Fleiri fréttir Ómáluð eða máluð - þú ert alltaf sjóðheit Sandra Bullock, 47 ára, var mynduð á hlaupum talandi í símann ómáluð í framan eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Söndru með andlitsfarða stilla sér upp á rauða dreglinum ásamt vini sínum, leikaranum Ryan Reynolds, á frumsýningu kvikmyndarinnar The Change-Up. Ryan fer með aðalhlutverkið í myndinni. Ryan og Sandra segjast vera góðir vinir en ekkert meira en það. 24.8.2011 15:37 Róa sig í fótósjoppi Leikkonan Amanda Seyfried, 25 ára, prýðir forsíðu septemberútgáfu indónesíska tímaritsins Joy. Eins og sjá má í myndasafni er búið að eiga við forsíðuna með aðstoð tölvutækninnar. Spurð út í draumaprinsinn í forsíðuviðtalinu svarar Amanda sem er á lausu: Fyrir mig er mjög mikilvægt að maki minn sé með góðan húmor og þroskaður. Svo þarf hann að vita hvað hann vill. 24.8.2011 14:30 Charlie Sheen í fríi með fyrrverandi Vandræðagemlingurinn Charlie Sheen og fyrrverandi eiginkona hans, Brooke Mueller, hafa ákveðið að grafa stríðsöxina ef marka má síðustu fregnir. Þessa dagana eru hjónin fyrrverandi stödd í Mexíkó í fríi ásamt tveggja ára tvíburabræðrunum sem þau eiga saman. Sheen segir þau ekki ætla að taka saman aftur heldur séu þau einungis "góðir vinir sem eru að reyna að vera góðir foreldrar“. 24.8.2011 14:00 Kjörin kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan og nú leikkonan Rosie Huntington-Whiteley situr á toppnum yfir 100 kynþokkafyllstu konur í heimi, að því er tímaritið Maxim greinir frá. Í yfirlýsingu frá blaðinu segir að Huntington-Whiteley sé rísandi stjarna í Hollywood. 24.8.2011 13:00 HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. 24.8.2011 12:00 Neitaði að syngja í brúðkaupi Kardashian Kris Jenner, móðir Kim Kardashian, sem gifti sig um helgina, bað söngkonurnar Jennifer Lopez og Christinu Aguilera, að syngja í brúðkaupi dóttur sinnar. Jennifer og Christina, sem taka rúmar 113 milljónir íslenskar krónur fyrir einkagigg, afþökkuðu pent þegar Kris bað þær um að syngja í brúðkaupinu án endurgjalds. Þess í stað héldu plötusnúður og hljómsveitin Earth, Wind and Fire uppi fjörinu. Meðfylgjandi má sjá Kim með eiginmanni sínum, daginn eftir brúðkaupið og Christinu Aguilera á LAX flugvelli í Los Angeles í vikunni. 24.8.2011 11:26 Ragnhildur hætt í Kastljósinu „Það sem réði þessu voru bara önnur verkefni. Ég er meðal annars að fara að stjórna þessari danskeppni í nóvember,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún hefur yfirgefið Kastljós Ríkissjónvarpsins í bili. 24.8.2011 11:00 Hvernig er það eru allir með öllum í Hollywood? Það bókstaflega sýður á slúðurmiðlum vestan hafs í tengslum við skilnað Will Smith og Jödu Pinkett Smith. Því er haldið fram að Jada hafi haldið framhjá Will með fyrrverandi eiginmanni Jennifer Lopez, Mark Anthony. Mark og Jada leika saman í sjónvarpsþáttunum Hawthorne sem hún framleiðir. Jada hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún harðneitar að eiga í ástarsambandi við Mark sem skildi við Jennifer í síðasta mánuði. Í myndasafni má sjá myndir sem teknar voru við tökur á umræddum sjónvarpsþætti sem Jada framleiðir en Mark er sérstakur tónlistarráðgjafi þáttanna. 24.8.2011 09:44 Meinaður aðgangur að svefnherberginu Þegar karlinn er hættur að hleypa manni inn í svefnherbergið vegna stirðleika þá þarf maður aðeins að endurskoða hlutina, segir leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir í meðfylgjandi myndskeiði. Brynja Valdís og vinkona hennar, leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir hafa ákveðið að taka áskorun um að mæta á hverjum virkum degi í Hot jóga tíma hjá Jóhönnu Karlsdóttur í Sporthúsinu. Meðfylgjandi segja leikkonurnar stuttlega frá átakinu. 24.8.2011 08:53 Þessi bumba fer þér ýkt vel Leikkonan Cameron Diaz, 38 ára, var mynduð við tökur á rómantísku gamanmyndinni What to Expect When You're Expecting. Myndin fjallar um fjögur pör sem undirbúa sig fyrir barneignir. Eins og myndirnar sýna fer 'gervimaginn' Cameron afskaplega vel. 24.8.2011 08:04 Stórvirki Jónasar slær bók Dr. Gunna út af borðinu „Ég var farinn að búast við þessum málalokum,“ segir tónlistar- og neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. 24.8.2011 08:00 Vill leika Indy aftur Harrison Ford hefur mikinn áhuga á að leika í fimmtu myndinni um fornleifafræðinginn Indiana Jones. 24.8.2011 07:00 Sjarmerandi við sjóinn Ingibjörg Klemensdóttir leirlistamaður rekur Gallerí Dungu í notalegu húsnæði við gömlu höfnina í Geirsgötu. Þar er hún bæði með vinnustofu og gallerí þar sem hún selur verk sín af margvíslegum toga. 23.8.2011 18:00 Sumir eru sjóðheitir í leðri Leik - og söngkonan Jennifer Lopez, 42 ára, hélt á dóttur sinni Emme, 3 ára, í Los Angeles í gær þar sem hún vann við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið Papi. Eins og sjá má á myndunum í myndasafni fara leðurbuxur Jennifer afskaplega vel. 23.8.2011 16:41 Will Smith skilinn Will og Jada Pinkett Smith eru skilin eftir 13 ára langt hjónaband samkvæmt tímaritinu In Touch Weekly. Tíminn flýgur svo hratt. Fólk kemur inn í líf þitt og hverfur jafnóðum. Aldrei láta tækifærið fram hjá þér fara að segja fólkinu sem þú elskar hvað það skiptir þig miklu máli, lét Will hafa eftir sér. 23.8.2011 14:43 Julia Roberts sólar sig á Hawaii Leikkonan Julia Roberts, 43 ára, sólaði sig á Hawaii með eiginmanni sínum Danny Moder og 4 ára syni þeirra, Henry, eins og sjá má í myndasafni. Julia hefur ellefu ár í röð verið á lista tímaritsins People yfir 50 fallegustu konur heims. 23.8.2011 14:28 Áttburamamman sýnir örin Áttburamóðirin Nadya Suleman, 35 ára, sýnir örin sem hún hlaut í kjölfar meðgöngunnar þegar hún gekk með átta börn fyrir tæpum þremur árum... Fæðing áttburanna vakti heimsathygli þegar Nadya, þá sex barna móðir, varð skyndilega fjórtán barna móðir. Nadya, sem eignaðist áttburana með aðstoð sæðisgjafa, leitar allra leiða til að auka tekjurnar og baðar sig í sviðsljósinu hvort sem um er að ræða raunveruleikasjónvarpsþátt þar sem börnin fara með aðalhlutverkin eða myndatökur eins og þessa. Sjá myndir hér. 23.8.2011 13:09 Þriðja barnið á leiðinni Leikarahjónin Ben Affleck, 39 ára, og Jennifer Garner, 39 ára, sem giftu sig árið 2005, eiga von á þriðja barninu. Fulltrúi staðfesti fréttirnar með tilkynningu sem var send til fjölmiðla í dag: Jen og Ben eru í skýjunum yfir að þriðja barnið er á leiðinni. Fjölskylduna má skoða í meðfylgjandi myndasafni. 23.8.2011 12:53 Rúnar kominn með hundrað verðlaun „Ég var að telja þetta saman fyrir nokkrum dögum og þau eru orðin slétt hundrað. Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um allan heim. 23.8.2011 12:00 Hvaða yngingarlyf tekur þú inn Angelina? Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var mynduð í Króatíu um helgina. Þar hitti hún forseta landsins, Ivo Josipovic, til að ræða afleiðingar styrjaldarinnar í Króatíu árið 1990 og framtíðarlausnir. Eins og sjá má á myndunum var Angelina stórglæsileg með slegið hárið í svörtum kjól. 23.8.2011 11:15 Sjö erlendir fyrirlesarar staðfestir Sjö erlendir fyrirlesarar hafa verið staðfestir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpunni 10. til 12. október. 23.8.2011 10:45 Mugison flytur á mölina Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ 23.8.2011 10:15 Hvað er í gangi hérna Hasselhoff? Meðfylgjandi má sjá David Hasselhoff syngja og dansa á næturklúbbnum G-A-Y í London um helgina. Ég hef upplifað óteljandi hluti og reyni að miðla reynslu minni eins og þegar ég reyndi að bjarga heiminum en gleymdi að bjarga mér sjálfum," lét David hafa eftir sér. Kappinn sló í gegn í dans- og söngatriðinu eins og sjá má á myndunum. 23.8.2011 09:15 Skemmtu sér á Lebowski-hátíð „Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson. Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð. 23.8.2011 09:00 Sveitin fæddist tilbúin Hljómsveitin ADHD hefur gefið út sína aðra breiðskífu, sem heitir því ágæta nafni ADHD2. Platan er tekin upp í Vestmannaeyjum, þar sem þeir félagar voru helst áreittir af gömlum körlum í sundlauginni. 23.8.2011 08:00 Pósa fyrir Kardashian brúðkaup Lindsay Lohan, 25 ára, og mamma hennar, Dina, stilltu sér upp fyrir Kardashian brúðkaupið sem fór fram síðasta laugardag. Mæðgurnar sem voru á meðal 440 gesta sem voru viðstaddir athöfnina voru klæddar í síða kjóla með uppsett hárið eins og sjá má á myndunum. 22.8.2011 17:37 Stjörnustælar í minni Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Jennifer Lopez, 42 ára, taka á móti börnunum sínum, tvíburunum Max og Emme, þar sem hún var við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið Papi. Þá má sjá Jennifer keyra um á Fiat bifreið með aðdáendur hlaupandi á eftir sér. Jennifer er fræg fyrir primadonnustæla en fólkið sem vinnur með henni við tökur á kvikmyndinni What to Expect When You're Expecting er orðið langþreytt á kröfunum. Búningsherbergi Jennifer þarf að vera skjannahvítt eins og það leggur sig svo henni líði vel þar inni, og það á við um allan húsbúnaðinn líka. Þá eru sérsniðnar reglur í kringum Jennifer um að enginn má svo mikið sem yrða á hana nema viðkomandi hafi fengið sérstakt leyfi fyrirfram. 22.8.2011 14:58 Myndir og video úr brúðkaupi Kardashian Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian giftist körfuboltamanninum Kris Humphries um helgina. Þrátt fyrir að tímaritið People hafi keypti einkarétt á því að birta myndir úr brúðkaupinu hefur sjónvarpsstöðin E! póstað nokkrum skjáskotum eins og sjá má í myndasafni. Brúðkaupið verður auðvitað hluti af raunveruleikaþætti Kardashian sem verður sýndur í október á sjónvarpsstöðinni E!. 22.8.2011 13:59 Þjáist af bakverkjum Victoria Beckham er of veikburða til að geta haldið á nýfæddri dóttur sinni, Harper Seven. Victoria, sem eignaðist dótturina fyrir nokkrum vikum, þjáist af miklum verkjum í baki sem komu upp þegar barnið var tekið með keisaraskurði. 22.8.2011 13:00 Ungur hugsjónamaður á BMX-hjóli "Fyrst var gert svolítið grín að mér og sagt að ég væri alltaf á þessu hjóli en nú eru allir hættir því. Þegar maður er líka farinn að gera flott myndbönd þá öðlast maður smá virðingu,“ segir Magnús Þórlindsson, ungur BMX-hjólreiðamaður á Selfossi. Hann hefur sýnt áhugamálinu sínu mikla ástríðu þrátt fyrir að vera nánast sá eini í bæjarfélaginu sem hjólar á slíku hjóli. Hann tekur til að mynda strætó með hjólið sitt yfir Hellisheiðina allar helgar til að æfa sig í Reykjavík því aðstaðan, að hans sögn, er ekki uppá marga fiska í heimabænum. 22.8.2011 12:30 Ha var brúðkaupið flipp á fylleríi? American Pie leikkonan Tara Reid, 35 ára, hætti í febrúar á þessu ári með danska viðskiptamanninum Michael Lillelund eftir þriggja mánaða samband en í meðfylgjandi myndasafni má sjá þau saman í París. Tara, sem hefur átt við áfengisvandamál að stríða í gegnum tíðina, giftist skyndilega manni að nafni Zack Kehayov þar síðustu helgi í Grikklandi. Daninn kom af fjöllum þegar hann frétti af brúðkaupi Töru en lét hafa eftir sér að hann væri ekki sá heppni í þetta sinn og óskaði nýgiftu hjónunum góðs gengis. Meðfylgjandi má sjá myndir sem leikkonan póstaði á Twitter síðunni sinni úr brúðkaupsferðinni en margir sem þekkja til hennar vilja meina að hún líti ekki út fyrir að vera edrú á myndunum. Nýgift í Grikklandi. Ég elska að vera eiginkona! skrifaði Tara jafnframt á Twitter. 22.8.2011 11:12 Dætur Demi flýja ljósmyndara Dætur Bruce Willis og Demi Moore, Rumer og Scout Willis, voru myndaðar yfirgefa Adele tónleika í Hollywood 17. ágúst síðastliðinn. Eins og sjá má í myndasafni er Scout eins og snýtt úr nösum föður síns. Þau eru nákvæmlega eins burtséð frá hárgreiðslunni. Tallula, þriðja systirin, var fjarri góðu gamni. 22.8.2011 10:39 Elsa María gerist vínframleiðandi „Nei, ég átti nú ekki von á því að enda sem vínframleiðandi,“ segir fyrrverandi Kastljósstjarnan Elsa María Jakobsdóttir. 22.8.2011 10:00 Diaz og Lopez engar vinkonur Leikkonurnar Jennifer Lopez og Cameron Diaz fara báðar með hlutverk í kvikmyndinni What to Expect When You're Expecting og að sögn heimildarmanna andar köldu á milli leikkvennanna. 22.8.2011 08:00 Boðið upp á bíó í fjórvídd Þeir sem fara á kvikmyndina Spy Kids 3 í bíó geta kynnst fjórvíddarbíói. Auk þrívíddargleraugna fá þeir afhent lyktarspjald við innganginn. 22.8.2011 06:00 Kardashian giftist sínum heittelskaða Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian giftist körfuboltamanninum Kris Humphries í gær. 21.8.2011 14:06 Á stefnumót Það er greinilegt að Lindsay Lohan er í makaleit en hún hefur sést á stefnumótum með þremur mönnum á síðustu vikum. Nú síðast skemmti daman sér prýðilega með hávöxnum dökkhærðum manni á tónleikum bresku söngkonunnar Adele í Los Angeles. 20.8.2011 18:00 Bieber fær götu nefnda eftir sér Á meðan flestir jafnaldar hans eru að öngla saman fyrir fyrstu fartölvunni hefur gata verið nefnd eftir ungstirninu Justin Bieber. Ellefu ára gömul Texas-mær kom því í gegn þegar hún varð bæjarstjóri í smábænum Forney í Texas í einn dag. 20.8.2011 17:00 Fengu forskot á Game of Thrones sæluna Sýningar á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefjast á Stöð 2 annað kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki fyrir þáttunum og því var mikil spenna í Bíói Paradís í gær þar sem sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum. 20.8.2011 16:00 Rokk og plokkfiskur Haukur S. Magnússon hefur fengið foreldra sína í heimsókn frá Ísafirði yfir Menningarnótt. Saman bjóða þau til veislu úti á Granda í kvöld. 20.8.2011 15:30 Fjölmennt á fatahönnunarkeppni Úrslitakvöld fatahönnunarkeppninnar Reykjavík Runway fór fram á fimmtudagskvöldið og fjölmennti áhugafólk um íslenska tísku í Hafnarhúsið. Harpa Einarsdóttir bar sigur úr býtum en þarna sýndu einnig merkin Eygló, Shadow Creatures og Rosa-Bryndís. 20.8.2011 15:00 Gott kynlíf lykillinn að góðu hjónabandi Stórleikarinn Jeff Bridges hefur verið kvæntur konu sinni, Susan Geston, frá árinu 1977 og eiga þau hjónin saman þrjár dætur. Í nýlegu viðtali sagði Bridges að lykillinn að farsælu hjónabandi væri ást og nóg af kynlífi. 20.8.2011 14:00 Gömlu brýnin komin í gull Gleðin sveif yfir vötnum á skemmtistaðnum Vellinum á Grensásvegi á fimmtudagskvöldið þegar þrír af vinsælustu tónlistarmönnum landsins tóku við gullplötu fyrir sölu á plötu sinni. Þetta voru þeir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas sem hafa selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni MS GRM sem kom út á síðasta ári. 20.8.2011 13:00 Langaði mest til að flýja land Bókin er loksins á leiðinni, útgáfupartíið verður 25. ágúst,“ segir Tobba Marinós og á þá að sjálfsögðu við framhald metsölubókarinnar Makalaus, sem fengið hefur nafnið Lýtalaus. Blaðamanni þykir orðinu loksins eiginlega ofaukið, því aðeins er rétt rúmt ár síðan Makalaus kom út og í millitíðinni gaf Tobba út bókina Dömusiði. 20.8.2011 12:00 Hrifin af besta vini kærasta síns Ný kærasta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, er sögð hrifnari af besta vini Clooney en honum sjálfum. Vinurinn sem um er rætt mun vera enginn annar en Brad Pitt. 20.8.2011 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ómáluð eða máluð - þú ert alltaf sjóðheit Sandra Bullock, 47 ára, var mynduð á hlaupum talandi í símann ómáluð í framan eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Söndru með andlitsfarða stilla sér upp á rauða dreglinum ásamt vini sínum, leikaranum Ryan Reynolds, á frumsýningu kvikmyndarinnar The Change-Up. Ryan fer með aðalhlutverkið í myndinni. Ryan og Sandra segjast vera góðir vinir en ekkert meira en það. 24.8.2011 15:37
Róa sig í fótósjoppi Leikkonan Amanda Seyfried, 25 ára, prýðir forsíðu septemberútgáfu indónesíska tímaritsins Joy. Eins og sjá má í myndasafni er búið að eiga við forsíðuna með aðstoð tölvutækninnar. Spurð út í draumaprinsinn í forsíðuviðtalinu svarar Amanda sem er á lausu: Fyrir mig er mjög mikilvægt að maki minn sé með góðan húmor og þroskaður. Svo þarf hann að vita hvað hann vill. 24.8.2011 14:30
Charlie Sheen í fríi með fyrrverandi Vandræðagemlingurinn Charlie Sheen og fyrrverandi eiginkona hans, Brooke Mueller, hafa ákveðið að grafa stríðsöxina ef marka má síðustu fregnir. Þessa dagana eru hjónin fyrrverandi stödd í Mexíkó í fríi ásamt tveggja ára tvíburabræðrunum sem þau eiga saman. Sheen segir þau ekki ætla að taka saman aftur heldur séu þau einungis "góðir vinir sem eru að reyna að vera góðir foreldrar“. 24.8.2011 14:00
Kjörin kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan og nú leikkonan Rosie Huntington-Whiteley situr á toppnum yfir 100 kynþokkafyllstu konur í heimi, að því er tímaritið Maxim greinir frá. Í yfirlýsingu frá blaðinu segir að Huntington-Whiteley sé rísandi stjarna í Hollywood. 24.8.2011 13:00
HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. 24.8.2011 12:00
Neitaði að syngja í brúðkaupi Kardashian Kris Jenner, móðir Kim Kardashian, sem gifti sig um helgina, bað söngkonurnar Jennifer Lopez og Christinu Aguilera, að syngja í brúðkaupi dóttur sinnar. Jennifer og Christina, sem taka rúmar 113 milljónir íslenskar krónur fyrir einkagigg, afþökkuðu pent þegar Kris bað þær um að syngja í brúðkaupinu án endurgjalds. Þess í stað héldu plötusnúður og hljómsveitin Earth, Wind and Fire uppi fjörinu. Meðfylgjandi má sjá Kim með eiginmanni sínum, daginn eftir brúðkaupið og Christinu Aguilera á LAX flugvelli í Los Angeles í vikunni. 24.8.2011 11:26
Ragnhildur hætt í Kastljósinu „Það sem réði þessu voru bara önnur verkefni. Ég er meðal annars að fara að stjórna þessari danskeppni í nóvember,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún hefur yfirgefið Kastljós Ríkissjónvarpsins í bili. 24.8.2011 11:00
Hvernig er það eru allir með öllum í Hollywood? Það bókstaflega sýður á slúðurmiðlum vestan hafs í tengslum við skilnað Will Smith og Jödu Pinkett Smith. Því er haldið fram að Jada hafi haldið framhjá Will með fyrrverandi eiginmanni Jennifer Lopez, Mark Anthony. Mark og Jada leika saman í sjónvarpsþáttunum Hawthorne sem hún framleiðir. Jada hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún harðneitar að eiga í ástarsambandi við Mark sem skildi við Jennifer í síðasta mánuði. Í myndasafni má sjá myndir sem teknar voru við tökur á umræddum sjónvarpsþætti sem Jada framleiðir en Mark er sérstakur tónlistarráðgjafi þáttanna. 24.8.2011 09:44
Meinaður aðgangur að svefnherberginu Þegar karlinn er hættur að hleypa manni inn í svefnherbergið vegna stirðleika þá þarf maður aðeins að endurskoða hlutina, segir leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir í meðfylgjandi myndskeiði. Brynja Valdís og vinkona hennar, leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir hafa ákveðið að taka áskorun um að mæta á hverjum virkum degi í Hot jóga tíma hjá Jóhönnu Karlsdóttur í Sporthúsinu. Meðfylgjandi segja leikkonurnar stuttlega frá átakinu. 24.8.2011 08:53
Þessi bumba fer þér ýkt vel Leikkonan Cameron Diaz, 38 ára, var mynduð við tökur á rómantísku gamanmyndinni What to Expect When You're Expecting. Myndin fjallar um fjögur pör sem undirbúa sig fyrir barneignir. Eins og myndirnar sýna fer 'gervimaginn' Cameron afskaplega vel. 24.8.2011 08:04
Stórvirki Jónasar slær bók Dr. Gunna út af borðinu „Ég var farinn að búast við þessum málalokum,“ segir tónlistar- og neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. 24.8.2011 08:00
Vill leika Indy aftur Harrison Ford hefur mikinn áhuga á að leika í fimmtu myndinni um fornleifafræðinginn Indiana Jones. 24.8.2011 07:00
Sjarmerandi við sjóinn Ingibjörg Klemensdóttir leirlistamaður rekur Gallerí Dungu í notalegu húsnæði við gömlu höfnina í Geirsgötu. Þar er hún bæði með vinnustofu og gallerí þar sem hún selur verk sín af margvíslegum toga. 23.8.2011 18:00
Sumir eru sjóðheitir í leðri Leik - og söngkonan Jennifer Lopez, 42 ára, hélt á dóttur sinni Emme, 3 ára, í Los Angeles í gær þar sem hún vann við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið Papi. Eins og sjá má á myndunum í myndasafni fara leðurbuxur Jennifer afskaplega vel. 23.8.2011 16:41
Will Smith skilinn Will og Jada Pinkett Smith eru skilin eftir 13 ára langt hjónaband samkvæmt tímaritinu In Touch Weekly. Tíminn flýgur svo hratt. Fólk kemur inn í líf þitt og hverfur jafnóðum. Aldrei láta tækifærið fram hjá þér fara að segja fólkinu sem þú elskar hvað það skiptir þig miklu máli, lét Will hafa eftir sér. 23.8.2011 14:43
Julia Roberts sólar sig á Hawaii Leikkonan Julia Roberts, 43 ára, sólaði sig á Hawaii með eiginmanni sínum Danny Moder og 4 ára syni þeirra, Henry, eins og sjá má í myndasafni. Julia hefur ellefu ár í röð verið á lista tímaritsins People yfir 50 fallegustu konur heims. 23.8.2011 14:28
Áttburamamman sýnir örin Áttburamóðirin Nadya Suleman, 35 ára, sýnir örin sem hún hlaut í kjölfar meðgöngunnar þegar hún gekk með átta börn fyrir tæpum þremur árum... Fæðing áttburanna vakti heimsathygli þegar Nadya, þá sex barna móðir, varð skyndilega fjórtán barna móðir. Nadya, sem eignaðist áttburana með aðstoð sæðisgjafa, leitar allra leiða til að auka tekjurnar og baðar sig í sviðsljósinu hvort sem um er að ræða raunveruleikasjónvarpsþátt þar sem börnin fara með aðalhlutverkin eða myndatökur eins og þessa. Sjá myndir hér. 23.8.2011 13:09
Þriðja barnið á leiðinni Leikarahjónin Ben Affleck, 39 ára, og Jennifer Garner, 39 ára, sem giftu sig árið 2005, eiga von á þriðja barninu. Fulltrúi staðfesti fréttirnar með tilkynningu sem var send til fjölmiðla í dag: Jen og Ben eru í skýjunum yfir að þriðja barnið er á leiðinni. Fjölskylduna má skoða í meðfylgjandi myndasafni. 23.8.2011 12:53
Rúnar kominn með hundrað verðlaun „Ég var að telja þetta saman fyrir nokkrum dögum og þau eru orðin slétt hundrað. Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um allan heim. 23.8.2011 12:00
Hvaða yngingarlyf tekur þú inn Angelina? Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var mynduð í Króatíu um helgina. Þar hitti hún forseta landsins, Ivo Josipovic, til að ræða afleiðingar styrjaldarinnar í Króatíu árið 1990 og framtíðarlausnir. Eins og sjá má á myndunum var Angelina stórglæsileg með slegið hárið í svörtum kjól. 23.8.2011 11:15
Sjö erlendir fyrirlesarar staðfestir Sjö erlendir fyrirlesarar hafa verið staðfestir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpunni 10. til 12. október. 23.8.2011 10:45
Mugison flytur á mölina Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ 23.8.2011 10:15
Hvað er í gangi hérna Hasselhoff? Meðfylgjandi má sjá David Hasselhoff syngja og dansa á næturklúbbnum G-A-Y í London um helgina. Ég hef upplifað óteljandi hluti og reyni að miðla reynslu minni eins og þegar ég reyndi að bjarga heiminum en gleymdi að bjarga mér sjálfum," lét David hafa eftir sér. Kappinn sló í gegn í dans- og söngatriðinu eins og sjá má á myndunum. 23.8.2011 09:15
Skemmtu sér á Lebowski-hátíð „Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson. Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð. 23.8.2011 09:00
Sveitin fæddist tilbúin Hljómsveitin ADHD hefur gefið út sína aðra breiðskífu, sem heitir því ágæta nafni ADHD2. Platan er tekin upp í Vestmannaeyjum, þar sem þeir félagar voru helst áreittir af gömlum körlum í sundlauginni. 23.8.2011 08:00
Pósa fyrir Kardashian brúðkaup Lindsay Lohan, 25 ára, og mamma hennar, Dina, stilltu sér upp fyrir Kardashian brúðkaupið sem fór fram síðasta laugardag. Mæðgurnar sem voru á meðal 440 gesta sem voru viðstaddir athöfnina voru klæddar í síða kjóla með uppsett hárið eins og sjá má á myndunum. 22.8.2011 17:37
Stjörnustælar í minni Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Jennifer Lopez, 42 ára, taka á móti börnunum sínum, tvíburunum Max og Emme, þar sem hún var við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið Papi. Þá má sjá Jennifer keyra um á Fiat bifreið með aðdáendur hlaupandi á eftir sér. Jennifer er fræg fyrir primadonnustæla en fólkið sem vinnur með henni við tökur á kvikmyndinni What to Expect When You're Expecting er orðið langþreytt á kröfunum. Búningsherbergi Jennifer þarf að vera skjannahvítt eins og það leggur sig svo henni líði vel þar inni, og það á við um allan húsbúnaðinn líka. Þá eru sérsniðnar reglur í kringum Jennifer um að enginn má svo mikið sem yrða á hana nema viðkomandi hafi fengið sérstakt leyfi fyrirfram. 22.8.2011 14:58
Myndir og video úr brúðkaupi Kardashian Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian giftist körfuboltamanninum Kris Humphries um helgina. Þrátt fyrir að tímaritið People hafi keypti einkarétt á því að birta myndir úr brúðkaupinu hefur sjónvarpsstöðin E! póstað nokkrum skjáskotum eins og sjá má í myndasafni. Brúðkaupið verður auðvitað hluti af raunveruleikaþætti Kardashian sem verður sýndur í október á sjónvarpsstöðinni E!. 22.8.2011 13:59
Þjáist af bakverkjum Victoria Beckham er of veikburða til að geta haldið á nýfæddri dóttur sinni, Harper Seven. Victoria, sem eignaðist dótturina fyrir nokkrum vikum, þjáist af miklum verkjum í baki sem komu upp þegar barnið var tekið með keisaraskurði. 22.8.2011 13:00
Ungur hugsjónamaður á BMX-hjóli "Fyrst var gert svolítið grín að mér og sagt að ég væri alltaf á þessu hjóli en nú eru allir hættir því. Þegar maður er líka farinn að gera flott myndbönd þá öðlast maður smá virðingu,“ segir Magnús Þórlindsson, ungur BMX-hjólreiðamaður á Selfossi. Hann hefur sýnt áhugamálinu sínu mikla ástríðu þrátt fyrir að vera nánast sá eini í bæjarfélaginu sem hjólar á slíku hjóli. Hann tekur til að mynda strætó með hjólið sitt yfir Hellisheiðina allar helgar til að æfa sig í Reykjavík því aðstaðan, að hans sögn, er ekki uppá marga fiska í heimabænum. 22.8.2011 12:30
Ha var brúðkaupið flipp á fylleríi? American Pie leikkonan Tara Reid, 35 ára, hætti í febrúar á þessu ári með danska viðskiptamanninum Michael Lillelund eftir þriggja mánaða samband en í meðfylgjandi myndasafni má sjá þau saman í París. Tara, sem hefur átt við áfengisvandamál að stríða í gegnum tíðina, giftist skyndilega manni að nafni Zack Kehayov þar síðustu helgi í Grikklandi. Daninn kom af fjöllum þegar hann frétti af brúðkaupi Töru en lét hafa eftir sér að hann væri ekki sá heppni í þetta sinn og óskaði nýgiftu hjónunum góðs gengis. Meðfylgjandi má sjá myndir sem leikkonan póstaði á Twitter síðunni sinni úr brúðkaupsferðinni en margir sem þekkja til hennar vilja meina að hún líti ekki út fyrir að vera edrú á myndunum. Nýgift í Grikklandi. Ég elska að vera eiginkona! skrifaði Tara jafnframt á Twitter. 22.8.2011 11:12
Dætur Demi flýja ljósmyndara Dætur Bruce Willis og Demi Moore, Rumer og Scout Willis, voru myndaðar yfirgefa Adele tónleika í Hollywood 17. ágúst síðastliðinn. Eins og sjá má í myndasafni er Scout eins og snýtt úr nösum föður síns. Þau eru nákvæmlega eins burtséð frá hárgreiðslunni. Tallula, þriðja systirin, var fjarri góðu gamni. 22.8.2011 10:39
Elsa María gerist vínframleiðandi „Nei, ég átti nú ekki von á því að enda sem vínframleiðandi,“ segir fyrrverandi Kastljósstjarnan Elsa María Jakobsdóttir. 22.8.2011 10:00
Diaz og Lopez engar vinkonur Leikkonurnar Jennifer Lopez og Cameron Diaz fara báðar með hlutverk í kvikmyndinni What to Expect When You're Expecting og að sögn heimildarmanna andar köldu á milli leikkvennanna. 22.8.2011 08:00
Boðið upp á bíó í fjórvídd Þeir sem fara á kvikmyndina Spy Kids 3 í bíó geta kynnst fjórvíddarbíói. Auk þrívíddargleraugna fá þeir afhent lyktarspjald við innganginn. 22.8.2011 06:00
Kardashian giftist sínum heittelskaða Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian giftist körfuboltamanninum Kris Humphries í gær. 21.8.2011 14:06
Á stefnumót Það er greinilegt að Lindsay Lohan er í makaleit en hún hefur sést á stefnumótum með þremur mönnum á síðustu vikum. Nú síðast skemmti daman sér prýðilega með hávöxnum dökkhærðum manni á tónleikum bresku söngkonunnar Adele í Los Angeles. 20.8.2011 18:00
Bieber fær götu nefnda eftir sér Á meðan flestir jafnaldar hans eru að öngla saman fyrir fyrstu fartölvunni hefur gata verið nefnd eftir ungstirninu Justin Bieber. Ellefu ára gömul Texas-mær kom því í gegn þegar hún varð bæjarstjóri í smábænum Forney í Texas í einn dag. 20.8.2011 17:00
Fengu forskot á Game of Thrones sæluna Sýningar á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefjast á Stöð 2 annað kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki fyrir þáttunum og því var mikil spenna í Bíói Paradís í gær þar sem sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum. 20.8.2011 16:00
Rokk og plokkfiskur Haukur S. Magnússon hefur fengið foreldra sína í heimsókn frá Ísafirði yfir Menningarnótt. Saman bjóða þau til veislu úti á Granda í kvöld. 20.8.2011 15:30
Fjölmennt á fatahönnunarkeppni Úrslitakvöld fatahönnunarkeppninnar Reykjavík Runway fór fram á fimmtudagskvöldið og fjölmennti áhugafólk um íslenska tísku í Hafnarhúsið. Harpa Einarsdóttir bar sigur úr býtum en þarna sýndu einnig merkin Eygló, Shadow Creatures og Rosa-Bryndís. 20.8.2011 15:00
Gott kynlíf lykillinn að góðu hjónabandi Stórleikarinn Jeff Bridges hefur verið kvæntur konu sinni, Susan Geston, frá árinu 1977 og eiga þau hjónin saman þrjár dætur. Í nýlegu viðtali sagði Bridges að lykillinn að farsælu hjónabandi væri ást og nóg af kynlífi. 20.8.2011 14:00
Gömlu brýnin komin í gull Gleðin sveif yfir vötnum á skemmtistaðnum Vellinum á Grensásvegi á fimmtudagskvöldið þegar þrír af vinsælustu tónlistarmönnum landsins tóku við gullplötu fyrir sölu á plötu sinni. Þetta voru þeir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas sem hafa selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni MS GRM sem kom út á síðasta ári. 20.8.2011 13:00
Langaði mest til að flýja land Bókin er loksins á leiðinni, útgáfupartíið verður 25. ágúst,“ segir Tobba Marinós og á þá að sjálfsögðu við framhald metsölubókarinnar Makalaus, sem fengið hefur nafnið Lýtalaus. Blaðamanni þykir orðinu loksins eiginlega ofaukið, því aðeins er rétt rúmt ár síðan Makalaus kom út og í millitíðinni gaf Tobba út bókina Dömusiði. 20.8.2011 12:00
Hrifin af besta vini kærasta síns Ný kærasta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, er sögð hrifnari af besta vini Clooney en honum sjálfum. Vinurinn sem um er rætt mun vera enginn annar en Brad Pitt. 20.8.2011 12:00