Fleiri fréttir

Pavel hafði hægt um sig

Norrköping Dolphins vann í kvöld þriggja stiga sigur á 08 Stockholm, 85-82, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

NBA-leikur í Manchester - átta leikir út um allan heim

Körfuboltaáhugafólk á Íslandi getur hugsanlega sameinað ferð á NBA-körfuboltaleik og leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í haust því einn leikur á undirbúningstímabili NBA-deildarinnar mun fara fram í Manchester-borg.

Hlynur frákastahæstur í Svíþjóð

Hlynur Bæringsson, leikmaður deildarmeistara Sundsvall Dragons, er sá leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni sem hefur tekið flest fráköst í deildinni í vetur.

Njarðvíkingar eiga flesta landsliðskrakka

Þjálfarar yngri landsliðanna í körfubolta hafa valið tólf manna hópa sína fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Solna í Svíþjóð dagana 8.til 12. maí.

NBA: Fimmtán sigrar í röð hjá Miami Heat

Miami Heat hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann öruggan 97-81 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í nótt og með honum bætti liðið félagsmetið.

Gunnar rekinn frá KR

Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs KR, var í dag látinn fara frá félaginu. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, mun taka við daglegri þjálfun liðsins.

Deildarmeistaranir steinlágu

Sundsvall Dragons tpaaði með 33 stiga mun fyrir Uppsala á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Darri spilar ekki meira með Þór í vetur

Darri Hilmarsson og Baldur Þór Ragnarsson verða ekki með Þórsurum á lokasprettinum í Dominos-deild karla og gætu báðir misst af restinni af tímabilinu. Þetta staðfesti Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Morgunblaðið í morgun.

Pavel og félagar með fínan sigur á Södertálje

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins unnu fínan sigur, 81-79, á Södertálje í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Pavel hefur verið að koma til baka úr meiðslum og er að finna sig betur og betur.

Bulls sterkari gegn Brooklyn Nets

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna fínn sigur hjá Chicago Bulls gegn Brooklyn Net, 96-85, en leikurinn fór fram í Chicago.

Sárt tap hjá Hauki og félögum

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa töpuðu naumlega, 94-90, gegn Lagun Aro GBC í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Úrslit dagsins í Dominos-deild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í dag. Þar bar hæst naumur útisigur Njarðvíkurstúlkna í Suðurnesjaslagnum gegn Grindavík.

Meistarar Miami taka Harlem Shake

Harlem Shake-æðið hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum jarðarbúa. Það taka allir þátt og þar á meðal NBA-meistarar Miami Heat.

Howard býður sig fram á ÓL árið 2016

Miðherja LA Lakers, Dwight Howard, fannst greinilega gaman á Ólympíuleikunum í Peking því hann er búinn að bjóða fram krafta sína fyrir leikana árið 2016.

Darri upp á spítala en Þórsarar unnu

Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81.

Njarðvíkingar með fjórða sigurinn í röð

Njarðvíkingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild karla í körfubolta með því að vinna 25 stiga sigur á botnliði Fjölnis, 100-75. Fjölnir hefur nú tapað tíu leikjum í röð og er í mjög slæmum málum á botninum.

Fimmtándi heimasigurinn í röð hjá Hlyni og Jakobi

Sundsvall Dragons hélt áfram sigurgöngu sinni á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með því að vinna 23 stiga sigur á Borås Basket, 111-88, sem er í 4. sæti deildarinnar. Drekarnir eru áfram með sex stiga forskot á toppnum.

Rodman og Kim Jong Un orðnir bestu vinir

Ferðalag körfuboltastjörnunnar einstöku til Norður-Kóreu hefur vakið heimsathygli. Þar hefur Rodman eytt tíma með hinum umdeilda leiðtoga landsins, Kim Jong Un. Þeir félagar sátu saman á körfuboltaleik þar sem leikmenn Harlem Globetrotters spiluðu með bestu körfuboltamönnum landsins.

Kobe lamdi á Úlfunum

LA Lakers sýndi meiðslum hrjáðu liði Minnesota Timberwolves enga miskunn í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt.

Riðillinn klár hjá liði Helenu

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska félaginu Good Angels Kosice komust eins og kunnugt er í átta liða úrslitakeppni Euroleague á dögunum og nú er ljóst hvaða lið verða í riðli með Góðu englunum á úrslitahelginni.

Sjá næstu 50 fréttir