Fleiri fréttir

Taka upp kvikmynd á átta dögum

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Fiskar á þurru landi í stúdíói Sagafilm við Laugaveg en myndin verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV um páskana.

David Byrne með tónleika í Hörpu

Tónlistarmaðurinn David Byrne heldur tónleika í Hörpu þann 18. ágúst ásamt St. Vincent. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð þeirra, Love This Giant, en hún kemur í kjölfar samnefndrar plötu tónlistarmannanna sem kom út í fyrra.

Pörupiltarnir snúa aftur með þrjár aukasýningar

Leikhópurinn Pörupiltar verður með þrjár aukasýningar á uppistandinu Homo erectus í Þjóðleikhúskjallaranum í mars. Uppistandið var sýnt síðastliðinn vetur við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda.

Sagði Óskarinn vera algera hörmung

Skemmtiatriðin á Óskarsverðlaunaafhendingunni í gær vöktu mikla athygli. Í einu þeirra birtist William Shatner, í hlutverki James T. Kirk, þar sem hann segir við Seth MacFarlane aðalkynni hátíðarinnar að Óskarsverðlaunin séu alger hörmung.

Barnasálfræðingur kom með söguna

Danska myndin Jagten segir frá manni sem er sakaður um barnaníð. Leikstjórinn Thomas Vinterberg fékk hugmyndina að handritinu frá sálfræðingi.

Nýtt sýnishorn úr Ófeigur gengur aftur

Senn styttist í frumsýningu gamansömu draugamyndarinnar Ófeigur gengur aftur. Framleiðendur myndarinnar sendu nú í vikunni frá sér nýtt sýnishorn úr henni.

Tekur skólabækurnar með á æfingu

Melkorka Davíðsdóttir Pitt leikur eitt af lykilhlutverkunum í verkinu Fyrirheitna landið – Jerúsalem sem er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Hún er vön leiksviðinu þrátt fyrir ungan aldur.

Ofbeldi er skemmtilegt ef það er í plati

Á morgun verður sýningin Punch frumsýnd á Akureyri. Hún fjallar um gleðina sem fólgin er í sviðsettu ofbeldi, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að horfa á það.

Stórvirki sem lýsir óhugnanlegum heimi

Skáldsagan Útlaginn eftir Danann Jakob Ejersbo kemur út í íslenskri þýðingu Páls Baldvins Baldvinssonar í dag. Bókin er fyrsti hluti þríleiks sem hampað var sem tímamótaverki þegar hann kom út 2009, tæpu ári eftir að höfundurinn lést.

Leitar að því sem brennur á samfélaginu

Cry Havoc er titillinn á listgjörningi sem Eva Ísleifsdóttir stendur fyrir. Fólk getur sent Evu tillögur að húsum og byggingum sem það vill sjá eyðilögð og Eva "kveikir í þeim“ á táknrænan hátt. Flestir sem hafa sent inn tillögur vilja kveikja í opinberum

21 þúsund miðar seldir á Mary Poppins

Æfingar standa nú sem hæst á Mary Poppins sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu á föstudaginn næsta. Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur.

Fékk afsökunarbeiðni símleiðis

Edduverðlaunahátíðin fór fram í Hörpunni á laugardag og á meðal verðlaunahafa voru Elísabet Rónaldsdóttir og Sverrir Kristjánsson sem hlutu Edduna fyrir klippingu ársins. Steindi jr. og Saga Garðarsdóttir afhentu Elísabetu verðlaunin en mörgum þótti hegðun þeirra á meðan á þakkarræðu Elísabetar stóð heldur ósæmileg.

Sin Fang á vefsíðu Conan

Vefsíða grínistans og spjallþáttastjórnandans Conan O'Brien, Team Coco, hvatti lesendur sína í gær til þess að streyma nýjustu plötu íslensku sveitarinnar Sin Fang.

María Birta: Ég bjóst ekki við þessu

"Ég vil byrja á að þakka akademíunni fyrir þennan brjálaða heiður.." sagði María Birta Bjarnadóttir þegar hún var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir leikinn í myndinni Svartur á leik á Eddunni sem fram fór við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Einnig voru tilnefndar leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Pressa 3 og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Djúpið.

Steindi kossaóður á Eddunni

Bergsteinn Björgúlfsson sigraði í flokknum Kvikmyndataka ársins á Eddunni um helgina sem fram fór í Eldborgarsal Hörpu fyrir kvikmyndina Djúpið. Sonur hans tók á móti verðlaununum og eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði áttu Steindi jr og Saga Garðarsdóttir í erfiðleikum með að halda aftur af sér þegar kom að kossum og faðmlögum. Bergsteinn var einnig tilnefndur fyrir í þessum flokki fyrir myndina Djúpið. Þá voru í sama flokki tilnefndir Arnar Þórisson, Pressa 3, G. Magni Ágústsson, ÍKS, Wallander Before the Frost og Karl Óskarsson, Sailcloth.

Mikkelsen leikur Hannibal Lecter

Danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með hlutverk Hannibal Lecter í nýrri sjónvarpsþáttaröð um þessa "ástsælu“ mannætu.

Orðið sem Kidman neitaði að segja

Ástralska leikkonan Nicole Kidman þverneitaði að segja kynþáttaníðorð við tökur á kvikmyndinni The Paperboy sem frumsýnd er á næstunni.

Byggir myndina á blaðamannaheiminum

Aðalpersónan í Þetta reddast er drykkfelldur blaðamaður. Leikstjórinn Börkur Gunnarsson segir myndina fjalla um aulalegar hliðar karlmennskunnar.

Glamúr og glæsileiki á Eddunni

Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel.

Leikstjóri Prince Avalanche fékk Silfurbjörninn

Bandaríski leikstjórinn David Gordon Green hlaut í gær Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlin fyrir kvikmyndina Prince Avalanche. Myndin er endurgerð á íslensku kvikmyndinni Á annan veg eða „Either Way" eins og hún var titluð á ensku.

Bestu myndirnar verðlaunaðar

Meira en 50 ljósmyndarar hlutu verðlaun í hinni árlegu myndakeppni World Press Photo þetta árið. Ljósmynd frá útför tveggja ungra barna á Gasa þótti besta fréttaljósmynd ársins 2012.

Ford aftur í Stjörnustríð

Harrison Ford mun endurtaka hlutverk sitt sem Han Solo úr Stjörnustríðsmyndunum í nýjustu kvikmynd seríunnar. Vefsíðan Latino Review greinir frá.

Hryllingsmynd Barða á toppnum

Kvikmyndin Would You Rather, sem tónlistamaðurinn Barði Jóhannsson, oftast kenndur við Bang Gang, samdi tónlistina í ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron, virðist hitta í mark. Myndin er í toppsæti lista iTunes í Bandaríkjunum yfir mest seldu hryllingsmyndirnar þessa helgi og í sæti númer 32 á heildarlistanum yfir allar kvikmyndir.

Gera súrrealíska handboltamynd

Fatahönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi Vondi eins og hann er kallaður, og leikarinn og fyrrverandi handboltakappinn Vigfús Þormar Gunnarsson stefna á að frumsýna nýja stuttmynd næstu helgi.

Sjá næstu 50 fréttir