Fleiri fréttir

Úthugsaður tónlistarheimur

Hljómsveitin Sycamore tree sendir frá sér lagið Don't let go en það er annað lag sveitarinnar. Sycamore tree skipa þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Ásamt því að semja lögin hannar Gunni allt útlit og mótar hugmyndafræði sveitarinnar en hann hefur starfað sem fatahönnuður í mörg ár.

Litli Hjalli í loftinu á ný

Jón G Guðjónsson í Litlu-Ávík á Ströndum hefur endurvakið netmiðilinn Litla Hjalla eftir árs hlé. Enskt spilavíti hirti netfangið í millitíðinni svo nú er slóðin litlihjalli.it.is

Vilja frelsið aftur

Ungar konur sem finna fyrir öryggisleysi einar á ferð segja mikilvægt að varpa ekki ábyrgð á kynbundu ofbeldi á þær. Óttinn sem þær finni fyrir sé rökstuddur. Samfélagið verði að taka ábyrgð svo þær geti strokið um frjálst höfuð. Þær vilja meiri sýnileika lögreglu, betri myndavélakerfi og fræðslu til ungmenna um virðingu í samskiptum.

Berum ekki skömmina áfram

Sara Stef. Hildardóttir er móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir árás á Klambratúni á síðasta ári. Hún segir kynbundið ofbeldi reglulegt og kerfisbundið í samfélaginu og vonar að minning Birnu verði ljósið sem leiðir íslenskt samfélag út úr ógöngum.

Óraunverulegt að kveðja Birnu

Þrátt fyrir að þjóðin hafi tekið hvarf og andlát Birnu Brjánsdóttur sérstaklega nærri sér í liðinni viku þá er upplifunin mjög ólík því sem hennar nánustu upplifa. Bestu vinkonur Birnu, þær María og Matthildur, segjast vilja minnast hennar fyrir lífsglöðu og afslöppuðu stelpunnar sem hún var en ekki þess sem síðar kom fyrir hana. Í dag verður gengið niður Laugaveginn til minningar um Birnu og blóm lögð að Laugavegi 31, þaðan sem hún hvarf.

Þurfum að læra að setja mörk

Kvíði unglingsstúlkna hefur verið til umræðu að undanförnu en hann má að hluta rekja til samfélagsmiðlanotkunar. Tómstundafræðingurinn Anna Steinsen segir samfélagsmiðla komna til að vera en að fólk þurfi að læra að setja mörk.

Haggis, viskí og sveitt þjóðlagatónlist

Skosk menningarhátíð verður haldin á Kexi hosteli í febrúar og þar geta gestir drukkið í sig skoska menningu, jú og viskí líka. Arnar Eggert Thoroddsen, listrænn stjórnandi, bjó sjálfur í Skotlandi um skeið og segir Skota nánast fæðast með sekkjapípurnar í hendinni.

Stelpurnar tuskuðu Bjössa til

Björn Leifsson, eigandi World Class, tók heldur betur á því í ræktinni í gær en hann er þekktur fyrir að halda sér í góðu formi, enda eigandi stærstu líkamsræktarstöðvar landsins.

Unglegir Íslendingar

Sumir virðast hafa greiðan aðgang að æskubrunninum. Fréttablaðið tók saman nokkra þekkta íslenska einstaklinga sem alltaf eru mjög unglegir að sjá.

Hlaut skólastyrk fyrir hæstu meðaleinkunnina

Bryndís Gyða Michelsen, fyrrverandi fyrirsæta og stofnandi síðunnar Hún.is, stundar nú lögfræðinám við Háskólann í Reykjavík af kappi. Bryndís er að massa námið því hún fékk hæstu meðaleinkunnina á seinustu önn, 8,37 nánar tiltekið, og fékk skólastyrk í tilefni þess.

200 þúsund króna blómakápan greinilega í uppáhaldi

Það er greinilegt að blómakápan frá fransk-kanadíska hönnuðinum Marie Saint Pierre er í miklu uppáhaldi hjá Elizu Reid, forsetafrú Íslands, sem var í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt eiginmanni sínum, Guðna Th. Jóhannessyni. Kápa Elizu vakti athygli þegar hún klæddist henni við þingsetningarathöfnina í byrjun desember og nú aftur, í Danmerkurheimsókninni.

Vörur sem standast kröfur okkar

Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari og Bergþóra Þórsdóttir, hárgreiðslu- og listförðunarfræðingur, munu í dag opna búð með Make Up For Ever förðunarvörunum innan Mask – Makeup & Airbrush Academy förðunarskólans.

Var í sýndarveruleika í átta tíma á dag

Myndlistarmaðurinn Baldur Helgason vann að sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush hjá Google. Forritið gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika og Baldur var með þeim fyrstu í heimi sem fengu þann heiður að vin

Lánaði skallann á sér í herferð Krafts

Sigrún Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem lögðu sitt af mörkum fyrir nýjustu herferð stuðningsfélagsins Krafts. "Já, ég lánaði skallann,“ segir Sigrún en höfuð hennar leikur stórt hlutverk í auglýsingunum.

Sjá næstu 50 fréttir