Fleiri fréttir

Augabrúnir Ilmar vekja athygli í Bretlandi

Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta.

Mamma er góð fyrirmynd

Edda Borg tónlistarkona mætti prúðbúin þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent á föstudagskvöld en hún sat í dómnefnd fyrir djass og blús. Á laugardag fermdi hún síðan yngsta barnið sitt af fjórum og lét að sjálfsögðu tónlistina flæða um kirkjuna.

„Ég var kominn með hálfgerða hveitipabbabumbu“

Leikritið Hleyptu þeim rétta inn í leikstjórn Selmu Björnsdóttur verður frumsýnt í þjóðleikhúsinu í dag. Hallgrímur Ólafsson leikari hefur undanfarnar níu vikur verið í stífu prógrammi hjá einkaþjálfara.

Kim Kardashian er mætt á Snapchat

Ein allra þekktasta raunveruleikastjarna heims er Kim Kardashian West og er hún núna mætt á Snapchat. Kim er mjög dugleg á Twitter, Instagram og Facebook en hefur nú bætt við Snapchat-reikningi.

Bættu bara við hita og vatni

Úr viðjum víðis er verkefni eftir nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir sjö umbreyttu víði á margs konar máta og sýna afraksturinn á sýningu sem verður opnuð á morgun.

Góða systir vekur heimsathygli

Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofandi facebook síðunnar Góða systir var valin ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Stelpufansinn hafði ekkert að gera með mig

Björn Már Ólafsson tók þátt í Vasaloppet-skíðagöngunni sem fram fór í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag ásamt sænsku Eurovision-stjörnunni Måns Zelmerlöw.

Landsliðsfyrirliðar takast á

Landsliðsfyrirliðarnir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson hafa undanfarna daga att kappi í flatbökusölu á Íslensku flatbökunni, þar sem Guðjón Valur er meðeigandi.

Konurnar eru í öndvegi

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna í dag er Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk með tónleikahúsdagskrá í Hraunbergi 2 í Breiðholti og minnir á verk kvenna fyrr á tíð.

Óvæntir afgangar vinsælir

Rapparinn Kendrick Lamar gaf óvænt út nýja breiðskífu stafrænt á föstudag. Platan er nú þegar komin með yfir 2 milljónir spilanir á Spotify.

Langar að verða stórmeistari í skák

Hann lærði mannganginn í skák fimm ára og fór í sína fyrstu kappskák sex ára. Óskar Víkingur Davíðsson 10 ára er nú orðinn Norðurlandameistari í skólaskák í sínum aldursflokki.

Nýtt og spennandi starf

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir lektor hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem staðsett er á Akueyri. Hún segir mörg úrlaunsarefni blasa við.

Matur beint frá býli í Hörpu

Matarmarkaður Búrsins fer fram í Hörpu um helgina. Um fimmtíu framleiðendur selja vörur sínar milliliðalaust. Aðstandendur vilja hvetja fólk til að mæta með börn á markaðinn og leyfa þeim að kynnast uppruna vörunnar.

Sjá næstu 50 fréttir