænt þremur leikjum í röð. Nú er liðið hinsvegar á miklu skriði og til alls líklegt. „Við erum að vinna í okkar málum. Það er ýmislegt búið að breytast hjá okkur síðan að við spiluðum við þær síðast hérna. Við erum búin að færa Pálí í leikstjórnendastöðu og það gengur bara vel. Við erum ekki búin að tapa leik síðan að við gerðum það," sagði Falur Harðarson. „Ég er ánægður með liðið eins og staðan er núna en við erum með brothætt lið. Það eru ungar stelpur að koma inn af bekknum og við erum með ungar stelpur í byrjunarliðinu. Við erum ekki að spila á mörgum mönnum eins og í kvöld. Þetta er erfitt verkefni fyrir þjálfara.," viðurkenndi Falur en hann hrósaði fyrirliða sínum. „Birna er 36 ára gömul og var með 24 stig og stjörnuleik," sagði Falur og bætti við: „Þetta er að ganga vel og við bara njótum þess. Við erum samt alveg meðvitaðir um hver staðan á liðinu er," segir Falur. „Við leggjum leikina oftast svipað upp. Við erum að pressa til að reyna að gera leikinn hraðann. Við fáum líka fullt af töpuðum boltum hjá þeim. Við þurfum að vera á tánum allan leikinn því ég hef aldrei séð neinn spila körfubolta sem á að slappa af. Það þarf að hafa fyrir öllum hlutum og þetta er ekkert flóknara en það," sagði Falur. Ari Gunnarsson: Ég vona bara að stelpurnar séu sterkarmynd/anton„Við vorum með alltof marga tapaða bolta og svo virkaði vörnin ekki eins og við ætluðum okkur. Það er líka alltaf erfitt að missa andstæðinginn frá sér í upphafi leiks," sagði Ari Gunnarsson þjálfari KR en KR-liðið tapaði þarna sínum öðrum leik í röð "Það er alltaf áhyggjuefni þegar menn tapa og ósjálfrátt minnkar sjálfstraust hjá leikmönnum. Þetta er samt ekkert áhyggjuefni þannig og ég vona bara að stelpurnar séu sterkar og tilbúnar að taka á þessu. Það er stutt í næsta leik þannig að við verðum bara að vera tilbúin fyrir þann leik," sagði Ari. Birna: Það er snilld að horfa á krakkann spilamynd/antonBirna Valgarðsdóttir átti frábæran leik í kvöld þegar Keflavíkurkonur unnu sannfærandi sigur á KR í DHL-höllinni. Birna var ekki með á dögunum þegar Keflavíkurliðið steinlá fyrir KR og sýndi mikilvægi sitt í kvöld með 24 stigum og 12 fráköstum. „Ég er rosalega ánægð með þennan leik og rosalega stollt af liðinu. Það munar ekkert svona svakalega um mig en maður hefur reynsluna og miðlaði henni áfram í dag. Þetta gekk allt upp hjá okkur í dag og við vorum miklu ákveðnari en þær," sagði Birna. „Það er mjög sterkt að vinna þær hérna á þeirra heimavelli. Þær eru með þrusugott lið og þetta verður barátta í allan vetur. Það eiga líka fleiri lið en við og KR eftir að blanda sér í baráttuna. Við lítum kannski vel út en nóvember er bara hálfnaður og það er næstum því allt tímabilið eftir. Þetta verður hörkufjör í allan vetur," sagði Birna. Falur Harðarson tókleikhlé eftir aðeins fjórar mínútur og vakti heldur betur sínar stelpur. „Við þurfum stundum spark í rassgatið í fyrsta leikhluta en markmiðið okkar er samt bara að halda haus allan leikinn og spila vörn. Ég held að það skili okkur langt í vetur," sagði Birna. Birna og hin 15 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir fóru á kostum á lokakafla leiksins þegar Keflavík var að landa sigrinum. „Það er snilld að horfa á krakkann spila. Ég er svo ánægð með hana og svo fegin að hún sé með mér í liði. Hún á eftir að verða sú besta á landinu eftir nokkur ár," sagði Birna. Sigrún: Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessumynd/antonSigrún Ámundadóttir var með 12 stig og 9 fráköst fyrir KR-liðið í kvöld og ein af skástu leikmönnum liðsins. Hún var að sjálfsögðu ekki sátt í leikslok. „Þetta var lélegt hjá okkur. Við byrjuðu hræðilega og ég held að það hafi verið okkur að falli í leiknum. Við vorum einfaldlega ekki tilbúnar í byrjun, þær keyrðu á okkur og fengu fullt af auðveldum körfum. Þar liggur bara þessi fjórtán stiga munur á liðunum," sagði Sigrún. KR-konur náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í þriðja leikhluta en nær komust þær ekki. „Við hentum síðan boltanum frá okkur með klaufaskap þegar við vorum að nálgast þær," sagði Sigrún. KR-liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Við förum ekkert að hengja okkur á þessu. Það er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að því að ná að vinna hann. Það er ekkert áhyggjuefni að við skyldum tapa þessum leik. Við erum að skipta um útlending en hún er að komast betur inn í þetta og stóð sig vel í dag. Við erum að læra á hana og ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu," sagði Sigrún og það er nóg af leikjum í kvennakörfunni í vetur. „Það er gaman að fá spila leiki og við þurfum því ekki að bíða lengi eftir næsta leik eftir töpin. Ég get líka ekki beðið eftir því að fá að bæta fyrir þetta," sagði Sigrún. KR-Keflavík 70-84 (16-27, 11-7, 26-25, 17-25)KR: Erica Prosser 27/4 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Hafrún Hálfdánardóttir 10/5 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 7/13 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Helga Einarsdóttir 2/7 fráköst.Keflavík: Jaleesa Butler 27/14 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir/8 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 24/12 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/11 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 12, Helga Hallgrímsdóttir 8/6 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Keflavíkurkonur fögnuðu sínum sjötta sigri í röð í Iceland Express deild kvenna eftir að þær unnu fjórtán stiga sigur á KR, 84-70 í toppslag deildarinnar í DHL-höllinni í kvöld. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir áttu báðar frábæran leik í kvöld og það er ljóst að Keflavíkurkonur eru komnar á mikið skrið eftir erfiða byrjun. KR-liðið var skrefinu á undan í upphafi leiks en Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, var fljótur að taka leikhlé og kveikti vel í sínum stelpum sem náði í kjölfarið mest fimmtán stiga forystu í fyrri hálfleiknum. KR-liðið náði að minnka muninn niður í sjö stig fyrir hálfleik og svo niður í fjögur stig í upphafi þriðja leikhluta en lengra komust KR-konur ekki og Keflavík landaði sannfærandi sigri. Birna Valgarðsdóttir var frábær í leiknum og endaði hann með 24 stig, 12 fráköst og 5 stolna bolta en þá réð KR-liðið einnig lítið við Jaleesu Butler sem var með 27 stig, 15 fráköst og 8 varin skot. Erica Prosser var langbest hjá KR með 27 stig og 8 stoðsendingar og Sigrún Ámundadóttir barðist vel en miklu munaði að Margrét Kara Sturludóttir fann sig engan veginn í sókninni og nýtti aðeins 3 af 17 skotum sínum. Falur: Birna var með stjörnuleikmynd/antonFalur Harðarson er að gera flotta hluti með Keflavíkurkonur og hefur náð að rífa liðið upp eftir erfiða byrjun á tímabilinu þar sem liðið tapaði óvænt þremur leikjum í röð. Nú er liðið hinsvegar á miklu skriði og til alls líklegt. „Við erum að vinna í okkar málum. Það er ýmislegt búið að breytast hjá okkur síðan að við spiluðum við þær síðast hérna. Við erum búin að færa Pálí í leikstjórnendastöðu og það gengur bara vel. Við erum ekki búin að tapa leik síðan að við gerðum það," sagði Falur Harðarson. „Ég er ánægður með liðið eins og staðan er núna en við erum með brothætt lið. Það eru ungar stelpur að koma inn af bekknum og við erum með ungar stelpur í byrjunarliðinu. Við erum ekki að spila á mörgum mönnum eins og í kvöld. Þetta er erfitt verkefni fyrir þjálfara.," viðurkenndi Falur en hann hrósaði fyrirliða sínum. „Birna er 36 ára gömul og var með 24 stig og stjörnuleik," sagði Falur og bætti við: „Þetta er að ganga vel og við bara njótum þess. Við erum samt alveg meðvitaðir um hver staðan á liðinu er," segir Falur. „Við leggjum leikina oftast svipað upp. Við erum að pressa til að reyna að gera leikinn hraðann. Við fáum líka fullt af töpuðum boltum hjá þeim. Við þurfum að vera á tánum allan leikinn því ég hef aldrei séð neinn spila körfubolta sem á að slappa af. Það þarf að hafa fyrir öllum hlutum og þetta er ekkert flóknara en það," sagði Falur. Ari Gunnarsson: Ég vona bara að stelpurnar séu sterkarmynd/anton„Við vorum með alltof marga tapaða bolta og svo virkaði vörnin ekki eins og við ætluðum okkur. Það er líka alltaf erfitt að missa andstæðinginn frá sér í upphafi leiks," sagði Ari Gunnarsson þjálfari KR en KR-liðið tapaði þarna sínum öðrum leik í röð "Það er alltaf áhyggjuefni þegar menn tapa og ósjálfrátt minnkar sjálfstraust hjá leikmönnum. Þetta er samt ekkert áhyggjuefni þannig og ég vona bara að stelpurnar séu sterkar og tilbúnar að taka á þessu. Það er stutt í næsta leik þannig að við verðum bara að vera tilbúin fyrir þann leik," sagði Ari. Birna: Það er snilld að horfa á krakkann spilamynd/antonBirna Valgarðsdóttir átti frábæran leik í kvöld þegar Keflavíkurkonur unnu sannfærandi sigur á KR í DHL-höllinni. Birna var ekki með á dögunum þegar Keflavíkurliðið steinlá fyrir KR og sýndi mikilvægi sitt í kvöld með 24 stigum og 12 fráköstum. „Ég er rosalega ánægð með þennan leik og rosalega stollt af liðinu. Það munar ekkert svona svakalega um mig en maður hefur reynsluna og miðlaði henni áfram í dag. Þetta gekk allt upp hjá okkur í dag og við vorum miklu ákveðnari en þær," sagði Birna. „Það er mjög sterkt að vinna þær hérna á þeirra heimavelli. Þær eru með þrusugott lið og þetta verður barátta í allan vetur. Það eiga líka fleiri lið en við og KR eftir að blanda sér í baráttuna. Við lítum kannski vel út en nóvember er bara hálfnaður og það er næstum því allt tímabilið eftir. Þetta verður hörkufjör í allan vetur," sagði Birna. Falur Harðarson tókleikhlé eftir aðeins fjórar mínútur og vakti heldur betur sínar stelpur. „Við þurfum stundum spark í rassgatið í fyrsta leikhluta en markmiðið okkar er samt bara að halda haus allan leikinn og spila vörn. Ég held að það skili okkur langt í vetur," sagði Birna. Birna og hin 15 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir fóru á kostum á lokakafla leiksins þegar Keflavík var að landa sigrinum. „Það er snilld að horfa á krakkann spila. Ég er svo ánægð með hana og svo fegin að hún sé með mér í liði. Hún á eftir að verða sú besta á landinu eftir nokkur ár," sagði Birna. Sigrún: Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessumynd/antonSigrún Ámundadóttir var með 12 stig og 9 fráköst fyrir KR-liðið í kvöld og ein af skástu leikmönnum liðsins. Hún var að sjálfsögðu ekki sátt í leikslok. „Þetta var lélegt hjá okkur. Við byrjuðu hræðilega og ég held að það hafi verið okkur að falli í leiknum. Við vorum einfaldlega ekki tilbúnar í byrjun, þær keyrðu á okkur og fengu fullt af auðveldum körfum. Þar liggur bara þessi fjórtán stiga munur á liðunum," sagði Sigrún. KR-konur náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í þriðja leikhluta en nær komust þær ekki. „Við hentum síðan boltanum frá okkur með klaufaskap þegar við vorum að nálgast þær," sagði Sigrún. KR-liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Við förum ekkert að hengja okkur á þessu. Það er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að því að ná að vinna hann. Það er ekkert áhyggjuefni að við skyldum tapa þessum leik. Við erum að skipta um útlending en hún er að komast betur inn í þetta og stóð sig vel í dag. Við erum að læra á hana og ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu," sagði Sigrún og það er nóg af leikjum í kvennakörfunni í vetur. „Það er gaman að fá spila leiki og við þurfum því ekki að bíða lengi eftir næsta leik eftir töpin. Ég get líka ekki beðið eftir því að fá að bæta fyrir þetta," sagði Sigrún. KR-Keflavík 70-84 (16-27, 11-7, 26-25, 17-25)KR: Erica Prosser 27/4 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Hafrún Hálfdánardóttir 10/5 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 7/13 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Helga Einarsdóttir 2/7 fráköst.Keflavík: Jaleesa Butler 27/14 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir/8 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 24/12 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/11 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 12, Helga Hallgrímsdóttir 8/6 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira